Rósa og Andrés styðja ekki veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Ég er ekki viss um að það þurfi að gera þetta í svona miklum flýti,“ heldur Rósa áfram. „Svo finnst mér efni frumvarpsins með þeim hætti að við séum að búa til enn meiri afslátt til útgerðarinnar.“ Rósa Björk og flokksbróðir hennar, Andrés Ingi Jónsson, sátu hjá í atkvæðagreiðslu við aðra umræðu á þriðjudaginn. Frumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu í atvinnuveganefnd í gær. „Það kom fram ósk frá minnihlutanum um að málið kæmi inn í nefndina milli umræðna og það var orðið við því. Við fengum nokkra gesti á okkar fund og það var farið yfir ýmsa hluti en það leiddi ekki til neinna breytingartillagna af okkar hálfu,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar. Rósa telur enn mikil álitaefni uppi í málinu. „Við getum í raun og veru ekki aðskilið veiðigjöldin frá umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þegar við erum að breyta lögum um veiðigjöld þá verðum við að geta staðið frammi fyrir kjarnaspurningunni sem er hver er sanngjarn hlutur þjóðarinnar af rentunni sem skapast af nýtingu auðlindar þjóðarinnar,“ segir Rósa. Rósa Björk segist styðja það að gildandi lög verði framlengd og tíminn nýttur til að vinna málið betur. „Það þarf að gerast í meiri sátt. Mér finnst ekki vera neinn sáttabragur í þeim ræðum sem hafa verið fluttar í þinginu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45 Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Ástæða þess að ég styð ekki málið og ætla að sitja hjá við afgreiðslu þess er í fyrsta lagi sú að mér finnst verið að keyra málið í gegn,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona Vinstri grænna, um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. „Ég er ekki viss um að það þurfi að gera þetta í svona miklum flýti,“ heldur Rósa áfram. „Svo finnst mér efni frumvarpsins með þeim hætti að við séum að búa til enn meiri afslátt til útgerðarinnar.“ Rósa Björk og flokksbróðir hennar, Andrés Ingi Jónsson, sátu hjá í atkvæðagreiðslu við aðra umræðu á þriðjudaginn. Frumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu í atvinnuveganefnd í gær. „Það kom fram ósk frá minnihlutanum um að málið kæmi inn í nefndina milli umræðna og það var orðið við því. Við fengum nokkra gesti á okkar fund og það var farið yfir ýmsa hluti en það leiddi ekki til neinna breytingartillagna af okkar hálfu,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar. Rósa telur enn mikil álitaefni uppi í málinu. „Við getum í raun og veru ekki aðskilið veiðigjöldin frá umræðu um fiskveiðistjórnunarkerfið. Þegar við erum að breyta lögum um veiðigjöld þá verðum við að geta staðið frammi fyrir kjarnaspurningunni sem er hver er sanngjarn hlutur þjóðarinnar af rentunni sem skapast af nýtingu auðlindar þjóðarinnar,“ segir Rósa. Rósa Björk segist styðja það að gildandi lög verði framlengd og tíminn nýttur til að vinna málið betur. „Það þarf að gerast í meiri sátt. Mér finnst ekki vera neinn sáttabragur í þeim ræðum sem hafa verið fluttar í þinginu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45 Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Segja engar tilraunir gerðar til samráðs Stjórnarandstaðan á Alþingi sakar ríkisstjórnarflokkana um að ætla að keyra frumvarp um veiðigjald í gegnum þingið án eðlilegs samráðs. 24. nóvember 2018 07:45
Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40
Selja Guðmund í Nesi og segja upp 36 sjómönnum Sjómönnum hefur samtals fækkað um 136. 25. nóvember 2018 17:21