Abcde, sem er borið fram Ab-city, var að ferðast með móður sinni frá Santa Ana í Kaliforníu til El Paso í Texas þegar starfsmaður við hliðið gerði grín að nafni stúlkunnar. Móðir stúlkunnar segir starfsmanninn ekki hafa farið leynt með grínið og tók meðal annars mynd af brottfararspjaldi Abcde.
„Starfsmaðurinn fór að hlæja, benti á mig og dóttur mína og grínaðist við aðra starfsmenn. Ég sagði henni að ég gæti heyrt í honum og dóttir mín líka,“ sagði móðirin.
Hún segir dóttur sína hafa spurt hvers vegna starfsmaðurinn væri að gera grín að nafni hennar og þurfti móðirin að útskýra fyrir dóttur sinni að „sumt fólk væri ekki gott fólk“.
Name shaming? This Texas woman claims a @SouthwestAir agent made fun of her 5-year-old daughter's name as they were preparing to board their flight at @JohnWayneAir in Orange County.
Her daughter's name is Abcde (pronounced Ab-city). @ABC7pic.twitter.com/iHpBPoakYI
— Veronica Miracle (@ABC7Veronica) 28 November 2018
Flugfélagið segist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna en að málið hafi verið tekið fyrir og notað sem tækifæri fyrir starfsfólk að endurskoða framkomu sína.