FIFA skoðar möguleikann á að hafa HM á tveggja ára fresti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 10:00 Frakkinn Kyliane Mbappe gæti spilað á mjög mörgum HM verði þessi breyting að veruleika. Vísir/Getty Tillaga er nú inn á borði hjá FIFA um að hafa aðeins tvö ár á milli heimsmmeistarakeppna í knattspyrnu karla í stað fjögurra eins og það hefur verið allra tíð frá fyrstu HM í fótbolta árið 1930. New York Times fjallar um málið en hugmyndin er komin frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. Alejandro Dominguez, forseti Conmebol, talar fyrir þessari breytingu í samtali við blaðið.FIFA Considering Proposal to Stage World Cup Every Two Years https://t.co/CAqRMAqXnbpic.twitter.com/CfW5R3GBFG — NYT Sports (@NYTSports) November 25, 2018Alejandro Dominguez, forseti Knattspyrnusambands Suður-Ameríku, er á því að það sé miklu sniðugra að fjölga heimsmeistarakeppnum en að vera með keppnir eins og Þjóðadeildina. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur talað fyrir þeirri framtíðarsýn að þjóðirnar í Suður-Ameríku komi á einhverjum tímapunkti inn í Þjóðadeild Evrópu. Dominguez, sem er frá Paragvæ, er ekki á móti þeirri hugmynd en segist vera miklu hrifnari af því að spila HM á tveggja ára fresti. „Ég segi aldrei nei, ég segi alltaf: Af hverju ekki,“ sagði Alejandro Dominguez við New York Times. „Menn vilja búa til Þjóðadeild fyrir allan heiminn og við styðjum alveg slíka hugmynd. Við lögðum samt á móti inn tillögu um að hafa HM frekar á tveggja ára fresti. Í stað þess að hafa þessa Þjóðadeild á milli af hverju ekki að hafa fleiri heimsmeistarakeppnir,“ sagði Dominguez. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá ná leikmenn ekki að spila nema tvær heimsmeistarakeppnir. Hérna er tækifæri svo leikmenn fái að spila á fleiri HM,“ sagði Dominguez. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og eins og er munu 32 þjóðir taka þátt í henni. HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og þar verða 48 þjóðir í úrslitakeppninni. Þessi breyting á árum á milli HM mun því ekki koma til fyrr en fyrsta lagi árið 2028. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið óhræddur að nefna til stórar breytingar á keppnum sambandsins og hefur greinilega augastað á því að auka tekjur sambandsins enn frekar. Góð leið í að komast í meiri pening væri vissulega að halda tvöfalt fleiri heimsmeistarakeppnir. Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, talaði fyrir þessari breytingu í kringum aldarmótin en hún fékk aldrei alvöru fylgi innan alþjóðafótboltans. Hvort að Gianni Infantino takist að koma þessu í gegn verður fróðlegt að fylgjast með. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Tillaga er nú inn á borði hjá FIFA um að hafa aðeins tvö ár á milli heimsmmeistarakeppna í knattspyrnu karla í stað fjögurra eins og það hefur verið allra tíð frá fyrstu HM í fótbolta árið 1930. New York Times fjallar um málið en hugmyndin er komin frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. Alejandro Dominguez, forseti Conmebol, talar fyrir þessari breytingu í samtali við blaðið.FIFA Considering Proposal to Stage World Cup Every Two Years https://t.co/CAqRMAqXnbpic.twitter.com/CfW5R3GBFG — NYT Sports (@NYTSports) November 25, 2018Alejandro Dominguez, forseti Knattspyrnusambands Suður-Ameríku, er á því að það sé miklu sniðugra að fjölga heimsmeistarakeppnum en að vera með keppnir eins og Þjóðadeildina. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur talað fyrir þeirri framtíðarsýn að þjóðirnar í Suður-Ameríku komi á einhverjum tímapunkti inn í Þjóðadeild Evrópu. Dominguez, sem er frá Paragvæ, er ekki á móti þeirri hugmynd en segist vera miklu hrifnari af því að spila HM á tveggja ára fresti. „Ég segi aldrei nei, ég segi alltaf: Af hverju ekki,“ sagði Alejandro Dominguez við New York Times. „Menn vilja búa til Þjóðadeild fyrir allan heiminn og við styðjum alveg slíka hugmynd. Við lögðum samt á móti inn tillögu um að hafa HM frekar á tveggja ára fresti. Í stað þess að hafa þessa Þjóðadeild á milli af hverju ekki að hafa fleiri heimsmeistarakeppnir,“ sagði Dominguez. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá ná leikmenn ekki að spila nema tvær heimsmeistarakeppnir. Hérna er tækifæri svo leikmenn fái að spila á fleiri HM,“ sagði Dominguez. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og eins og er munu 32 þjóðir taka þátt í henni. HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og þar verða 48 þjóðir í úrslitakeppninni. Þessi breyting á árum á milli HM mun því ekki koma til fyrr en fyrsta lagi árið 2028. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið óhræddur að nefna til stórar breytingar á keppnum sambandsins og hefur greinilega augastað á því að auka tekjur sambandsins enn frekar. Góð leið í að komast í meiri pening væri vissulega að halda tvöfalt fleiri heimsmeistarakeppnir. Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, talaði fyrir þessari breytingu í kringum aldarmótin en hún fékk aldrei alvöru fylgi innan alþjóðafótboltans. Hvort að Gianni Infantino takist að koma þessu í gegn verður fróðlegt að fylgjast með.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira