Heimsmeistaraeinvígið í bráðabana eftir umdeilda ákvörðun Carlsen Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2018 21:11 Heimsmeistarinn Carlsen tók ákvörðun sem hefur vekið furðu meðal skákheimsins. EPA/ Facundo Arrizabalaga Heimsmeistaraeinvígi heimsmeistarans norska Magnus Carlsen og áskorandans Fabian Caruana frá Bandaríkjunum í skák mun fara í bráðabana. Þetta er ljóst eftir að tólfta skákin milli stórmeistaranna endaði, líkt og hinar ellefu, með jafntefli. Carlsen virtist í skákinni vera með pálmann í höndunum en nýtti ekki tækifæri sín. Guardian greinir frá.Bandaríkjamaðurinn Fabian Caruana hugsi.EPA/ Facundo ArrizabalagaMeð sex vinninga hvor um sig eftir tólf skákir Í tólftu skákinni, sem fram fór í kvöld, virtist norðmaðurinn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari síðan 2013, vera með yfirhöndina og stefndi allt í sigur hans. Carlsen beitti í skákinni sikileyskri Sveshnikov vörn en tókst ekki að nýta sér stöður sínar til fulls. Þrátt fyrir að vera í betri stöðu en Caruana og hafði þar að auki meiri tíma til að vinna með heldur en andstæðingur hans, bauð Carslen Caruana upp á jafntefli. Staðan í einvíginu því 6-6.Furðar sig á ákvörðun Carlsen Stórmeistarinn Garry Kasparov, sem var heimsmeistari FIDE í skák á árunum 1985-1990, gagnrýndi ákvörðun norðmannsins á Twitter og sagði að í ljósi mistakanna teldi hann Caruana sigurstranglegri í bráðabanaskákunum á miðvikudaginn.In light of this shocking draw offer from Magnus in a superior position with more time, I reconsider my evaluation of him being the favorite in rapids. Tiebreaks require tremendous nerves and he seems to be losing his. — Garry Kasparov (@Kasparov63) November 26, 2018 Caruana getur með sigri orðið fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í skák síðan að Bobby Fischer sigraði Spassky í Laugardalshöllinni árið 1972. Heimsmeistaraeinvígið fer fram í London og var fyrsta skákin tefld föstudaginn 9. nóvember. Eftir tólf jafntefli í röð munu bráðabanaskákir skera úr um úrslit einvígisins. Þær munu fara fram miðvikudaginn næsta, 28. nóvember. Sjá má framvindu tólftu skákar Carlsen og Caruana á Chess.com hér að neðan. Bandaríkin Bretland Norðurlönd Skák Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Heimsmeistaraeinvígi heimsmeistarans norska Magnus Carlsen og áskorandans Fabian Caruana frá Bandaríkjunum í skák mun fara í bráðabana. Þetta er ljóst eftir að tólfta skákin milli stórmeistaranna endaði, líkt og hinar ellefu, með jafntefli. Carlsen virtist í skákinni vera með pálmann í höndunum en nýtti ekki tækifæri sín. Guardian greinir frá.Bandaríkjamaðurinn Fabian Caruana hugsi.EPA/ Facundo ArrizabalagaMeð sex vinninga hvor um sig eftir tólf skákir Í tólftu skákinni, sem fram fór í kvöld, virtist norðmaðurinn Magnus Carlsen, ríkjandi heimsmeistari síðan 2013, vera með yfirhöndina og stefndi allt í sigur hans. Carlsen beitti í skákinni sikileyskri Sveshnikov vörn en tókst ekki að nýta sér stöður sínar til fulls. Þrátt fyrir að vera í betri stöðu en Caruana og hafði þar að auki meiri tíma til að vinna með heldur en andstæðingur hans, bauð Carslen Caruana upp á jafntefli. Staðan í einvíginu því 6-6.Furðar sig á ákvörðun Carlsen Stórmeistarinn Garry Kasparov, sem var heimsmeistari FIDE í skák á árunum 1985-1990, gagnrýndi ákvörðun norðmannsins á Twitter og sagði að í ljósi mistakanna teldi hann Caruana sigurstranglegri í bráðabanaskákunum á miðvikudaginn.In light of this shocking draw offer from Magnus in a superior position with more time, I reconsider my evaluation of him being the favorite in rapids. Tiebreaks require tremendous nerves and he seems to be losing his. — Garry Kasparov (@Kasparov63) November 26, 2018 Caruana getur með sigri orðið fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í skák síðan að Bobby Fischer sigraði Spassky í Laugardalshöllinni árið 1972. Heimsmeistaraeinvígið fer fram í London og var fyrsta skákin tefld föstudaginn 9. nóvember. Eftir tólf jafntefli í röð munu bráðabanaskákir skera úr um úrslit einvígisins. Þær munu fara fram miðvikudaginn næsta, 28. nóvember. Sjá má framvindu tólftu skákar Carlsen og Caruana á Chess.com hér að neðan.
Bandaríkin Bretland Norðurlönd Skák Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira