„Heilaþvottur“ Lagerbäck virkar líka á Norðmenn: Besta árið í 89 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 15:30 Lars Lagerbäck talar við sína menn í norska landsliðinu. Vísir/Getty Lars Lagerbäck veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að byggja upp og endurbæta knattspyrnulandslið. Hann er að upplifa annað ævintýri með norska landsliðinu nokkrum árum eftir að hann breytti örlögum íslenska knattspyrnulandsliðsins. Norska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar með 2-0 sigur á móti Kýpur í lokaleiknum. Í fyrsta sinn frá árinu eiga Norðmenn raunhæfa og góða möguleika á að tryggja sig inn á stórmót. Árið 2018 er um leið sögulegt fyrir Lars Lagerbäck og strákana hans. Hann er að skrifa nýja sögu með norska landsliðinu alveg eins og hann gerði með það íslenska. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum ársins og þetta er besta sigurhlutfall norska landsliðsins í 89 ár. 80 prósent sigurhlutfall og 2,5 stig að meðaltali í leik. Glæsileg tölfræði. Leikmenn norska landsliðsins hafa líka keppst við að hrósa landsliðsþjálfaranum sínum. „Allt breyttist þegar Lars kom inn. Það hafa farið fram margir fundir og auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma. Við erum að horfa á myndbönd af því sem er verið að tala um. Við tókum stórt skref á árinu 2018,“ sagði markvörðurinn Rune Jarstein við VG. Tarik Elyounoussi lýsir þjálfaraaðferðum Lars Lagerbäck sem einskonan heilaþvotti. „Þetta skilar árangri. Þetta er mjög einfalt. Hann hefur stuttar skipanir en endurtekur þær aftur og aftur. Þetta er mjög leiðinlegt en þetta verður að koma fram. Hann er mjög skýr,“ sagði Tarik Elyounoussi. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að Lars Lagerbäck sýni hógværð. „Þetta er verðskuldað hjá leikmönnunum. Það eru allir í liðinu á bak við þetta. Við náðum þessu með frábærum leikmönnum,“ sagði Lars Lagerbäck.Leikir Norska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2018: 4-1 sigur á Ástralíu 1-0 sigur á Albaníu (útileikur) 3-2 sigur á Íslandi (útileikur) 1-0 sigur á Panama 2-0 sigur á Kýpur 1-0 tap fyrir Búlgaríu (útileikur) 1-0 sigur á Slóveníu 1-0 sigur á Búlgaríu 1-1 jafntefli við Slóveníu (útileikur) 2-0 sigur á Kýpur (útileikur) Þjóðadeild UEFA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Enski boltinn Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Fleiri fréttir Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjá meira
Lars Lagerbäck veit svo sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að byggja upp og endurbæta knattspyrnulandslið. Hann er að upplifa annað ævintýri með norska landsliðinu nokkrum árum eftir að hann breytti örlögum íslenska knattspyrnulandsliðsins. Norska knattspyrnulandsliðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum C-deildar Þjóðadeildarinnar með 2-0 sigur á móti Kýpur í lokaleiknum. Í fyrsta sinn frá árinu eiga Norðmenn raunhæfa og góða möguleika á að tryggja sig inn á stórmót. Árið 2018 er um leið sögulegt fyrir Lars Lagerbäck og strákana hans. Hann er að skrifa nýja sögu með norska landsliðinu alveg eins og hann gerði með það íslenska. Norska landsliðið vann 8 af 10 leikjum ársins og þetta er besta sigurhlutfall norska landsliðsins í 89 ár. 80 prósent sigurhlutfall og 2,5 stig að meðaltali í leik. Glæsileg tölfræði. Leikmenn norska landsliðsins hafa líka keppst við að hrósa landsliðsþjálfaranum sínum. „Allt breyttist þegar Lars kom inn. Það hafa farið fram margir fundir og auðvitað hefur þetta tekið sinn tíma. Við erum að horfa á myndbönd af því sem er verið að tala um. Við tókum stórt skref á árinu 2018,“ sagði markvörðurinn Rune Jarstein við VG. Tarik Elyounoussi lýsir þjálfaraaðferðum Lars Lagerbäck sem einskonan heilaþvotti. „Þetta skilar árangri. Þetta er mjög einfalt. Hann hefur stuttar skipanir en endurtekur þær aftur og aftur. Þetta er mjög leiðinlegt en þetta verður að koma fram. Hann er mjög skýr,“ sagði Tarik Elyounoussi. Það þarf ekki að koma okkur Íslendingum mikið á óvart að Lars Lagerbäck sýni hógværð. „Þetta er verðskuldað hjá leikmönnunum. Það eru allir í liðinu á bak við þetta. Við náðum þessu með frábærum leikmönnum,“ sagði Lars Lagerbäck.Leikir Norska karlalandsliðsins í knattspyrnu á árinu 2018: 4-1 sigur á Ástralíu 1-0 sigur á Albaníu (útileikur) 3-2 sigur á Íslandi (útileikur) 1-0 sigur á Panama 2-0 sigur á Kýpur 1-0 tap fyrir Búlgaríu (útileikur) 1-0 sigur á Slóveníu 1-0 sigur á Búlgaríu 1-1 jafntefli við Slóveníu (útileikur) 2-0 sigur á Kýpur (útileikur)
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Körfubolti Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Enski boltinn Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Körfubolti Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti Fleiri fréttir Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Í beinni: Tottenham - Bournemouth | Gestirnir sækja í átt að Evrópu Í beinni: Chelsea - Leicester | Maresca-slagurinn Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Þórir Jóhann lagði upp í súru tapi gegn AC Milan „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjaldséð tækifæri Sveindísar og Ingibjörg í undanúrslit Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Heimir vill Keane meira en alla aðra í sitt landslið Ronaldo skaut á aðdáanda: Þú ert ljótur og ekkert líkur mér Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Þróttarvöllur hýsir A-landsleiki kvenna í apríl Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sjá meira