Í tilkynningu frá lögreglu segir að 14 manna áhöfn hafi verið á skipinu en engin slys urðu á fólki.
Aðstæður til björgunar eru góðar en eftir því sem segir í stöðuuppfærslu lögreglunnar á Vestfjörðum er blíðaskaparveður á vettvangi og er unnið að björgun skipsins af strandstað.