Zúistum fækkaði hlutfallslega mest 6. desember 2018 16:49 Fornminjar frá samfélagi Súmera. Forsvarsmenn Zuism halda því fram að félag þeirra byggist á átrúnaði á forna guði þeirra. Vísir/Getty Félagsmönnum í trúfélaginu Zuism hefur fækkað um tæp sextán prósent undanfarna tólf mánuði en það er hlutfallslega mesta fækkunin hjá nokkru skráðu trúfélagi. Á sama tíma fækkaði um rúmlega 2.400 manns í Þjóðkirkjunni, um 1%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands voru 306 færri félagar skráðir í Zuism 1. desember borið saman við sama dag í fyrra, það er 15,8% fækkun. Sú dagsetning hefur sérstaka þýðingu því sóknargjöld sem ríkið veitir trú- og lífsskoðunarfélögum eru ákveðin út frá fjölda félaga 1. desember. Mest fjölgaði í kaþólska söfnuðinum og lífsskoðunarfélaginu Siðmennt á árinu. Fjölgun kaþólikka nam 3,8% en í Siðmennt fjölgaði um 23,5%. Í báðum tilfellum fjölgaði félögum um rúmlega fimm hundruð manns. Hlutfallslega mest fjölgun var í Stofnun múslima á Íslandi. Félögum í því félagi fjölgaði um 105 eða 122,1%. Nú er 191 félagi í Stofnun múslima. Þá fjölgaði þeim sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga um 2.221 á árinu, um 9,9%.Óljóst með starfsemi Zuism Vísir hefur fjallað töluvert um trúfélagið Zuism og aðstandendur þess undanfarnar vikur. Tveir bræður sem þekktir hafa verið í fjölmiðlum sem Kickstarter-bræður stofnuðu félagið við þriðja manna árið 2013 og fengu skráð sem trúfélag hjá innanríkisráðuneytinu. Sérstakur saksóknari rannsakaði báða bræðurna vegna meintra gjaldeyrisbrota frá 2013. Annar þeirra sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum fyrir skömmu. Sýslumaður hugðist afskrá félagið þar sem það hafði ekki skila ársskýrslum árið 2015. Hópur sem var ótengdur upphaflegum stofnendum Zuism gerði þá tilkall til félagsins og laðaði á fjórða þúsund manns að því með loforði um að endurgreiða félögum sóknargjöld sín sem einhvers konar mótmæli gegn lagaramma trú- og lífsskoðunarfélaga. Þegar ljóst var að félagið ætti von á tugum milljóna króna frá ríkinu steig Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnenda félagsins, fram og krafðist þess að yfirráð sín yfir félaginu og fjármununum yrðu staðfest. Innanríkisráðuneytið staðfesti hann sem forstöðumann í fyrra og fékk félagið þá greiddar rúmar 50 milljónir króna sem Fjársýsla ríkisins hafði haldið eftir á meðan skorið var úr um yfirráð í félaginu. Óljóst er þó hversu umfangsmikil starfsemi Zuism er. Engin starfsemi á vegum þess fór nokkru sinni fram að Nethyl þar sem það er enn með skráð lögheimili. Ágúst Arnar, sem tók upp loforð hópsins sem hann deildi við um forráð í félaginu, hefur haldið áfram að auglýsa eftir umsóknum um endurgreiðslu sóknargjalda en hefur ekki viljað greina frá hversu margir félagar hafi fengið þau endurgreidd eða hversu stór hluti sóknargjaldanna hafi verið endurgreiddur. Ekki hefur náðst í Ágúst Arnar eða aðra aðstandendur félagsins í tengslum við umfjallanir Vísis undanfarnar vikur. Þrátt fyrir fækkunina hjá Zuism er félagið enn eitt stærsta trúfélag landsins og á áfram von á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Félagsmönnum í trúfélaginu Zuism hefur fækkað um tæp sextán prósent undanfarna tólf mánuði en það er hlutfallslega mesta fækkunin hjá nokkru skráðu trúfélagi. Á sama tíma fækkaði um rúmlega 2.400 manns í Þjóðkirkjunni, um 1%. Samkvæmt tölum Þjóðskrár Íslands voru 306 færri félagar skráðir í Zuism 1. desember borið saman við sama dag í fyrra, það er 15,8% fækkun. Sú dagsetning hefur sérstaka þýðingu því sóknargjöld sem ríkið veitir trú- og lífsskoðunarfélögum eru ákveðin út frá fjölda félaga 1. desember. Mest fjölgaði í kaþólska söfnuðinum og lífsskoðunarfélaginu Siðmennt á árinu. Fjölgun kaþólikka nam 3,8% en í Siðmennt fjölgaði um 23,5%. Í báðum tilfellum fjölgaði félögum um rúmlega fimm hundruð manns. Hlutfallslega mest fjölgun var í Stofnun múslima á Íslandi. Félögum í því félagi fjölgaði um 105 eða 122,1%. Nú er 191 félagi í Stofnun múslima. Þá fjölgaði þeim sem eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga um 2.221 á árinu, um 9,9%.Óljóst með starfsemi Zuism Vísir hefur fjallað töluvert um trúfélagið Zuism og aðstandendur þess undanfarnar vikur. Tveir bræður sem þekktir hafa verið í fjölmiðlum sem Kickstarter-bræður stofnuðu félagið við þriðja manna árið 2013 og fengu skráð sem trúfélag hjá innanríkisráðuneytinu. Sérstakur saksóknari rannsakaði báða bræðurna vegna meintra gjaldeyrisbrota frá 2013. Annar þeirra sakfelldur fyrir að hafa svikið tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum fyrir skömmu. Sýslumaður hugðist afskrá félagið þar sem það hafði ekki skila ársskýrslum árið 2015. Hópur sem var ótengdur upphaflegum stofnendum Zuism gerði þá tilkall til félagsins og laðaði á fjórða þúsund manns að því með loforði um að endurgreiða félögum sóknargjöld sín sem einhvers konar mótmæli gegn lagaramma trú- og lífsskoðunarfélaga. Þegar ljóst var að félagið ætti von á tugum milljóna króna frá ríkinu steig Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnenda félagsins, fram og krafðist þess að yfirráð sín yfir félaginu og fjármununum yrðu staðfest. Innanríkisráðuneytið staðfesti hann sem forstöðumann í fyrra og fékk félagið þá greiddar rúmar 50 milljónir króna sem Fjársýsla ríkisins hafði haldið eftir á meðan skorið var úr um yfirráð í félaginu. Óljóst er þó hversu umfangsmikil starfsemi Zuism er. Engin starfsemi á vegum þess fór nokkru sinni fram að Nethyl þar sem það er enn með skráð lögheimili. Ágúst Arnar, sem tók upp loforð hópsins sem hann deildi við um forráð í félaginu, hefur haldið áfram að auglýsa eftir umsóknum um endurgreiðslu sóknargjalda en hefur ekki viljað greina frá hversu margir félagar hafi fengið þau endurgreidd eða hversu stór hluti sóknargjaldanna hafi verið endurgreiddur. Ekki hefur náðst í Ágúst Arnar eða aðra aðstandendur félagsins í tengslum við umfjallanir Vísis undanfarnar vikur. Þrátt fyrir fækkunina hjá Zuism er félagið enn eitt stærsta trúfélag landsins og á áfram von á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Sjá meira
Fangelsisdómur yfir Kickstarter-bróður vegna fjársvika staðfestur Einar Ágústsson var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir að hafa svikið tugi milljóna út úr fjórum einstaklingum. 23. nóvember 2018 14:30
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Ráðgjafi og kínverskt fyrirtæki sverja af sér verkefni Kickstarter-bróður Rafvélavirki sem var sagður ómetanlegur fyrir verkefni sem fékk eina og hálfa milljón króna úr Tækniþróunarsjóði segist hvergi hafa komið nærri því. Verkefnisstjórinn hefur verið rannsakaður fyrir fjársvik og Kickstarter-söfnun hans lokað í skugga lögreglurannsóknar. 3. desember 2018 09:15
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent