Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. nóvember 2018 07:00 Donald Trump er hann ræddi við hermenn í síma í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú að loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó um óákveðinn tíma ef ríkisstjórn hans kemst að þeirri niðurstöðu að mexíkóska ríkisstjórnin hafi „misst alla stjórn“. Forsetinn vísaði sérstaklega til ástandsins í mexíkósku landamæraborginni Tijuana. Þangað er stór hluti hinnar svokölluðu flóttamannalestar, sem Trump ræddi mikið um í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Hann sagði ástandið þar nú „afar slæmt“ og sagði samkvæmt fréttaveitu AP: „Ef við komumst að því að það er ekki hægt að hafa stjórn á ástandinu þarna þá munum við loka fyrir allan aðgang að Bandaríkjunum þar til hægt er að hafa stjórn á svæðinu á ný. Loka öllum landamærunum.“ Hundruð íbúa Tijuana hafa mótmælt komu flóttafólksins að undanförnu. Í vikunni var greint frá því að um 3.000 flóttamenn væru komnir til borgarinnar og að mótmælendur hefðu heyrst hrópa: „Út, út, út! Við viljum ykkur ekki í Tijuana.“ Trump fyrirskipaði í aðdraganda kosninganna fyrr í mánuðinum að senda skyldi þúsundir hermanna að landamærunum til þess að tryggja öryggi þar. Frá því að þeir komu að landamærunum hafa hermennirnir lítið haft að gera. Í viðtölum við Vice um miðjan mánuð sögðu hermenn að þeir hefðu verið að koma upp gaddavír en lítið annað gert. Aukinheldur sagði Trump í gær að ef nauðsyn krefur mættu hermenn beita banvænum vopnum gegn þeim sem reyna að komast yfir landamærin. „Ég vona að hermennirnir þurfi þess ekki. En ég á ekki annarra kosta völ. Við erum að fást við afar harðsvírað fólk.“ Alríkisdómari sagði á þriðjudag að Trump mætti ekki neita öllum sem fara yfir landamærin ólöglega um hæli. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað. Forsetinn sagði í tísti í gær að það væri ekki hlutverk dómara að reyna að setja lög um öryggismál og landamærin, né nokkuð annað. „Þeir vita ekkert um þetta og draga úr öryggi. Okkar frábæra löggæslufólk VERÐUR AÐ FÁ AÐ VINNA VINNUNA SÍNA. Ef það má ekki hættum við á glundroða, meiðslum og dauða.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Ameríka Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar nú að loka landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó um óákveðinn tíma ef ríkisstjórn hans kemst að þeirri niðurstöðu að mexíkóska ríkisstjórnin hafi „misst alla stjórn“. Forsetinn vísaði sérstaklega til ástandsins í mexíkósku landamæraborginni Tijuana. Þangað er stór hluti hinnar svokölluðu flóttamannalestar, sem Trump ræddi mikið um í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga sem fram fóru fyrr í mánuðinum. Hann sagði ástandið þar nú „afar slæmt“ og sagði samkvæmt fréttaveitu AP: „Ef við komumst að því að það er ekki hægt að hafa stjórn á ástandinu þarna þá munum við loka fyrir allan aðgang að Bandaríkjunum þar til hægt er að hafa stjórn á svæðinu á ný. Loka öllum landamærunum.“ Hundruð íbúa Tijuana hafa mótmælt komu flóttafólksins að undanförnu. Í vikunni var greint frá því að um 3.000 flóttamenn væru komnir til borgarinnar og að mótmælendur hefðu heyrst hrópa: „Út, út, út! Við viljum ykkur ekki í Tijuana.“ Trump fyrirskipaði í aðdraganda kosninganna fyrr í mánuðinum að senda skyldi þúsundir hermanna að landamærunum til þess að tryggja öryggi þar. Frá því að þeir komu að landamærunum hafa hermennirnir lítið haft að gera. Í viðtölum við Vice um miðjan mánuð sögðu hermenn að þeir hefðu verið að koma upp gaddavír en lítið annað gert. Aukinheldur sagði Trump í gær að ef nauðsyn krefur mættu hermenn beita banvænum vopnum gegn þeim sem reyna að komast yfir landamærin. „Ég vona að hermennirnir þurfi þess ekki. En ég á ekki annarra kosta völ. Við erum að fást við afar harðsvírað fólk.“ Alríkisdómari sagði á þriðjudag að Trump mætti ekki neita öllum sem fara yfir landamærin ólöglega um hæli. Úrskurðinum hefur verið áfrýjað. Forsetinn sagði í tísti í gær að það væri ekki hlutverk dómara að reyna að setja lög um öryggismál og landamærin, né nokkuð annað. „Þeir vita ekkert um þetta og draga úr öryggi. Okkar frábæra löggæslufólk VERÐUR AÐ FÁ AÐ VINNA VINNUNA SÍNA. Ef það má ekki hættum við á glundroða, meiðslum og dauða.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Mið-Ameríka Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Sjá meira