May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 09:00 Theresa May í fyrirspurnatíma á breska þinginu í gær. Nordicphotos/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ferðaðist til Brussel, höfuðborgar Belgíu, í gær til þess að reyna að klára gerð yfirlýsingar um framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta. Yfirlýsingin á að vera um tuttugu blaðsíðna pólitískt skjal, samkvæmt Reuters, og hugsað til þess að fylgja með um 600 síðna samningi um framtíðarsambandið. Þá mun May einnig reyna að klára gerð samningsins sjálfs. „Við munum halda áfram samningaviðræðum um þetta framtíðarsamband til að tryggja að við náum samningi sem við teljum sem bestan fyrir Bretland,“ sagði May á þingi áður en hún lagði af stað. Bretar eiga að ganga út úr sambandinu næsta haust en það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Samkvæmt Reuters leitaðist hún sérstaklega við að tryggja skuldbindingar í von um að lægja öldurnar heima fyrir. Harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokks May hafa sagst ósáttir við drög að samningi sem birt voru í síðustu viku og reynt að knýja fram vantraustsatkvæðagreiðslu og nýtt leiðtogaval. Þá hafa þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, sem verja ríkisstjórn May vantrausti, einnig greint frá óánægju sinni. Sú óánægja stafar af því að Norður-Írland þarf áfram að hlýða reglum tollabandalags og innri markaðar ESB til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Norður-Írland, annað en aðrir hlutar Bretlands. Samflokksmenn May á þingi hafa hvatt hana til þess að reyna að semja um nýtt samkomulag vegna þessarar óánægju. Andrew Rosindell, einn harðra Brexit-sinna, spurði í fyrirspurnartíma á þingi í gær hvort May myndi geta hugsað sér að endurskoða afstöðu sína. Manfred Weber, leiðtogi EPP á Evrópuþinginu, sagði á dögunum að samningurinn væri sanngjarn. Þá sagði hann að samningurinn yrði ekki endurskoðaður. Boltinn væri nú hjá Bretlandi og breska þingið ætti næsta leik. Ekki er ljóst hvort breska þingið samþykki samninginn. Stór hluti Íhaldsflokksins, sem er í minnihlutastjórn, er til að mynda andvígur honum. Enn á þó eftir að semja um nokkur atriði. Til að mynda rétt evrópskra skipa til veiða í breskri landhelgi, aðkomu Breta að innri markaði ESB og um stöðu bresku hólmlendunnar Gíbraltar. Þar af leiðir að vafi er um hvort fyrirhugaður fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem fram á að fara á sunnudaginn, fari fram. Samkvæmt Bloomberg hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, til dæmis lýst því yfir að hún muni ekki sækja fundinn nema hún geti skrifað undir fullkláraðan samning. Belgía Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00 Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ferðaðist til Brussel, höfuðborgar Belgíu, í gær til þess að reyna að klára gerð yfirlýsingar um framtíðarsamband Bretlands og Evrópusambandsins eftir útgöngu Breta. Yfirlýsingin á að vera um tuttugu blaðsíðna pólitískt skjal, samkvæmt Reuters, og hugsað til þess að fylgja með um 600 síðna samningi um framtíðarsambandið. Þá mun May einnig reyna að klára gerð samningsins sjálfs. „Við munum halda áfram samningaviðræðum um þetta framtíðarsamband til að tryggja að við náum samningi sem við teljum sem bestan fyrir Bretland,“ sagði May á þingi áður en hún lagði af stað. Bretar eiga að ganga út úr sambandinu næsta haust en það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2016. Samkvæmt Reuters leitaðist hún sérstaklega við að tryggja skuldbindingar í von um að lægja öldurnar heima fyrir. Harðir Brexit-sinnar innan Íhaldsflokks May hafa sagst ósáttir við drög að samningi sem birt voru í síðustu viku og reynt að knýja fram vantraustsatkvæðagreiðslu og nýtt leiðtogaval. Þá hafa þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi, sem verja ríkisstjórn May vantrausti, einnig greint frá óánægju sinni. Sú óánægja stafar af því að Norður-Írland þarf áfram að hlýða reglum tollabandalags og innri markaðar ESB til að fyrirbyggja sýnileg landamæri við Norður-Írland, annað en aðrir hlutar Bretlands. Samflokksmenn May á þingi hafa hvatt hana til þess að reyna að semja um nýtt samkomulag vegna þessarar óánægju. Andrew Rosindell, einn harðra Brexit-sinna, spurði í fyrirspurnartíma á þingi í gær hvort May myndi geta hugsað sér að endurskoða afstöðu sína. Manfred Weber, leiðtogi EPP á Evrópuþinginu, sagði á dögunum að samningurinn væri sanngjarn. Þá sagði hann að samningurinn yrði ekki endurskoðaður. Boltinn væri nú hjá Bretlandi og breska þingið ætti næsta leik. Ekki er ljóst hvort breska þingið samþykki samninginn. Stór hluti Íhaldsflokksins, sem er í minnihlutastjórn, er til að mynda andvígur honum. Enn á þó eftir að semja um nokkur atriði. Til að mynda rétt evrópskra skipa til veiða í breskri landhelgi, aðkomu Breta að innri markaði ESB og um stöðu bresku hólmlendunnar Gíbraltar. Þar af leiðir að vafi er um hvort fyrirhugaður fundur leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sem fram á að fara á sunnudaginn, fari fram. Samkvæmt Bloomberg hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, til dæmis lýst því yfir að hún muni ekki sækja fundinn nema hún geti skrifað undir fullkláraðan samning.
Belgía Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00 Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00 Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sjá meira
Fulltrúi ESB segist sáttur við samkomulagið Drögin sem samninganefndir Bretlands og ESB hafa samþykkt um framtíðarsamband eftir Brexit eru sanngjörn og góð. 20. nóvember 2018 07:00
Máttinn dregur úr uppreisn gegn Theresu May Ekki nógu margir vilja að vantrausti verði lýst yfir á Theresu May. 20. nóvember 2018 19:00
Erfið vika framundan hjá May May hefur átt undir högg að sækja eftir að hún tilkynnti drög að Brexit-samningi sem snýr að úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 18. nóvember 2018 23:30