Embættismenn skili hagsmunaskráningu í Reykjavík Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 21:00 Ólíkar reglur gilda milli ríkis og sveitarfélaga um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna. Hagsmunaskráningarkerfi hins opinbera er til endurskoðunar og til greina kemur að setja ný lög um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Borgarráð samþykkti í gær tillögu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að háttsettum embættismönnum verði gert að skila hagsmunaskráningu líkt og kjörnum fulltrúum ber að gera. Enn eftir á að útfæra hvernig þeirri skráningu verður háttað. „Næst þarf því að skilgreina hvaða embættismenn Reykjavíkurborgar falla þar undir, hvaða upplýsingar skuli veita og eftir atvikum birta opinberlega, hver skuli halda utan um upplýsingarnar og að öðru leyti um það hversu langt slíkar reglur eiga að ná,“ segir meðal annars í sameiginlegri bókun borgarráðs um tillöguna. Allur gangur er á því hvaða reglur gilda um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna hjá ríki og sveitarfélögum. Sveitarfélög setja sér sjálf slíkar reglur en þegar litið er til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gilda í þeim flestum einhvers konar reglur um hagsmunaskráningu eða upplýsingaskyldu kjörinna fulltrúa og starfsmanna, sem þó liggja misjafnlega skýrt fyrir. Í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ er hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa birt opinberlega en í öðrum ekki. Siðareglur um mótttöku gjafa ná í flestum tilfellum aðeins til þess þegar um einhvers konar viðskiptatengsl er að ræða eða þegar hægt er að túlka gjöf sem greiðslu eða greiða. Gjarnan er í reglum kveðið á um upplýsingaskyldu vegna gjafa til starfsfólks eða kjörinna fulltrúa. Í framhaldi fimmtu úttekt GRECO, samtaka ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu, var komið á hagsmunaskráningu fyrir ráðuneytisstjóra og aðstoðarmenn ráðherra. Starfshópur forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum hefur einnig mælt með því að settar verði skýrar og samræmdar reglur um hagsmunaskráningu ráðherra og eru þær tillögur nú til skoðunar í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að vinnsla frumvarps um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins komi til greina eða að gerðar verði breytingar á siðareglum ráðherra og starfsmanna Stjórnarráðsins. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira
Ólíkar reglur gilda milli ríkis og sveitarfélaga um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna. Hagsmunaskráningarkerfi hins opinbera er til endurskoðunar og til greina kemur að setja ný lög um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvalds. Borgarráð samþykkti í gær tillögu Mörtu Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að háttsettum embættismönnum verði gert að skila hagsmunaskráningu líkt og kjörnum fulltrúum ber að gera. Enn eftir á að útfæra hvernig þeirri skráningu verður háttað. „Næst þarf því að skilgreina hvaða embættismenn Reykjavíkurborgar falla þar undir, hvaða upplýsingar skuli veita og eftir atvikum birta opinberlega, hver skuli halda utan um upplýsingarnar og að öðru leyti um það hversu langt slíkar reglur eiga að ná,“ segir meðal annars í sameiginlegri bókun borgarráðs um tillöguna. Allur gangur er á því hvaða reglur gilda um hagsmunaskráningu og móttöku gjafa kjörinna fulltrúa og embættismanna hjá ríki og sveitarfélögum. Sveitarfélög setja sér sjálf slíkar reglur en þegar litið er til sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu gilda í þeim flestum einhvers konar reglur um hagsmunaskráningu eða upplýsingaskyldu kjörinna fulltrúa og starfsmanna, sem þó liggja misjafnlega skýrt fyrir. Í Reykjavík, Hafnarfirði og Mosfellsbæ er hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa birt opinberlega en í öðrum ekki. Siðareglur um mótttöku gjafa ná í flestum tilfellum aðeins til þess þegar um einhvers konar viðskiptatengsl er að ræða eða þegar hægt er að túlka gjöf sem greiðslu eða greiða. Gjarnan er í reglum kveðið á um upplýsingaskyldu vegna gjafa til starfsfólks eða kjörinna fulltrúa. Í framhaldi fimmtu úttekt GRECO, samtaka ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu, var komið á hagsmunaskráningu fyrir ráðuneytisstjóra og aðstoðarmenn ráðherra. Starfshópur forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum hefur einnig mælt með því að settar verði skýrar og samræmdar reglur um hagsmunaskráningu ráðherra og eru þær tillögur nú til skoðunar í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt svari ráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að vinnsla frumvarps um hagsmunaskráningu æðstu handhafa framkvæmdarvaldsins komi til greina eða að gerðar verði breytingar á siðareglum ráðherra og starfsmanna Stjórnarráðsins.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Sjá meira