Borgarlínan raungerist með fimm milljörðum næstu fimm árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 23:32 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fréttablaðið/Ernir Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun til 2023 var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld. Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. Þá er búist við 3,6 milljarða króna afgangui af rekstrinum í fjárhagsáætlun næsta árs. Í tilkynningu frá borginni segir að á meðal þess sem samþykkt hefur verið séu sumaropnanir leikskóla, áframhaldandi gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum, fjölgun NPA-samninga, lengdur opnunartími Ylstrandarinnar í Nauthólsvík og aukin áhersla á snjalltækni í samgöngum. Þá var samþykkt að auka framlög vegna móttöku barna af erlendum uppruna og íslenskukennslu. Einnig var samþykkt að barnafjölskyldur greiði einungis námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig. Aukin framlög vegna hreinsunar borgarlandsins voru samþykkt en þeim er ætlað að minnka svifryk og gera borgina snyrtilegri. Í breytingatillögu við fimm ára áætlun er gert ráð fyrir lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði frá og með árinu 2021 en í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna er kveðið á um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,65 í 1,60 fyrir lok kjörtímabilsins. Lækkunin verður gerð í tveimur skrefum. 200 milljónir í Borgarlínuna á næsta ári Í fimm ára áætlun er jafnframt gert ráð fyrir fjármögnun Borgarlínunnar upp á fimm milljarða króna. Stærstu grænu verkefnin á næsta ári eru lagning hjólastíga fyrir 450 milljónir króna á ári, samgönguás Borgarlínu fyrir 200 milljónir króna og endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum fyrir 300 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að Laugavegi verði breytt í göngugötu og fleiri götur í miðborginni verða gerðar upp sem vistgötur auk þess sem ný torg eru að verða til, Bæjartorg, Steinbryggjan og Naustatorg. Þá verður aðstaða í Fjölskyldu og húsdýragarðinum bætt. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að stóra myndin í rekstri borgarinnar sé afar jákvæð. Þjónusta við íbúa verði í forgrunni eins og áður og stefnufesta og skýr framtíðarsýn einkenni stjórn borgarinnar. „Við erum að bæta aðeins við ýmis mikilvæg verkefni milli umræðna. Stóru málin eru samt húsnæðismálin þar sem nýjar íbúðir eru að rísa út um allt. Árið í ár er okkar stærsta í húsnæðisuppbyggingu frá upphafi en aldrei áður hafa eins margar íbúðir verið í byggingu í Reykjavík. Á sama tíma sjáum við Borgarlínuna færast nær okkur og raungerast í áætlun upp á fimm milljarða króna á næstu árum. Fjárfestingar í innviðum hafa heldur aldrei verið meiri en ný hverfi með nýjum götum eru að rísa ásamt nýjum íþróttamannvirkjum í austurhluta borgarinnar fyrir krakkana og unga fólkið okkar. Þá er sett fjármagn í nýja leik- og grunnskóla til að mæta barnafjöldanum þegar við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 og fimm ára áætlun til 2023 var samþykkt á fundi borgarstjórnar í kvöld. Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. Þá er búist við 3,6 milljarða króna afgangui af rekstrinum í fjárhagsáætlun næsta árs. Í tilkynningu frá borginni segir að á meðal þess sem samþykkt hefur verið séu sumaropnanir leikskóla, áframhaldandi gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum, fjölgun NPA-samninga, lengdur opnunartími Ylstrandarinnar í Nauthólsvík og aukin áhersla á snjalltækni í samgöngum. Þá var samþykkt að auka framlög vegna móttöku barna af erlendum uppruna og íslenskukennslu. Einnig var samþykkt að barnafjölskyldur greiði einungis námsgjald fyrir eitt barn, þvert á skólastig. Aukin framlög vegna hreinsunar borgarlandsins voru samþykkt en þeim er ætlað að minnka svifryk og gera borgina snyrtilegri. Í breytingatillögu við fimm ára áætlun er gert ráð fyrir lækkun fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði frá og með árinu 2021 en í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna er kveðið á um að fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækki úr 1,65 í 1,60 fyrir lok kjörtímabilsins. Lækkunin verður gerð í tveimur skrefum. 200 milljónir í Borgarlínuna á næsta ári Í fimm ára áætlun er jafnframt gert ráð fyrir fjármögnun Borgarlínunnar upp á fimm milljarða króna. Stærstu grænu verkefnin á næsta ári eru lagning hjólastíga fyrir 450 milljónir króna á ári, samgönguás Borgarlínu fyrir 200 milljónir króna og endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum fyrir 300 milljónir króna. Einnig er gert ráð fyrir að Laugavegi verði breytt í göngugötu og fleiri götur í miðborginni verða gerðar upp sem vistgötur auk þess sem ný torg eru að verða til, Bæjartorg, Steinbryggjan og Naustatorg. Þá verður aðstaða í Fjölskyldu og húsdýragarðinum bætt. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að stóra myndin í rekstri borgarinnar sé afar jákvæð. Þjónusta við íbúa verði í forgrunni eins og áður og stefnufesta og skýr framtíðarsýn einkenni stjórn borgarinnar. „Við erum að bæta aðeins við ýmis mikilvæg verkefni milli umræðna. Stóru málin eru samt húsnæðismálin þar sem nýjar íbúðir eru að rísa út um allt. Árið í ár er okkar stærsta í húsnæðisuppbyggingu frá upphafi en aldrei áður hafa eins margar íbúðir verið í byggingu í Reykjavík. Á sama tíma sjáum við Borgarlínuna færast nær okkur og raungerast í áætlun upp á fimm milljarða króna á næstu árum. Fjárfestingar í innviðum hafa heldur aldrei verið meiri en ný hverfi með nýjum götum eru að rísa ásamt nýjum íþróttamannvirkjum í austurhluta borgarinnar fyrir krakkana og unga fólkið okkar. Þá er sett fjármagn í nýja leik- og grunnskóla til að mæta barnafjöldanum þegar við brúum bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla,” segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarlína Borgarstjórn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira