Tæplega hundrað prósent verðmunur á leikföngum milli verslana Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2018 20:00 Allt að 100 prósent verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana samkvæmt verðkönnun ASÍ. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verð breytast hratt og að neytendur þurfi að fylgjast vel með, sérstaklega í jólaösinni. Í könnunni kemur fram að 95 prósenta verðmun má til dæmis finna á Lego lögreglustöð en hæsta verðið er í Hagkaup á 19.499 krónur, Heimkaup fylgir þar rétt á eftir með verð upp á 18.490 krónur en lægsta verðið er í Toys´r Us á 9.999. Dæmið snýst síðan við ef við skoðum lítinn Póný hest. Þá kostar hann 1.799 krónur í Toys´r Us en 999 krónur í Hagkaup. Verðlagið er því afskaplega mismunandi á milli verslana. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að vera meðvitaður neytandi og kanna verðin vel. Þannig sé hægt að spara sér margan þúsundkallinn. „Fólk er ekkert oft að kaupa leikföng og spil. Verðtilfinning fyrir þessum vörum er því kannski ekki eins góð og kannski á öðrum vörum. Mögulega eru fyrirtækin að nýta sér þetta. Okkur fannst áhugavert að skoða verð á þessum vörum núna, af því að þetta er örugglega stór hluti af innkaupum hjá fólki,“ bendir hún á. Í könnunni kemur fram að Heimkaup er oftast með hæsta verðið, bæði á spilum og leikföngum. Þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, er spurðu hvort könnunin hafi komið á óvart svarar hann játandi. „Þetta kom aðeins illa við okkur og sýndi okkur að við getum gert betur og þurfum að gera betur. En þetta er samkeppnin, oft er kostnaðarverð ekki heilög stærð, stundum er farið undir kostnaðarverð og allavega. Lagt áherslur á ákveðnar vörur og auglýsa þær og þá eru verðin keyrð niður. Það er mikið gert til að ná heillin neytenda, sérstaklega núna,“ segir hann. Neytendur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Allt að 100 prósent verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana samkvæmt verðkönnun ASÍ. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verð breytast hratt og að neytendur þurfi að fylgjast vel með, sérstaklega í jólaösinni. Í könnunni kemur fram að 95 prósenta verðmun má til dæmis finna á Lego lögreglustöð en hæsta verðið er í Hagkaup á 19.499 krónur, Heimkaup fylgir þar rétt á eftir með verð upp á 18.490 krónur en lægsta verðið er í Toys´r Us á 9.999. Dæmið snýst síðan við ef við skoðum lítinn Póný hest. Þá kostar hann 1.799 krónur í Toys´r Us en 999 krónur í Hagkaup. Verðlagið er því afskaplega mismunandi á milli verslana. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að vera meðvitaður neytandi og kanna verðin vel. Þannig sé hægt að spara sér margan þúsundkallinn. „Fólk er ekkert oft að kaupa leikföng og spil. Verðtilfinning fyrir þessum vörum er því kannski ekki eins góð og kannski á öðrum vörum. Mögulega eru fyrirtækin að nýta sér þetta. Okkur fannst áhugavert að skoða verð á þessum vörum núna, af því að þetta er örugglega stór hluti af innkaupum hjá fólki,“ bendir hún á. Í könnunni kemur fram að Heimkaup er oftast með hæsta verðið, bæði á spilum og leikföngum. Þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, er spurðu hvort könnunin hafi komið á óvart svarar hann játandi. „Þetta kom aðeins illa við okkur og sýndi okkur að við getum gert betur og þurfum að gera betur. En þetta er samkeppnin, oft er kostnaðarverð ekki heilög stærð, stundum er farið undir kostnaðarverð og allavega. Lagt áherslur á ákveðnar vörur og auglýsa þær og þá eru verðin keyrð niður. Það er mikið gert til að ná heillin neytenda, sérstaklega núna,“ segir hann.
Neytendur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira