Viðskipti með bréf Icelandair eru hafin á ný en þau voru stöðvuð klukkan 10:21 í morgun að beiðni Fjármálaeftirlitsins.
Í frétt á vef FME kom fram að viðskipti hefðu verið stöðvuð til að vernda jafnræði fjárfesta. Í tilkynningu frá Icelandair kom svo fram að ólíklegt sé að búið verði að uppfylla alla fyrirvara á kaupum félagsins á WOW air fyrir hluthafafund á föstudag.
Eftir að lokað var fyrir viðskipti með bréf Icelandair lækkaði hlutabréfaverð í öðrum skráðum félögum í Kauphöllinni.
Viðskipti með bréf Icelandair hafin á ný

Tengdar fréttir

Viðskipti með bréf í Icelandair stöðvuð
Kauphöllin hefur stöðvað öll viðskipti með bréf í flugfélaginu Icelandair. Hvorki er hægt að kaupa né selja bréf í flugfélaginu af þeim sökum.

Icelandair: Ólíklegt að allir fyrirvarar á kaupunum á WOW air verði uppfylltir fyrir hluthafafund
Icelandair Group telur ólíklegt að allir fyrirvarar í kaupsamning félagsins á öllu hlutaféi í Wow Air verði uppfylltir í tæka tíð fyrir hluthafafund félagsins þar sem hin fyrirhuguðu kaup verða tekin fyrir.