Sport

Rúm þrjátíu ár síðan Tyson varð yngsti heimsmeistari sögunnar | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tyson þjarmar hér að Berbick í bardaganum.
Tyson þjarmar hér að Berbick í bardaganum. vísir/getty
Þann 22. nóvember árið 1986 gerði Mike Tyson sér lítið fyrir og varð heimsmeistari í þungavigt á sannfærandi máta.

Tyson rotaði þá heimsmeistarann Trevor Berbick í annarri lotu. Tyson var þá aðeins 20 ára, fjögurra mánaða og 22 daga gamall. Yngsti þungavigtarmeistarinn frá upphafi.

Yfirburðir Tyson í bardaganum voru miklir og hann náði að kýla Berbick niður strax í fyrstu lotu. Berbick gerði lítið annað en að reyna að lifa af eins lengi og hann gæti.

Bardaginn fór fram á Hilton-hótelinu í Las Vegas og bardaginn var auglýstur undir slagorðinu Dómsdagur.



Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×