Andlát: Benedikt Gunnarsson Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2018 10:36 Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson. Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson, listmálari og dósent í myndlist við KHÍ, fæddist 14. júlí 1929 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Benedikts voru Gunnar Halldórsson verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Benediktsdóttir húsmóðir, f. 1891, d. 1982. Systkini Benedikts eru Halldór Ágúst, húsvörður, f. 1921, d. 1997; Jóhanna, húsmóðir, f. 1922; Elí, málarameistari og listmálari, f. 1923, d. 1997; Steinþór Marinó, málarameistari og listmálari, f. 1925; Veturliði, listmálari, f. 1926, d. 2004; Guðbjartur, kennari, f. 1928; Gunnar Kristinn, fyrrv. útibússtjóri og landsliðsmaður í knattspyrnu og skák, f. 1933. Hálfsystkini Benedikts, sammæðra: Anna Sólveig Veturliðadóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1980; Helga Veturliðadóttir, f. 1912, d. 1915; Jón Veturliðason matreiðslumeistari, f. 1914, d. 1999; Helga Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1941. Benedikt kvæntist 16.8. 1959 Ásdísi Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 8.6.1933, d. 13.3.2016. Hún var dóttir Óskars Jónssonar, skrifstofu- og alþm., f. 1899, d. 1969, og Katrínar Ingibergsdóttur húsmóður, f. 1908, d.2004. Benedikt og Ásdís eignuðust tvö börn. 1) Valgerður, vinnur við bókaútgáfu, f. 1965, maki Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur, f. 1960. Börn þeirra eru Gunnar og Sóley. 2) Gunnar Óskar, f. 1968, d. 1984. Benedikt lauk gagnfræðaprófi frá Núpsskóla við Dýrafjörð 1945, stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík 1945-48, við Listaháskólann í Kaupmannahöfn (Det kongelige akademi for de skønne kunster) og við teikniskóla P. Rostrup Bøyesens, listmálara á Statens museum for kunst í Kaupmannahöfn 1948-50, var við nám og listsköpun í París 1950-53, m.a. við Académie de la Grande Chaumiére, og í Madrid 1953-54, og stundaði myndfræðilegar rannsóknir við Louvre-listasafnið i París og Prado-listasafnið í Madrid. Þá lauk hann myndlistarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964. Benedikt var kennari við Myndlistarskóla Vestmannaeyja 1958-59, við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík 1960-62, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1959-68 og við Kennaraskóla Íslands,síðan Kennaraháskóla Íslands frá 1965. Hann var lektor við KHÍ frá 1977 og dósent þar frá 1998. Kenndi myndlist við Listafélag MR 1965-1966 og Listafélag VR 1985-1987. Benedikt hélt á þriðja tug einkasýninga hérlendis og eina í París, í La galerie Saint-Placide 1953. Hann tók þátt í tuttugu og þremur samsýningum víða um heim, m.a. á öllum Norðurlöndunun, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Ástralíu og fjölda samsýninga á Íslandi. Málverk eftir Benedikt eru m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Kópavogs, Listasafni ASÍ, mörgum bæjarlistasöfnum og í fjölmörgum einkasöfnum og stofnunum. Ennfremur verk í erlendum söfnum, m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Mexíkó, Kólumbíu, Danmörku, Svíþjóð og í Ben Gurion-háskólanum í Ísrael. Hann hefur gert stórar veggmyndir og steinda glugga í nokkrar opinberar byggingar hérlendis, s.s. í Grunnskólann á Hofsósi og Vík í Mýrdal, í Héraðsskólann að Skógum, Keflavíkurkirkju, Hábæjarkirkju í Þykkvabæ, Fáskrúðarbakkakirkju, Suðureyrarkirkju og í Háteigskirkju í Reykjavík. Benedikt sat í stjórn FÍM og í stjórn Norræna listbandalagsins 1958-60 og í sýningarnefnd FÍM 1965-72. Hann var prófdómari við MHÍ 1975-77. Fór til Rússlands sem fulltrúi og umsjónarmaður sýningar ungra íslenskra myndlistarmanna, á alþjóðlegri listsýningu í Moskvu 1957. Hann myndskreytti og gerði káp¬ur á fjölda bóka og tímarita, m.a. listtímaritið Birting. Benedikt var heiðurslistamaður Kópavogs 2002. Andlát Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Benedikt Gabríel Valgarður Gunnarsson, listmálari og dósent í myndlist við KHÍ, fæddist 14. júlí 1929 á Suðureyri við Súgandafjörð. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 22. nóvember síðastliðinn. Foreldrar Benedikts voru Gunnar Halldórsson verkamaður, f. 1898, d. 1964, og Sigrún Benediktsdóttir húsmóðir, f. 1891, d. 1982. Systkini Benedikts eru Halldór Ágúst, húsvörður, f. 1921, d. 1997; Jóhanna, húsmóðir, f. 1922; Elí, málarameistari og listmálari, f. 1923, d. 1997; Steinþór Marinó, málarameistari og listmálari, f. 1925; Veturliði, listmálari, f. 1926, d. 2004; Guðbjartur, kennari, f. 1928; Gunnar Kristinn, fyrrv. útibússtjóri og landsliðsmaður í knattspyrnu og skák, f. 1933. Hálfsystkini Benedikts, sammæðra: Anna Sólveig Veturliðadóttir húsmóðir, f. 1911, d. 1980; Helga Veturliðadóttir, f. 1912, d. 1915; Jón Veturliðason matreiðslumeistari, f. 1914, d. 1999; Helga Jóhannesdóttir húsmóðir, f. 1915, d. 1941. Benedikt kvæntist 16.8. 1959 Ásdísi Óskarsdóttur hjúkrunarfræðingi, f. 8.6.1933, d. 13.3.2016. Hún var dóttir Óskars Jónssonar, skrifstofu- og alþm., f. 1899, d. 1969, og Katrínar Ingibergsdóttur húsmóður, f. 1908, d.2004. Benedikt og Ásdís eignuðust tvö börn. 1) Valgerður, vinnur við bókaútgáfu, f. 1965, maki Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur, f. 1960. Börn þeirra eru Gunnar og Sóley. 2) Gunnar Óskar, f. 1968, d. 1984. Benedikt lauk gagnfræðaprófi frá Núpsskóla við Dýrafjörð 1945, stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík 1945-48, við Listaháskólann í Kaupmannahöfn (Det kongelige akademi for de skønne kunster) og við teikniskóla P. Rostrup Bøyesens, listmálara á Statens museum for kunst í Kaupmannahöfn 1948-50, var við nám og listsköpun í París 1950-53, m.a. við Académie de la Grande Chaumiére, og í Madrid 1953-54, og stundaði myndfræðilegar rannsóknir við Louvre-listasafnið i París og Prado-listasafnið í Madrid. Þá lauk hann myndlistarkennaraprófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1964. Benedikt var kennari við Myndlistarskóla Vestmannaeyja 1958-59, við Gagnfræðaskólann við Lindargötu í Reykjavík 1960-62, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1959-68 og við Kennaraskóla Íslands,síðan Kennaraháskóla Íslands frá 1965. Hann var lektor við KHÍ frá 1977 og dósent þar frá 1998. Kenndi myndlist við Listafélag MR 1965-1966 og Listafélag VR 1985-1987. Benedikt hélt á þriðja tug einkasýninga hérlendis og eina í París, í La galerie Saint-Placide 1953. Hann tók þátt í tuttugu og þremur samsýningum víða um heim, m.a. á öllum Norðurlöndunun, Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu, Rússlandi, Kanada, Bandaríkjunum, Bretlandi og í Ástralíu og fjölda samsýninga á Íslandi. Málverk eftir Benedikt eru m.a. í Listasafni Íslands, Listasafni Kópavogs, Listasafni ASÍ, mörgum bæjarlistasöfnum og í fjölmörgum einkasöfnum og stofnunum. Ennfremur verk í erlendum söfnum, m.a. í Kanada, Bandaríkjunum, Sviss, Þýskalandi, Mexíkó, Kólumbíu, Danmörku, Svíþjóð og í Ben Gurion-háskólanum í Ísrael. Hann hefur gert stórar veggmyndir og steinda glugga í nokkrar opinberar byggingar hérlendis, s.s. í Grunnskólann á Hofsósi og Vík í Mýrdal, í Héraðsskólann að Skógum, Keflavíkurkirkju, Hábæjarkirkju í Þykkvabæ, Fáskrúðarbakkakirkju, Suðureyrarkirkju og í Háteigskirkju í Reykjavík. Benedikt sat í stjórn FÍM og í stjórn Norræna listbandalagsins 1958-60 og í sýningarnefnd FÍM 1965-72. Hann var prófdómari við MHÍ 1975-77. Fór til Rússlands sem fulltrúi og umsjónarmaður sýningar ungra íslenskra myndlistarmanna, á alþjóðlegri listsýningu í Moskvu 1957. Hann myndskreytti og gerði káp¬ur á fjölda bóka og tímarita, m.a. listtímaritið Birting. Benedikt var heiðurslistamaður Kópavogs 2002.
Andlát Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira