Andlát: Benedikt Gunnarsson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 10:36 Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson. Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson, listmálari og dósent í myndlist við KHÍ, fæddist 14. júlí 1929 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Benedikts voru Gunnar Halldórsson verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Benediktsdóttir húsmóðir, f. 1891, d. 1982. Systkini Benedikts eru Halldór Ágúst, húsvörður, f. 1921, d. 1997; Jóhanna, húsmóðir, f. 1922; Elí, málarameistari og listmálari, f. 1923, d. 1997; Steinþór Marinó, málarameistari og listmálari, f. 1925; Veturliði, listmálari, f. 1926, d. 2004; Guðbjartur, kennari, f. 1928; Gunnar Kristinn, fyrrv. útibússtjóri og landsliðsmaður í knattspyrnu og skák, f. 1933. Hálfsystkini Benedikts, sammæðra: Anna Sólveig Veturliðadóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1980; Helga Veturliðadóttir, f. 1912, d. 1915; Jón Veturliðason matreiðslumeistari, f. 1914, d. 1999; Helga Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1941. Benedikt kvæntist 16.8. 1959 Ásdísi Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 8.6.1933, d. 13.3.2016. Hún var dóttir Óskars Jónssonar, skrifstofu- og alþm., f. 1899, d. 1969, og Katrínar Ingibergsdóttur húsmóður, f. 1908, d.2004. Benedikt og Ásdís eignuðust tvö börn. 1) Valgerður, vinnur við bókaútgáfu, f. 1965, maki Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur, f. 1960. Börn þeirra eru Gunnar og Sóley. 2) Gunnar Óskar, f. 1968, d. 1984. Benedikt lauk gagnfræðaprófi frá Núpsskóla við Dýrafjörð 1945, stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík 1945-48, við Listaháskólann í Kaupmannahöfn (Det kongelige akademi for de skønne kunster) og við teikniskóla P. Rostrup Bøyesens, listmálara á Statens museum for kunst í Kaupmannahöfn 1948-50, var við nám og listsköpun í París 1950-53, m.a. við Académie de la Grande Chaumiére, og í Madrid 1953-54, og stundaði myndfræðilegar rannsóknir við Louvre-listasafnið i París og Prado-listasafnið í Madrid. Þá lauk hann myndlistarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964. Benedikt var kennari við Myndlistarskóla Vestmannaeyja 1958-59, við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík 1960-62, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1959-68 og við Kennaraskóla Íslands,síðan Kennaraháskóla Íslands frá 1965. Hann var lektor við KHÍ frá 1977 og dósent þar frá 1998. Kenndi myndlist við Listafélag MR 1965-1966 og Listafélag VR 1985-1987. Benedikt hélt á þriðja tug einkasýninga hérlendis og eina í París, í La galerie Saint-Placide 1953. Hann tók þátt í tuttugu og þremur samsýningum víða um heim, m.a. á öllum Norðurlöndunun, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Ástralíu og fjölda samsýninga á Íslandi. Málverk eftir Benedikt eru m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Kópavogs, Listasafni ASÍ, mörgum bæjarlistasöfnum og í fjölmörgum einkasöfnum og stofnunum. Ennfremur verk í erlendum söfnum, m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Mexíkó, Kólumbíu, Danmörku, Svíþjóð og í Ben Gurion-háskólanum í Ísrael. Hann hefur gert stórar veggmyndir og steinda glugga í nokkrar opinberar byggingar hérlendis, s.s. í Grunnskólann á Hofsósi og Vík í Mýrdal, í Héraðsskólann að Skógum, Keflavíkurkirkju, Hábæjarkirkju í Þykkvabæ, Fáskrúðarbakkakirkju, Suðureyrarkirkju og í Háteigskirkju í Reykjavík. Benedikt sat í stjórn FÍM og í stjórn Norræna listbandalagsins 1958-60 og í sýningarnefnd FÍM 1965-72. Hann var prófdómari við MHÍ 1975-77. Fór til Rússlands sem fulltrúi og umsjónarmaður sýningar ungra íslenskra myndlistarmanna, á alþjóðlegri listsýningu í Moskvu 1957. Hann myndskreytti og gerði káp¬ur á fjölda bóka og tímarita, m.a. listtímaritið Birting. Benedikt var heiðurslistamaður Kópavogs 2002. Andlát Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson, listmálari og dósent í myndlist við KHÍ, fæddist 14. júlí 1929 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Benedikts voru Gunnar Halldórsson verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Benediktsdóttir húsmóðir, f. 1891, d. 1982. Systkini Benedikts eru Halldór Ágúst, húsvörður, f. 1921, d. 1997; Jóhanna, húsmóðir, f. 1922; Elí, málarameistari og listmálari, f. 1923, d. 1997; Steinþór Marinó, málarameistari og listmálari, f. 1925; Veturliði, listmálari, f. 1926, d. 2004; Guðbjartur, kennari, f. 1928; Gunnar Kristinn, fyrrv. útibússtjóri og landsliðsmaður í knattspyrnu og skák, f. 1933. Hálfsystkini Benedikts, sammæðra: Anna Sólveig Veturliðadóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1980; Helga Veturliðadóttir, f. 1912, d. 1915; Jón Veturliðason matreiðslumeistari, f. 1914, d. 1999; Helga Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1941. Benedikt kvæntist 16.8. 1959 Ásdísi Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 8.6.1933, d. 13.3.2016. Hún var dóttir Óskars Jónssonar, skrifstofu- og alþm., f. 1899, d. 1969, og Katrínar Ingibergsdóttur húsmóður, f. 1908, d.2004. Benedikt og Ásdís eignuðust tvö börn. 1) Valgerður, vinnur við bókaútgáfu, f. 1965, maki Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur, f. 1960. Börn þeirra eru Gunnar og Sóley. 2) Gunnar Óskar, f. 1968, d. 1984. Benedikt lauk gagnfræðaprófi frá Núpsskóla við Dýrafjörð 1945, stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík 1945-48, við Listaháskólann í Kaupmannahöfn (Det kongelige akademi for de skønne kunster) og við teikniskóla P. Rostrup Bøyesens, listmálara á Statens museum for kunst í Kaupmannahöfn 1948-50, var við nám og listsköpun í París 1950-53, m.a. við Académie de la Grande Chaumiére, og í Madrid 1953-54, og stundaði myndfræðilegar rannsóknir við Louvre-listasafnið i París og Prado-listasafnið í Madrid. Þá lauk hann myndlistarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964. Benedikt var kennari við Myndlistarskóla Vestmannaeyja 1958-59, við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík 1960-62, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1959-68 og við Kennaraskóla Íslands,síðan Kennaraháskóla Íslands frá 1965. Hann var lektor við KHÍ frá 1977 og dósent þar frá 1998. Kenndi myndlist við Listafélag MR 1965-1966 og Listafélag VR 1985-1987. Benedikt hélt á þriðja tug einkasýninga hérlendis og eina í París, í La galerie Saint-Placide 1953. Hann tók þátt í tuttugu og þremur samsýningum víða um heim, m.a. á öllum Norðurlöndunun, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Ástralíu og fjölda samsýninga á Íslandi. Málverk eftir Benedikt eru m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Kópavogs, Listasafni ASÍ, mörgum bæjarlistasöfnum og í fjölmörgum einkasöfnum og stofnunum. Ennfremur verk í erlendum söfnum, m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Mexíkó, Kólumbíu, Danmörku, Svíþjóð og í Ben Gurion-háskólanum í Ísrael. Hann hefur gert stórar veggmyndir og steinda glugga í nokkrar opinberar byggingar hérlendis, s.s. í Grunnskólann á Hofsósi og Vík í Mýrdal, í Héraðsskólann að Skógum, Keflavíkurkirkju, Hábæjarkirkju í Þykkvabæ, Fáskrúðarbakkakirkju, Suðureyrarkirkju og í Háteigskirkju í Reykjavík. Benedikt sat í stjórn FÍM og í stjórn Norræna listbandalagsins 1958-60 og í sýningarnefnd FÍM 1965-72. Hann var prófdómari við MHÍ 1975-77. Fór til Rússlands sem fulltrúi og umsjónarmaður sýningar ungra íslenskra myndlistarmanna, á alþjóðlegri listsýningu í Moskvu 1957. Hann myndskreytti og gerði káp¬ur á fjölda bóka og tímarita, m.a. listtímaritið Birting. Benedikt var heiðurslistamaður Kópavogs 2002.
Andlát Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira