Spáir breytingum á rekstri Icelandair og WOW Air Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2018 12:16 Þegar tilkynnt var um kaup Icelandair á WOW kom fram að til stæði að reka félögin áfram með sama sniði. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í málefnum alþjóðaflugs á Íslandi sér ekki fyrir sér að Icelandair og WOW AIR verði rekin áfram með sama sniði til framtíðar. Annað hvort renni félögin bæði inn í eitt rekstrarumhverfi eða breytingar verði gerðar á áherslum í rekstri Icelandair. Klukkan hálf tólf hófst hádegisfundur á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð í Reykjavik þar sem fjallað er um „Nýtt landslag í flugi“ eftir kaup Icelandair á WOW Air. Einnig er rætt um rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu í landinu.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.isKristján Sigurjónsson ritstjóri ferðasíðunnar Túristi.is flytur erindi á fundinum en hann sér ekki að Icelandair og WOW Air verði rekin með óbreyttu sniði til framtíðar. „Ef maður lítur yfir sviðið og flugfélög í Evrópu er Icelandair oft jafnvel flokkað sem lággjaldaflugfélag, í Bandaríkjunum líka. Það er erfitt að sjá hvernig þessháttar flugfélag eigi að reka til hliðar við annað lággjalda flugfélag,“ segir Kristján. Það geri Lufthansa til dæmis ekki með rekstri Euro Wings þar sem Lufthansa sjálft leggi ofuráherslu á viðskiptaferðalanga. Það geri British Airways líka þótt félagið eigi einnig lággjalda arm. „Icelandair er ekki í dag í þeirri stöðu sem Lufthansa eða British Airways eru. Það sést til dæmis á því hvernig farþegarými Icelandair er skipulagt. Það eru mjög fá sæti á þessum fyrstu farrýmum. Þetta eru þeir farþegar sem eru verðmætastir fyrir stóru flugfélögin. En Icelandair hefur fyrst og fremst verið að eltast við fólk á leið í frí í fluginu milli Evrópu og norður Ameríku. Þetta er þessi lággjaldahópur,“ segir Kristján. Það sé líka erfitt að sjá fyrir sér að tvö íslensk lággjaldaflugfélög geti verið með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli. Annað hvort renni félögin bæði saman inn í eitt rekstrarumhverfi eða Icelandair fari að haga sér eins og stóru flugfélögin í Evrópu með meiri áherslu á viðskiptaferðalanga og dýrari sæti. „Þá þarf líka Keflavíkurflugvöllur að taka sér tak. Því stundvísi Keflavíkurflugvallar í sumar var afleit í samanburði við það sem við sjáum t.d. á Kastrup í Kaupmannahöfn og í Helsinki. Þannig að ef Keflavíkurflugvöllur á að vera miðstöð fyrir flug sem er mjög skilvirkt þarf að bæta stöðuna þar verulega,“ segir ritstjóri Túrista.is . En vonandi verði þessi samruni íslensku áætlanaflugi til framdráttar. Íslendingar eigi mikið undir því að hér á landi sé sterkur flugrekandi því í dag séu 70 til 80 prósent ferða frá landinu á vegum íslensku félaganna tveggja. „Við verðum að treysta á það að sameiginlegt félag verði það sterkt að það geti haldið uppi blómlegum samgöngum til og frá landinu um ókomna framtíð. Því þótt erlendu flugfélögin séu vissulega fleiri en þau voru áður þá eru í raun mjög fá og ferðir þeirra ekki mjög tíðar,“ segir Kristján Sigurjónsson. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum alþjóðaflugs á Íslandi sér ekki fyrir sér að Icelandair og WOW AIR verði rekin áfram með sama sniði til framtíðar. Annað hvort renni félögin bæði inn í eitt rekstrarumhverfi eða breytingar verði gerðar á áherslum í rekstri Icelandair. Klukkan hálf tólf hófst hádegisfundur á vegum Ferðaklasans og Félags viðskipta- og hagfræðinga í húsnæði Ferðaklasans á Fiskislóð í Reykjavik þar sem fjallað er um „Nýtt landslag í flugi“ eftir kaup Icelandair á WOW Air. Einnig er rætt um rekstrarhorfur flugs og ferðaþjónustu í landinu.Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.isKristján Sigurjónsson ritstjóri ferðasíðunnar Túristi.is flytur erindi á fundinum en hann sér ekki að Icelandair og WOW Air verði rekin með óbreyttu sniði til framtíðar. „Ef maður lítur yfir sviðið og flugfélög í Evrópu er Icelandair oft jafnvel flokkað sem lággjaldaflugfélag, í Bandaríkjunum líka. Það er erfitt að sjá hvernig þessháttar flugfélag eigi að reka til hliðar við annað lággjalda flugfélag,“ segir Kristján. Það geri Lufthansa til dæmis ekki með rekstri Euro Wings þar sem Lufthansa sjálft leggi ofuráherslu á viðskiptaferðalanga. Það geri British Airways líka þótt félagið eigi einnig lággjalda arm. „Icelandair er ekki í dag í þeirri stöðu sem Lufthansa eða British Airways eru. Það sést til dæmis á því hvernig farþegarými Icelandair er skipulagt. Það eru mjög fá sæti á þessum fyrstu farrýmum. Þetta eru þeir farþegar sem eru verðmætastir fyrir stóru flugfélögin. En Icelandair hefur fyrst og fremst verið að eltast við fólk á leið í frí í fluginu milli Evrópu og norður Ameríku. Þetta er þessi lággjaldahópur,“ segir Kristján. Það sé líka erfitt að sjá fyrir sér að tvö íslensk lággjaldaflugfélög geti verið með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli. Annað hvort renni félögin bæði saman inn í eitt rekstrarumhverfi eða Icelandair fari að haga sér eins og stóru flugfélögin í Evrópu með meiri áherslu á viðskiptaferðalanga og dýrari sæti. „Þá þarf líka Keflavíkurflugvöllur að taka sér tak. Því stundvísi Keflavíkurflugvallar í sumar var afleit í samanburði við það sem við sjáum t.d. á Kastrup í Kaupmannahöfn og í Helsinki. Þannig að ef Keflavíkurflugvöllur á að vera miðstöð fyrir flug sem er mjög skilvirkt þarf að bæta stöðuna þar verulega,“ segir ritstjóri Túrista.is . En vonandi verði þessi samruni íslensku áætlanaflugi til framdráttar. Íslendingar eigi mikið undir því að hér á landi sé sterkur flugrekandi því í dag séu 70 til 80 prósent ferða frá landinu á vegum íslensku félaganna tveggja. „Við verðum að treysta á það að sameiginlegt félag verði það sterkt að það geti haldið uppi blómlegum samgöngum til og frá landinu um ókomna framtíð. Því þótt erlendu flugfélögin séu vissulega fleiri en þau voru áður þá eru í raun mjög fá og ferðir þeirra ekki mjög tíðar,“ segir Kristján Sigurjónsson.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent