LeBron James og félagar í LA Lakers steinlágu í San Antonio þar sem Spurs vann þrettán stiga sigur, 133-120. James skoraði 35 stig, tók 8 fráköst og gaf 11 stoðsendingar en DeMar DeRozan var atkvæðamestur heimamanna með 36 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar.
Það voru heldur betur óvænt úrslit í Brooklyn þar sem Nets bar sigurorð af Toronto Raptors með minnsta mögulega mun, 106-105 eftir framlengdan leik. D´Angelo Russell stigahæstur í liði Nets með 29 stig á meðan Kawhi Leonard skoraði 32 stig. Þetta var sjötti tapleikur Raptors á tímabilinu en þeir tróna á toppi Austurdeildarinnar.
Næstefsta lið Austurdeildarinnar þurfti einnig að sætta sig við tap í nótt þar sem Milwaukee Bucks beið lægri hlut fyrir ríkjandi meisturum Golden State Warriors í stórleik næturinnar. Klay Thompson og Steph Curry stigahæstir í liði Warriors með 20 stig hvor á meðan Giannis Antetokounmpo gerði 22 stig fyrir Bucks auk þess að taka 15 fráköst.
Úrslit næturinnar
Charlotte Hornets 113-107 Denver Nuggets
Detroit Pistons 111-117 Philadelphia 76ers
Orlando Magic 90-112 Indiana Pacers
Brooklyn Nets 106-105 Toronto Raptors
Cleveland Cavaliers 110-129 Sacramento Kings
Chicago Bulls 114-112 Oklahoma City Thunder
New Orleans Pelicans 103-107 Memphis Grizzlies
San Antonio Spurs 133-120 Los Angeles Lakers
Phoenix Suns 98-115 Miami Heat
Milwaukee Bucks 95-105 Golden State Warriors