Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 14:28 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur þegar kom að endurgreiðslum sem hann fékk vegna aksturskostnaðar. Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. Björn Leví beindi erindi til forsætisnefndar í október síðastliðnum þar sem hann fór fram á að nefndin kannaði sérstaklega hvert og eitt ferðatilefni þar sem þingmaður hefði fengið endurgreiddan ferðakostnað. Þá fór hann fram á að það yrði metið hvort að tilefni aksturs falli undir reglur um þingfararkostnað og hvort að ástæða væri til að hefja siðareglumál á hendur þingmönnum fyrir brot á siðareglum þar sem endurgreiðslur fyrir útgjöld þeirra væru ekki í fullkomnu samræmi við reglur forsætisnefndar. Fór Björn Leví fram á að forstætisnefnd myndi jafnframt meta hvort tilefni væri til að kæra einstaka þingmenn til lögreglu fyrir meint auðgunarbrot. Þingmaðurinn krafðist þess síðan til vara að mál Ásmundar Friðrikssonar yrði tekið til sérstakrar skoðunar, en Ásmundur var sá þingmaður sem fékk hæstar endurgreiðslur í fyrra, alls 4,6 milljónir króna.Sjá einnig:Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Ummæli í fjölmiðlum ein og sér gefi ekki tilefni til almennrar athugunar Í bréfi forsætisnefndar til Björns Levís varðandi það að hvert og eitt ferðatilefni verði rannsakað er vísað í að gildandi lög og reglur um aksturskostnað þingmanna geri ráð fyrir því að fundur sem þingmaður hefur verið boðaður eða boðar sjálfur til, sé vegna starfa hans sem alþingismanns eða annars sem af starfi hans leiðir. Langoftast liggi fyrir fundarboð eða lýsing á fundarefni en í þeim tilvikum þegar svo er ekki hafi skrifstofa Alþingis gert athugasemdir og veitt þingmönnum leiðbeiningar um að tilgreina skuli slíkar upplýsingar. Að því er segir í bréfinu hefur ekkert komið fram sem gefi „tilefni til þess að ætla að í framkvæmd skrifstofunnar hai ekki verið gengið úr skugga um að tilgreint tilefni ferðar hafi verið vegna starfa alþingismanns.“ Þá var heldur ekki séð, að því er segir í bréfinu, að til staðar væru atvik þar sem ætla mætti að rökstuddur grunur væri um refsiverða háttsemi einstakra þingmanna við endurgreiðslu aksturskostnaðar sem kæra beri til lögreglu. Var kröfu Björns Levís um almenna rannsókn því hafnað. Hvað varðar að taka endurgreiðslur til Ásmundar til sérstakrar athugunar segir í bréfi forsætisnefndar að þau ummæli Ásmundar í fjölmiðlum sem Björn Leví vísar í, máli sínu til stuðnings, gefi „ein og sér ekki nægilegt tilefni til almennrar athugunar á endurgreiðslu aksturskostnaðar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn.“ Er jafnframt vísað í þá athugun sem fram fór á endurgreiðslu aksturskostnaðar til Ásmundar frá 1. janúar 2017 og til þess tíma er relgur um notkun bílaleigubíla voru innleiddar að fullu í febrúar síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur þegar kom að endurgreiðslum sem hann fékk vegna aksturskostnaðar. Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. Björn Leví beindi erindi til forsætisnefndar í október síðastliðnum þar sem hann fór fram á að nefndin kannaði sérstaklega hvert og eitt ferðatilefni þar sem þingmaður hefði fengið endurgreiddan ferðakostnað. Þá fór hann fram á að það yrði metið hvort að tilefni aksturs falli undir reglur um þingfararkostnað og hvort að ástæða væri til að hefja siðareglumál á hendur þingmönnum fyrir brot á siðareglum þar sem endurgreiðslur fyrir útgjöld þeirra væru ekki í fullkomnu samræmi við reglur forsætisnefndar. Fór Björn Leví fram á að forstætisnefnd myndi jafnframt meta hvort tilefni væri til að kæra einstaka þingmenn til lögreglu fyrir meint auðgunarbrot. Þingmaðurinn krafðist þess síðan til vara að mál Ásmundar Friðrikssonar yrði tekið til sérstakrar skoðunar, en Ásmundur var sá þingmaður sem fékk hæstar endurgreiðslur í fyrra, alls 4,6 milljónir króna.Sjá einnig:Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Ummæli í fjölmiðlum ein og sér gefi ekki tilefni til almennrar athugunar Í bréfi forsætisnefndar til Björns Levís varðandi það að hvert og eitt ferðatilefni verði rannsakað er vísað í að gildandi lög og reglur um aksturskostnað þingmanna geri ráð fyrir því að fundur sem þingmaður hefur verið boðaður eða boðar sjálfur til, sé vegna starfa hans sem alþingismanns eða annars sem af starfi hans leiðir. Langoftast liggi fyrir fundarboð eða lýsing á fundarefni en í þeim tilvikum þegar svo er ekki hafi skrifstofa Alþingis gert athugasemdir og veitt þingmönnum leiðbeiningar um að tilgreina skuli slíkar upplýsingar. Að því er segir í bréfinu hefur ekkert komið fram sem gefi „tilefni til þess að ætla að í framkvæmd skrifstofunnar hai ekki verið gengið úr skugga um að tilgreint tilefni ferðar hafi verið vegna starfa alþingismanns.“ Þá var heldur ekki séð, að því er segir í bréfinu, að til staðar væru atvik þar sem ætla mætti að rökstuddur grunur væri um refsiverða háttsemi einstakra þingmanna við endurgreiðslu aksturskostnaðar sem kæra beri til lögreglu. Var kröfu Björns Levís um almenna rannsókn því hafnað. Hvað varðar að taka endurgreiðslur til Ásmundar til sérstakrar athugunar segir í bréfi forsætisnefndar að þau ummæli Ásmundar í fjölmiðlum sem Björn Leví vísar í, máli sínu til stuðnings, gefi „ein og sér ekki nægilegt tilefni til almennrar athugunar á endurgreiðslu aksturskostnaðar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn.“ Er jafnframt vísað í þá athugun sem fram fór á endurgreiðslu aksturskostnaðar til Ásmundar frá 1. janúar 2017 og til þess tíma er relgur um notkun bílaleigubíla voru innleiddar að fullu í febrúar síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22
Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00
„Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19