Fjárlög næsta árs samþykkt Kjartan Kjartansson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. desember 2018 15:23 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í pontu á Alþingi í morgun. Þriðja og síðasta umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í dag. Vísir/Vilhelm Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2019 voru samþykkt á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. Alls greiddu 32 þingmenn atkvæði með frumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. „Ég er mjög stolt af því að fá að afgreiða þessi fjárlög hér í dag,“ sagði Katrín í ræðustól Alþingis í dag. Töluverður hiti var í umræðum þingmanna Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks annars vegar og úr röðum stjórnarandstöðunnar hins vegar. Sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, að um væri að ræða frumvarp sem lýsti efnahagslegu ábyrgðarleysi og sérhagsmunagæslu. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, var afar ósátt með að öllum átta breytingartillögum flokksins hefði verið hafnað. Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Samkvæmt frumvarpinu verða framlög til heilbrigðismála aukin á árinu 2019 þar sem þyngst vega framkvæmdir við nýjan Landspítala en áætlað er að verja 7,2 milljörðum króna til þeirra á næsta ári. Auk þess verða framlög aukin vegna byggingar og rekstrar hjúkrunarheimila. Alþingi Fjárlög Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2019 voru samþykkt á Alþingi á fjórða tímanum í dag. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. Alls greiddu 32 þingmenn atkvæði með frumvarpinu, þrír gegn því en 21 þingmaður greiddi ekki atkvæði. „Ég er mjög stolt af því að fá að afgreiða þessi fjárlög hér í dag,“ sagði Katrín í ræðustól Alþingis í dag. Töluverður hiti var í umræðum þingmanna Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks annars vegar og úr röðum stjórnarandstöðunnar hins vegar. Sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, að um væri að ræða frumvarp sem lýsti efnahagslegu ábyrgðarleysi og sérhagsmunagæslu. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, var afar ósátt með að öllum átta breytingartillögum flokksins hefði verið hafnað. Í frumvarpinu er að finna aðgerðir sem ætlað er að koma til móts við kröfur aðila vinnumarkaðarins í aðdraganda kjarasamninga. Þannig á að hækka persónuafslátt umfram neysluverðsvísitölu, hækka barnabætur til tekjulægri hópa og breyta viðmiðum fjárhæðarmarka tekjuskattsþrepa. Þá verður tryggingagjald lækkað í tveimur þrepum, samtals um hálft prósentustig. Samkvæmt frumvarpinu verður 29 milljarða króna afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Er það í samræmi við markmið fjármálastefnu og fjármálaáætlunar. Heildartekjur ríkissjóðs verða tæpir 892 milljarðar samkvæmt frumvarpinu en heildarútgjöld tæpir 863 milljarðar, þar af rúmir 59 milljarðar í vaxtagjöld. Samkvæmt frumvarpinu verða framlög til heilbrigðismála aukin á árinu 2019 þar sem þyngst vega framkvæmdir við nýjan Landspítala en áætlað er að verja 7,2 milljörðum króna til þeirra á næsta ári. Auk þess verða framlög aukin vegna byggingar og rekstrar hjúkrunarheimila.
Alþingi Fjárlög Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira