FIFA skoðar möguleikann á að hafa HM á tveggja ára fresti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2018 10:00 Frakkinn Kyliane Mbappe gæti spilað á mjög mörgum HM verði þessi breyting að veruleika. Vísir/Getty Tillaga er nú inn á borði hjá FIFA um að hafa aðeins tvö ár á milli heimsmmeistarakeppna í knattspyrnu karla í stað fjögurra eins og það hefur verið allra tíð frá fyrstu HM í fótbolta árið 1930. New York Times fjallar um málið en hugmyndin er komin frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. Alejandro Dominguez, forseti Conmebol, talar fyrir þessari breytingu í samtali við blaðið.FIFA Considering Proposal to Stage World Cup Every Two Years https://t.co/CAqRMAqXnbpic.twitter.com/CfW5R3GBFG — NYT Sports (@NYTSports) November 25, 2018Alejandro Dominguez, forseti Knattspyrnusambands Suður-Ameríku, er á því að það sé miklu sniðugra að fjölga heimsmeistarakeppnum en að vera með keppnir eins og Þjóðadeildina. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur talað fyrir þeirri framtíðarsýn að þjóðirnar í Suður-Ameríku komi á einhverjum tímapunkti inn í Þjóðadeild Evrópu. Dominguez, sem er frá Paragvæ, er ekki á móti þeirri hugmynd en segist vera miklu hrifnari af því að spila HM á tveggja ára fresti. „Ég segi aldrei nei, ég segi alltaf: Af hverju ekki,“ sagði Alejandro Dominguez við New York Times. „Menn vilja búa til Þjóðadeild fyrir allan heiminn og við styðjum alveg slíka hugmynd. Við lögðum samt á móti inn tillögu um að hafa HM frekar á tveggja ára fresti. Í stað þess að hafa þessa Þjóðadeild á milli af hverju ekki að hafa fleiri heimsmeistarakeppnir,“ sagði Dominguez. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá ná leikmenn ekki að spila nema tvær heimsmeistarakeppnir. Hérna er tækifæri svo leikmenn fái að spila á fleiri HM,“ sagði Dominguez. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og eins og er munu 32 þjóðir taka þátt í henni. HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og þar verða 48 þjóðir í úrslitakeppninni. Þessi breyting á árum á milli HM mun því ekki koma til fyrr en fyrsta lagi árið 2028. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið óhræddur að nefna til stórar breytingar á keppnum sambandsins og hefur greinilega augastað á því að auka tekjur sambandsins enn frekar. Góð leið í að komast í meiri pening væri vissulega að halda tvöfalt fleiri heimsmeistarakeppnir. Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, talaði fyrir þessari breytingu í kringum aldarmótin en hún fékk aldrei alvöru fylgi innan alþjóðafótboltans. Hvort að Gianni Infantino takist að koma þessu í gegn verður fróðlegt að fylgjast með. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Tillaga er nú inn á borði hjá FIFA um að hafa aðeins tvö ár á milli heimsmmeistarakeppna í knattspyrnu karla í stað fjögurra eins og það hefur verið allra tíð frá fyrstu HM í fótbolta árið 1930. New York Times fjallar um málið en hugmyndin er komin frá Knattspyrnusambandi Suður-Ameríku. Alejandro Dominguez, forseti Conmebol, talar fyrir þessari breytingu í samtali við blaðið.FIFA Considering Proposal to Stage World Cup Every Two Years https://t.co/CAqRMAqXnbpic.twitter.com/CfW5R3GBFG — NYT Sports (@NYTSports) November 25, 2018Alejandro Dominguez, forseti Knattspyrnusambands Suður-Ameríku, er á því að það sé miklu sniðugra að fjölga heimsmeistarakeppnum en að vera með keppnir eins og Þjóðadeildina. Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur talað fyrir þeirri framtíðarsýn að þjóðirnar í Suður-Ameríku komi á einhverjum tímapunkti inn í Þjóðadeild Evrópu. Dominguez, sem er frá Paragvæ, er ekki á móti þeirri hugmynd en segist vera miklu hrifnari af því að spila HM á tveggja ára fresti. „Ég segi aldrei nei, ég segi alltaf: Af hverju ekki,“ sagði Alejandro Dominguez við New York Times. „Menn vilja búa til Þjóðadeild fyrir allan heiminn og við styðjum alveg slíka hugmynd. Við lögðum samt á móti inn tillögu um að hafa HM frekar á tveggja ára fresti. Í stað þess að hafa þessa Þjóðadeild á milli af hverju ekki að hafa fleiri heimsmeistarakeppnir,“ sagði Dominguez. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá ná leikmenn ekki að spila nema tvær heimsmeistarakeppnir. Hérna er tækifæri svo leikmenn fái að spila á fleiri HM,“ sagði Dominguez. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og eins og er munu 32 þjóðir taka þátt í henni. HM 2026 fer síðan fram í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada og þar verða 48 þjóðir í úrslitakeppninni. Þessi breyting á árum á milli HM mun því ekki koma til fyrr en fyrsta lagi árið 2028. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur verið óhræddur að nefna til stórar breytingar á keppnum sambandsins og hefur greinilega augastað á því að auka tekjur sambandsins enn frekar. Góð leið í að komast í meiri pening væri vissulega að halda tvöfalt fleiri heimsmeistarakeppnir. Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, talaði fyrir þessari breytingu í kringum aldarmótin en hún fékk aldrei alvöru fylgi innan alþjóðafótboltans. Hvort að Gianni Infantino takist að koma þessu í gegn verður fróðlegt að fylgjast með.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn