Golden State aftur á sigurbraut en 54 stig James Harden dugðu ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2018 07:30 Kevin Durant skorar tvö af 49 stigum sínum í nótt. Vísir/Getty Fyrrum liðsfélagarnir Kevin Durant og James Harden áttu báðir frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en aðeins Durant fagnaði sigri með sínu liði. NBA-meistarar Golden State Warriors eru að komast aftur á skrið eftir slæma taphrinu.Kevin Durant var með 49 stig og 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 116-110 heimasigur á Orlando Magic í spennandi leik. Durant hitti úr 16 af 33 skotum utan af velli og öllum 13 vítaskotum sínum. Klay Thompson bætti við 29 stigum og sex þristum en enginn annar í Warriors-liðinu skoraði meira en tíu stig. Þeir félagar hafa verið að halda uppi sóknarleiknum undanfarið í fjarveru lykilmanna eins og Steph Curry. Þetta var annar fjörtíu stiga leikur Durant í röð en hann er með 41,7 stig, 9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í þessari þriggja leikja sigurgöngu liðsins.James Harden skoraði 54 stig fyrir Houston Rockets en liðið tapaði samt 135-131 í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Harden átti líka 13 stoðsendingar en var með 11 tapaða bolta og klikkaði á sex af átta skotum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem Harden skorar 50 stig eða meira í leik og hann er aðeins níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem nær tíu fimmtíu stiga leikjum á ferlinum. John Wall var með 36 stig og 11 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið, Bradley Beal skoraði 32 stig og Markieff Morris kom með 22 stig og 10 fráköst inn af bekknum. Þetta var þriðji tapleikur Houston-liðsins í röð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 leikjum tímabilsins og er í þriðja neðsta sætinu í Vesturdeildinni. Chris Paul missti af öðrum leiknum í röð.Kyrie Irving og Jayson Tatum fóru fyrir góðum endakafla í 124-107 útisigri Boston Celtics á New Orleans Pelicans en þetta var bara sjötti útisigur Boston á tímabilinu. Kyrie Irving var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Jayson Tatum skoraði 20 stig. Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Pelíkanana.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 116-110 Utah Jazz - Indiana Pacers 88-121 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 107-124 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 110-107 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 95-102 Washington Wizards - Houston Rockets 135-131 (125-125) NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Fyrrum liðsfélagarnir Kevin Durant og James Harden áttu báðir frábæran leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en aðeins Durant fagnaði sigri með sínu liði. NBA-meistarar Golden State Warriors eru að komast aftur á skrið eftir slæma taphrinu.Kevin Durant var með 49 stig og 9 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 116-110 heimasigur á Orlando Magic í spennandi leik. Durant hitti úr 16 af 33 skotum utan af velli og öllum 13 vítaskotum sínum. Klay Thompson bætti við 29 stigum og sex þristum en enginn annar í Warriors-liðinu skoraði meira en tíu stig. Þeir félagar hafa verið að halda uppi sóknarleiknum undanfarið í fjarveru lykilmanna eins og Steph Curry. Þetta var annar fjörtíu stiga leikur Durant í röð en hann er með 41,7 stig, 9 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í þessari þriggja leikja sigurgöngu liðsins.James Harden skoraði 54 stig fyrir Houston Rockets en liðið tapaði samt 135-131 í framlengdum leik á móti Washington Wizards. Harden átti líka 13 stoðsendingar en var með 11 tapaða bolta og klikkaði á sex af átta skotum sínum í fjórða leikhlutanum og framlengingunni. Þetta er fimmta tímabilið í röð þar sem Harden skorar 50 stig eða meira í leik og hann er aðeins níundi leikmaðurinn í sögu NBA sem nær tíu fimmtíu stiga leikjum á ferlinum. John Wall var með 36 stig og 11 stoðsendingar fyrir Wizards-liðið, Bradley Beal skoraði 32 stig og Markieff Morris kom með 22 stig og 10 fráköst inn af bekknum. Þetta var þriðji tapleikur Houston-liðsins í röð en liðið hefur aðeins unnið 9 af 19 leikjum tímabilsins og er í þriðja neðsta sætinu í Vesturdeildinni. Chris Paul missti af öðrum leiknum í röð.Kyrie Irving og Jayson Tatum fóru fyrir góðum endakafla í 124-107 útisigri Boston Celtics á New Orleans Pelicans en þetta var bara sjötti útisigur Boston á tímabilinu. Kyrie Irving var með 26 stig, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolta en Jayson Tatum skoraði 20 stig. Anthony Davis skoraði 27 stig og tók 16 fráköst fyrir Pelíkanana.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Golden State Warriors - Orlando Magic 116-110 Utah Jazz - Indiana Pacers 88-121 Chicago Bulls - San Antonio Spurs 107-108 New Orleans Pelicans - Boston Celtics 107-124 Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 110-107 Cleveland Cavaliers - Minnesota Timberwolves 95-102 Washington Wizards - Houston Rockets 135-131 (125-125)
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum