„Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 13:22 Verslanir Elko eru meðal þeirra sem tekið hafa hinum svokallaða Svarta föstudegi fagnandi. Vísir/vilhelm Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að kaupa ekki óþarfa. Margar vörur frá fjarlægum heimshornum hljóti þau sorglegu örlög að enda í íslenskum ruslafötum, með tilheyrandi kostnaði fyrir náttúru og samfélag. Breki Karlsson, nýr formaður Neytendasamtakanna, ræddi við stjórnendur Bítisins í morgun um neytendamál. Talið barst að hinum svokallaða „Svarta föstudegi,“ sem kaupmenn landsins auglýsa nú af miklum móð. Dagurinn - og í raun öll vikan fram að honum - einkennist af margvíslegum tilboðum sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum við upphaf jólakaupavertíðarinnar. Breki segir mikilvægt að láta ekki platast af gylliboðum og um leið að passa að ekki sé keypt af óþörfu „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki,“ segir Breki - þó svo að það sé ódýrt. Það sé þannig rangur hugsunarháttur að mati Breka að telja sig vera að græða þegar keypt er mikið á hagstæðu verði. „Við eyðum og eyðum og eyðum til þess eins að græða - ég er ekki alveg að kaupa það.“Sótsporað beint í ruslið Að sama skapi þurfi að hafa í huga að „allt sem við kaupum skilur eftir sig spor. Ekki endilega sjáanlegt eða bara í veskinu,“ segir Breki. Vísar hann þar til þess að mikið af þeim vörum sem stillt er upp fyrir jólin hafa verið fluttar langar vegalengdir frá útlöndum. Því fylgi óneitanlega umtalsverð umhverfisáhrif. „Það er mjög sorglegt ef við kaupum einhverja vöru frá fjarlægum heimsálfum sem að fer yfir hálfan hnöttinn, með tilheyrandi sótspori, og endar síðan í ruslinu heima.“ Breki leggur því til að setja ekki óþarfa undir jólatréð. „Gefum frekar einhverjar upplifanir eða eitthvað sem gleður og kaupum bara það sem við þurfum,“ segir Breki. Heyra má spjall Bítismanna við Breka í spilaranum hér að ofan. Þar ber ýmislegt á góma; til að mynda víðtæk starfsemi Neytendasamtakanna, sambærileg samtök á Norðurlöndum, Isavia og gjaldtaka á bílastæðum í Hörpu. Neytendur Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Nú þegar verslanir landsins bjóða upp á margvísleg tilboð í aðdraganda jólanna telur formaður Neytendasamtakanna mikilvægt að hafa í huga að kaupa ekki óþarfa. Margar vörur frá fjarlægum heimshornum hljóti þau sorglegu örlög að enda í íslenskum ruslafötum, með tilheyrandi kostnaði fyrir náttúru og samfélag. Breki Karlsson, nýr formaður Neytendasamtakanna, ræddi við stjórnendur Bítisins í morgun um neytendamál. Talið barst að hinum svokallaða „Svarta föstudegi,“ sem kaupmenn landsins auglýsa nú af miklum móð. Dagurinn - og í raun öll vikan fram að honum - einkennist af margvíslegum tilboðum sem verslanir bjóða viðskiptavinum sínum við upphaf jólakaupavertíðarinnar. Breki segir mikilvægt að láta ekki platast af gylliboðum og um leið að passa að ekki sé keypt af óþörfu „Ekki láta plata okkur í að kaupa eitthvað sem við þurfum ekki,“ segir Breki - þó svo að það sé ódýrt. Það sé þannig rangur hugsunarháttur að mati Breka að telja sig vera að græða þegar keypt er mikið á hagstæðu verði. „Við eyðum og eyðum og eyðum til þess eins að græða - ég er ekki alveg að kaupa það.“Sótsporað beint í ruslið Að sama skapi þurfi að hafa í huga að „allt sem við kaupum skilur eftir sig spor. Ekki endilega sjáanlegt eða bara í veskinu,“ segir Breki. Vísar hann þar til þess að mikið af þeim vörum sem stillt er upp fyrir jólin hafa verið fluttar langar vegalengdir frá útlöndum. Því fylgi óneitanlega umtalsverð umhverfisáhrif. „Það er mjög sorglegt ef við kaupum einhverja vöru frá fjarlægum heimsálfum sem að fer yfir hálfan hnöttinn, með tilheyrandi sótspori, og endar síðan í ruslinu heima.“ Breki leggur því til að setja ekki óþarfa undir jólatréð. „Gefum frekar einhverjar upplifanir eða eitthvað sem gleður og kaupum bara það sem við þurfum,“ segir Breki. Heyra má spjall Bítismanna við Breka í spilaranum hér að ofan. Þar ber ýmislegt á góma; til að mynda víðtæk starfsemi Neytendasamtakanna, sambærileg samtök á Norðurlöndum, Isavia og gjaldtaka á bílastæðum í Hörpu.
Neytendur Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent