Casillas: Ég hefði átt að standa upp í hárinu á Mourinho Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. nóvember 2018 11:00 Casillas og Mourinho. vísir/getty Markvörðurinn Iker Casillas á ekki góðar minningar frá þeim tíma er Jose Mourinho var þjálfari Real Madrid. Samband þeirra var slæmt og Mourinho henti honum á bekkinn. Mourinho var þjálfari Real frá 2010 til 2013. Á þeim tíma vann Real spænsku deildina einu sinni og spænska bikarinn sömuleiðis einu sinni. Tímabilið 2011-2012 var einstaklega gott enda varð Real spænskur meistari þá. Liðið fékk 100 stig í deildinni og skoraði 121 mark. Samt var ekki eintóm gleði með portúgalska þjálfarann í borginni. Mörgum stuðningsmönnum félagsins sárnaði að Mourinho skildi henda Casillas á bekkinn fyrir Diego Lopez. Portúgalinn er sagður hafa gert þar sem hann var óánægður með hversu náinn Casillas var leikmönnum Barcelona sem spiluðu með honum hjá spænska landsliðinu. Svo komu líka fréttir um óróa innan herbúða félagsins. Að Mourinho væri að deila við ýmsa lykilmenn. Casillas var grunaður um þann leka. „Hann átti að koma okkur fram fyrir Barcelona en hann bjó til mikla spennu hjá félaginu. Mér fannst hann líka ganga of langt gagnvart mér,“ sagði Casillas. „Þriðja árið var alls ekki gott og mikil spenna í samböndum margra einstaklinga. Þetta var ekki gott fyrir hann, mig eða félagið. Ef þetta myndi gerast aftur myndi ég láta í mér heyra og standa upp í hárinu á honum. „Ég tók þá ákvörðun að halda kjafti á sínum tíma. Það gerði ég af virðingu við gildi félagsins. Það hefur enginn enn viljað tala um þennan tíma Mourinho og kannski er betra að sleppa því bara alveg.“ Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Markvörðurinn Iker Casillas á ekki góðar minningar frá þeim tíma er Jose Mourinho var þjálfari Real Madrid. Samband þeirra var slæmt og Mourinho henti honum á bekkinn. Mourinho var þjálfari Real frá 2010 til 2013. Á þeim tíma vann Real spænsku deildina einu sinni og spænska bikarinn sömuleiðis einu sinni. Tímabilið 2011-2012 var einstaklega gott enda varð Real spænskur meistari þá. Liðið fékk 100 stig í deildinni og skoraði 121 mark. Samt var ekki eintóm gleði með portúgalska þjálfarann í borginni. Mörgum stuðningsmönnum félagsins sárnaði að Mourinho skildi henda Casillas á bekkinn fyrir Diego Lopez. Portúgalinn er sagður hafa gert þar sem hann var óánægður með hversu náinn Casillas var leikmönnum Barcelona sem spiluðu með honum hjá spænska landsliðinu. Svo komu líka fréttir um óróa innan herbúða félagsins. Að Mourinho væri að deila við ýmsa lykilmenn. Casillas var grunaður um þann leka. „Hann átti að koma okkur fram fyrir Barcelona en hann bjó til mikla spennu hjá félaginu. Mér fannst hann líka ganga of langt gagnvart mér,“ sagði Casillas. „Þriðja árið var alls ekki gott og mikil spenna í samböndum margra einstaklinga. Þetta var ekki gott fyrir hann, mig eða félagið. Ef þetta myndi gerast aftur myndi ég láta í mér heyra og standa upp í hárinu á honum. „Ég tók þá ákvörðun að halda kjafti á sínum tíma. Það gerði ég af virðingu við gildi félagsins. Það hefur enginn enn viljað tala um þennan tíma Mourinho og kannski er betra að sleppa því bara alveg.“
Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira