Sveinn Aron Guðjohnsen hóf leik á varamannabekknum þegar lið hans, Spezia, fékk Cosenza í heimsókn í ítölsku B-deildinni í fótbolta í dag.
Sveinn Aron kom inná á 76.mínútu og lék síðasta stundarfjórðunginn.
Staðan var 4-0, Spezia í vil, þegar Sveinn Aron kom inná og reyndust það lokatölur leiksins.
Spezia er í 8.sæti B-deildarinnar með 20 stig eftir fjórtán umferðir, níu stigum minna en topplið Palermo en 8.sæti gefur sæti í umspil.
