Sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum Heimsljós kynnir 30. nóvember 2018 09:30 Frá Úganda Gunnisal Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þess verður gætt að þörfum kvenna og stúlkna frá átakasvæðum verði mætt í öllu mannúðar- og uppbyggingarstarfi, annars vegar á átakasvæðum og hins vegar á Íslandi. „Ísland trónir á toppi lista yfir lönd í heiminum þar sem mest kynjajafnrétti ríkir. Jafnframt er Ísland meðal öruggustu landa heims. Í þessum tveimur staðreyndum felst það tækifæri að íslensk stjórnvöld verði í senn öflugur og trúverðugur málsvari þeirra skilaboða sem felast í ályktun 1325: að kynjajafnrétti haldist í hendur við stöðugleika og frið í alþjóðasamfélaginu,“ segir í riti um áætlunina sem utanríkisráðuneytið gaf út á dögunum. Í ritinu segir að virk þátttaka kvenna í friðarumleitunum og uppbyggingu samfélaga eftir átök sé nauðsynleg til að stuðla að varanlegum friði en á sama tíma þurfi konur sem fórnarlömb ofbeldis að njóta verndar, aðstoðar og endurhæfingar. „Áhrif átaka eru mismunandi fyrir konur og karla. Konur verða oftar fórnarlömb kynferðisofbeldis en karlar og er því sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum og eftir að átökum lýkur í ályktun 1325,“ segir þar. Tekið er undir loforð Íslands á leiðtogafundi um mannúðarmál, sem haldinn var vorið 2016, um að beina stuðningi sérstaklega til kvenna og stúlkna. Einnig verður hugað að aðgengi kvenna og stúlkna frá átakasvæðum sem komnar eru til Íslands að úrræðum sem þeim standa til boða hérlendis til endurhæfingar vegna kynferðis og/eða kynbundins ofbeldis. Þá er það einnig markmið áætlunarinnar að fylgjast með innleiðingu samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi, hins svokallaða Istanbúlsamnings, og stefnt er að eftirliti með aðgerðaáætlun Íslands um aðgerðir gegn mansali. Aðgerðir samkvæmt landsáætluninni sem snúa að þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins eru þrjár, stuðningur við verkefni UN Women og UNICEF á átakasvæðum, að framlög Íslands til mannúðaraðstoðar, sem ætlað er að ná til samfélaga í heild sinni, taki mið af þörfum kvenna og stúlkna til jafns á við þarfir karla og drengja og að stuðningi Íslands við verkefnið um framkvæmd aðgerðaráætlunar stjórnvalda í Mósambík í tengslum við 1325 verði fram haldið. Meginábyrgð landsáætlunarinnar er í höndum utanríkisráðuneytisins og stýrihópi undir handleiðslu utanríkisráðuneytisins verður falin framfylgd áætlunarinnar. Þessa dagana stendur yfir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Það hófst 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi í garð kvenna og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.Landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi 2018-202Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Samkvæmt nýsamþykktri landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi verður stutt við verkefni í þróunarsamvinnu á sviði mannúðarmála sem vinna að framgangi ályktunar 1325 um konur, frið og öryggi. Þess verður gætt að þörfum kvenna og stúlkna frá átakasvæðum verði mætt í öllu mannúðar- og uppbyggingarstarfi, annars vegar á átakasvæðum og hins vegar á Íslandi. „Ísland trónir á toppi lista yfir lönd í heiminum þar sem mest kynjajafnrétti ríkir. Jafnframt er Ísland meðal öruggustu landa heims. Í þessum tveimur staðreyndum felst það tækifæri að íslensk stjórnvöld verði í senn öflugur og trúverðugur málsvari þeirra skilaboða sem felast í ályktun 1325: að kynjajafnrétti haldist í hendur við stöðugleika og frið í alþjóðasamfélaginu,“ segir í riti um áætlunina sem utanríkisráðuneytið gaf út á dögunum. Í ritinu segir að virk þátttaka kvenna í friðarumleitunum og uppbyggingu samfélaga eftir átök sé nauðsynleg til að stuðla að varanlegum friði en á sama tíma þurfi konur sem fórnarlömb ofbeldis að njóta verndar, aðstoðar og endurhæfingar. „Áhrif átaka eru mismunandi fyrir konur og karla. Konur verða oftar fórnarlömb kynferðisofbeldis en karlar og er því sérstaklega kallað eftir vernd kvenna og stúlkna í átökum og eftir að átökum lýkur í ályktun 1325,“ segir þar. Tekið er undir loforð Íslands á leiðtogafundi um mannúðarmál, sem haldinn var vorið 2016, um að beina stuðningi sérstaklega til kvenna og stúlkna. Einnig verður hugað að aðgengi kvenna og stúlkna frá átakasvæðum sem komnar eru til Íslands að úrræðum sem þeim standa til boða hérlendis til endurhæfingar vegna kynferðis og/eða kynbundins ofbeldis. Þá er það einnig markmið áætlunarinnar að fylgjast með innleiðingu samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi, hins svokallaða Istanbúlsamnings, og stefnt er að eftirliti með aðgerðaáætlun Íslands um aðgerðir gegn mansali. Aðgerðir samkvæmt landsáætluninni sem snúa að þróunarsamvinnuskrifstofu utanríkisráðuneytisins eru þrjár, stuðningur við verkefni UN Women og UNICEF á átakasvæðum, að framlög Íslands til mannúðaraðstoðar, sem ætlað er að ná til samfélaga í heild sinni, taki mið af þörfum kvenna og stúlkna til jafns á við þarfir karla og drengja og að stuðningi Íslands við verkefnið um framkvæmd aðgerðaráætlunar stjórnvalda í Mósambík í tengslum við 1325 verði fram haldið. Meginábyrgð landsáætlunarinnar er í höndum utanríkisráðuneytisins og stýrihópi undir handleiðslu utanríkisráðuneytisins verður falin framfylgd áætlunarinnar. Þessa dagana stendur yfir sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Það hófst 25. nóvember, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi í garð kvenna og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.Landsáætlun Íslands um konur, frið og öryggi 2018-202Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent