Hanna Katrín: „Við skuldum heilli þjóð að bregðast við“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. desember 2018 11:13 Hanna Katrín Friðriksson þingflokkformaður Viðreisnar vill að þingmennirnir sex axli ábyrð og segi af sér. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur að sexmenningarnir sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember ættu að segja af sér. Ákvörðunin liggi þó hjá þingmönnunum sjálfum. Stóra verkefnið fram undan snúist um að gera Alþingi starfhæft en án þess að gera lítið úr alvarleika málsins. Hanna Katrín segir að það sé hættulegt að ráðast í þvingunaraðgerðir gegn þingmönnunum því þá sé búið að setja fordæmi sem ekki sjái fyrir endann á. Þetta segir hún í Sprengisandi í morgun.„Hingað og ekki lengra“ „Mig langar bara að vara sterklega við því að verið sé að bera hér saman orðræðu um að beita skuli konur kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum, af því þær eru erfiðar að það sé verið að smætta það niður og bera það saman við að karlinn sé latur. Það er svolítið stemningin sko. Við megum bara ekki gleyma því að þetta er bara alveg gríðarlega alvarlegt, þessi ummæli ein og sér, og þau áhrif sem þau hafa út í samfélagið og fyrir ungar stúlkur sem eru að ryðja sér braut og fyrir unga karlmenn sem eiga eftir að vinna með þessum ungu konum. Við verðum einhvern veginn að klára þetta mál þannig að skilaboðin séu skýr og þau eru bara svona: Hingað og ekki lengra. Hanna Katrín vill koma því til skila að ein af ástæðunum fyrir því að hún sé slegin yfir upptökunum frá Klaustur bar sé hið persónulega. „Þarna er um að ræða sex þingmenn sem til dæmis ég á nú kannski ekkert sérlega margt sameiginlegt með hvað varðar stjórnmálaskoðanir og annað slíkt en ég hef unnið með þeim öllum náið og það hefur gengið vel – misjafnlega náið og allt það – en það er hluti af þessu og á einhvern hátt reynir maður að gera greinarmun á milli þeirra persóna sem um ræðir og það sem þær gera en alvarleikinn felst í því sem var gert og sagt og við skuldum heilli þjóð að bregðast við,“ segir Hanna Katrín.Þórunn Egilsdóttir segir að það hefðu ekki verið samantekin ráð að ganga út á meðan á ræðu formanns Miðflokksins stóð.Vísir/Vilhelm Gekk út til að ná andanum Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var ein af þeim sem gekk út á meðan á ræðu Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar formanni Miðflokksins stóð. Þegar hún var innt eftir viðbrögðum við þessu sagði Þórunn að þarna hefði ekki verið um samantekin ráð að ræða. Henni hafi liðið illa að sitja undir orðum Sigmundar og þurft að fara afsíðis til þess að ná andanum. „Við sitjum uppi með það að við verðum að vinna saman. Við erum á þessum vinnustað og við getum ekki stjórnað því hvað aðrir gera og við verðum að sinna vinnunni okkar. Það hefur orðið mikið brot á trausti og farið yfir öll mörk og þetta er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við.“Þorsteinn Sæmundsson segir að þeir sem ekki fóru í leyfi njóti trausts innan flokksins.Vísir/VilhelmBera traust til Sigmundar og Önnu Kolbrúnar Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún njóti trausts innan flokksins þrátt fyrir það sem fór fram á Klaustur bar. „Þeir sem ekki eru farnir í leyfi njóta trausts innan flokksins og ég get eiginlega ekki sagt það öðruvísi,“ segir Þorsteinn sem bendir á að það hafi verið stigsmunur á aðild þingmannanna í samtalinu. Hann segist aftur á móti skilja viðbrögð þingmanna og almennings við þeim fréttum sem hafa borist frá upptökunum. „Þetta er ekkert mál sem er að hverfa núna á einhverjum dögum eða vikum sko, þetta á eftir að fylgja þessum manneskjum og þessum flokki í dágóðan tíma. Viðbrögð almennings eru mjög skiljanleg og mjög eðlileg og það er enginn að kvarta yfir þeim. Þau eru eins og þau eru,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort þingmennirnir sem tóku þátt í talinu geti hugsað sér að taka þátt í umræðum sem varðar þá hópa sem talað var illa um segir Þorsteinn: „Nú er það þannig að það sem var rætt og sagt á þessum bar, það var ekki verið að lesa upp úr stefnuskrá Miðflokksins. Hún er ekki með þessum hætti og þetta fólk var ekki að tala, eins og maður segir, á þann hátt sem við viljum að fólk tali, alls ekki, og eins og ég segi við hörmum það mjög hvað þarna fór fram.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni. Sprengisandur Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum Fréttastofa ræddi við fólk í Mjóddinni í dag um þingmenn og Klaustursmálið svokallaða. 8. desember 2018 19:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar telur að sexmenningarnir sem sátu að sumbli á Klaustur bar 20. nóvember ættu að segja af sér. Ákvörðunin liggi þó hjá þingmönnunum sjálfum. Stóra verkefnið fram undan snúist um að gera Alþingi starfhæft en án þess að gera lítið úr alvarleika málsins. Hanna Katrín segir að það sé hættulegt að ráðast í þvingunaraðgerðir gegn þingmönnunum því þá sé búið að setja fordæmi sem ekki sjái fyrir endann á. Þetta segir hún í Sprengisandi í morgun.„Hingað og ekki lengra“ „Mig langar bara að vara sterklega við því að verið sé að bera hér saman orðræðu um að beita skuli konur kynferðislegu ofbeldi, nauðgunum, af því þær eru erfiðar að það sé verið að smætta það niður og bera það saman við að karlinn sé latur. Það er svolítið stemningin sko. Við megum bara ekki gleyma því að þetta er bara alveg gríðarlega alvarlegt, þessi ummæli ein og sér, og þau áhrif sem þau hafa út í samfélagið og fyrir ungar stúlkur sem eru að ryðja sér braut og fyrir unga karlmenn sem eiga eftir að vinna með þessum ungu konum. Við verðum einhvern veginn að klára þetta mál þannig að skilaboðin séu skýr og þau eru bara svona: Hingað og ekki lengra. Hanna Katrín vill koma því til skila að ein af ástæðunum fyrir því að hún sé slegin yfir upptökunum frá Klaustur bar sé hið persónulega. „Þarna er um að ræða sex þingmenn sem til dæmis ég á nú kannski ekkert sérlega margt sameiginlegt með hvað varðar stjórnmálaskoðanir og annað slíkt en ég hef unnið með þeim öllum náið og það hefur gengið vel – misjafnlega náið og allt það – en það er hluti af þessu og á einhvern hátt reynir maður að gera greinarmun á milli þeirra persóna sem um ræðir og það sem þær gera en alvarleikinn felst í því sem var gert og sagt og við skuldum heilli þjóð að bregðast við,“ segir Hanna Katrín.Þórunn Egilsdóttir segir að það hefðu ekki verið samantekin ráð að ganga út á meðan á ræðu formanns Miðflokksins stóð.Vísir/Vilhelm Gekk út til að ná andanum Þórunn Egilsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins var ein af þeim sem gekk út á meðan á ræðu Sigmundar Davíðs Guðlaugssonar formanni Miðflokksins stóð. Þegar hún var innt eftir viðbrögðum við þessu sagði Þórunn að þarna hefði ekki verið um samantekin ráð að ræða. Henni hafi liðið illa að sitja undir orðum Sigmundar og þurft að fara afsíðis til þess að ná andanum. „Við sitjum uppi með það að við verðum að vinna saman. Við erum á þessum vinnustað og við getum ekki stjórnað því hvað aðrir gera og við verðum að sinna vinnunni okkar. Það hefur orðið mikið brot á trausti og farið yfir öll mörk og þetta er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við.“Þorsteinn Sæmundsson segir að þeir sem ekki fóru í leyfi njóti trausts innan flokksins.Vísir/VilhelmBera traust til Sigmundar og Önnu Kolbrúnar Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins segir að Sigmundur Davíð og Anna Kolbrún njóti trausts innan flokksins þrátt fyrir það sem fór fram á Klaustur bar. „Þeir sem ekki eru farnir í leyfi njóta trausts innan flokksins og ég get eiginlega ekki sagt það öðruvísi,“ segir Þorsteinn sem bendir á að það hafi verið stigsmunur á aðild þingmannanna í samtalinu. Hann segist aftur á móti skilja viðbrögð þingmanna og almennings við þeim fréttum sem hafa borist frá upptökunum. „Þetta er ekkert mál sem er að hverfa núna á einhverjum dögum eða vikum sko, þetta á eftir að fylgja þessum manneskjum og þessum flokki í dágóðan tíma. Viðbrögð almennings eru mjög skiljanleg og mjög eðlileg og það er enginn að kvarta yfir þeim. Þau eru eins og þau eru,“ segir Þorsteinn. Aðspurður hvort þingmennirnir sem tóku þátt í talinu geti hugsað sér að taka þátt í umræðum sem varðar þá hópa sem talað var illa um segir Þorsteinn: „Nú er það þannig að það sem var rætt og sagt á þessum bar, það var ekki verið að lesa upp úr stefnuskrá Miðflokksins. Hún er ekki með þessum hætti og þetta fólk var ekki að tala, eins og maður segir, á þann hátt sem við viljum að fólk tali, alls ekki, og eins og ég segi við hörmum það mjög hvað þarna fór fram.“Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni.
Sprengisandur Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32 Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05 Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28 Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum Fréttastofa ræddi við fólk í Mjóddinni í dag um þingmenn og Klaustursmálið svokallaða. 8. desember 2018 19:45 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún á sæti í nefndinni Fræðimenn við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands ætla að sniðganga velferðarnefnd á meðan Anna Kolbrún þingmaður Miðflokksins á sæti í nefndinni. 8. desember 2018 15:32
Fannst mikilvægt að fólk vissi að uppljóstrarinn væri hinsegin kona og öryrki Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar ákvað að loknum mótmælum á Austurvelli síðustu helgi að stíga fram og greina frá því að hún hefði tekið upp samtal sex þingmanna sem sátu að sumbli á Klaustur bar og urðu sér til skammar. 8. desember 2018 14:05
Þingkonur gengu út undir ræðu Sigmundar: „Þetta var tilfinning sem vaknaði og þurfti að hlýða“ Halla Signý Kristjánsdóttir, ein þingkvennanna sem gekk út, segir að ákvörðunin hafi verið byggð á tilfinningu sem vaknaði í þingsal og þurfti að hlýða. 7. desember 2018 18:28
Þjóðin þreytt á Klaustursþingmönnum Fréttastofa ræddi við fólk í Mjóddinni í dag um þingmenn og Klaustursmálið svokallaða. 8. desember 2018 19:45