Hann rotaði þá andstæðing sinn, Zak Edwards, í bardaga hjá Almighty Fighting bardagasambandinu. Flott rothögg og frammistaða.
Culshaw var eðlilega æstur og fagnaði eins og flestir með því að stökkva upp á búrið.
Lendingin ofan í búrinu eftir fagnið misheppnaðist algjörlega því það kom slinkur á hnéð. Hnéskelinn fór úr lið og hann sleit allt í hnénu. Það sem meira er þá meiddi hann sig líka á hinu hnénu.
Sjá má þetta ótrúlega atvik hér að neðan. Það er líka ótrúlegt er lýsandinn kafnar úr hlátri yfir því að Culshaw hafi slátrað hnénu á sér.