Björgvin Skúli hættur sem framkvæmdastjóri Korta Hörður Ægisson skrifar 5. desember 2018 08:00 Björgvin Skúli Sigurðsson Björgvin Skúli Sigurðsson, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar í janúar á þessu ári, hefur látið af störfum hjá færsluhirðingarfyrirtækinu. Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Kortaþjónustunnar, staðfestir í samtali við Markaðinn að samkomulag hafi náðst um starfslok Björgvins Skúla. Aðspurð um ástæðuna segir Hildur að Björgvin Skúli hafi verið fenginn til að leiða fyrirtækið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar þess áfalls sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Þeirri vinnu sé nú lokið. Leit að nýjum framkvæmdastjóra stendur yfir en Sigurhjörtur Sigfússon, fjármálastjóri Kortaþjónustunnar, gegnir tímabundið starfi framkvæmdastjóra. Áður en Björgvin Skúli tók til starfa hjá Kortaþjónustunni í ársbyrjun hafði hann verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar á árunum 2013 til 2017. Þá vann hann um nokkurra ára skeið hjá slitastjórn bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar. Tap félagsins nam hins vegar um 1,6 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Björgvin Skúli Sigurðsson, sem var ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar í janúar á þessu ári, hefur látið af störfum hjá færsluhirðingarfyrirtækinu. Hildur Árnadóttir, stjórnarformaður Kortaþjónustunnar, staðfestir í samtali við Markaðinn að samkomulag hafi náðst um starfslok Björgvins Skúla. Aðspurð um ástæðuna segir Hildur að Björgvin Skúli hafi verið fenginn til að leiða fyrirtækið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu í kjölfar þess áfalls sem Kortaþjónustan varð fyrir við gjaldþrot breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Þeirri vinnu sé nú lokið. Leit að nýjum framkvæmdastjóra stendur yfir en Sigurhjörtur Sigfússon, fjármálastjóri Kortaþjónustunnar, gegnir tímabundið starfi framkvæmdastjóra. Áður en Björgvin Skúli tók til starfa hjá Kortaþjónustunni í ársbyrjun hafði hann verið framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar á árunum 2013 til 2017. Þá vann hann um nokkurra ára skeið hjá slitastjórn bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers. Sem kunnugt er keyptu Kvika banki og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu í fyrra og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé. Kortafyrirtækið stóð frammi fyrir alvarlegum lausafjárvanda í kjölfar greiðslustöðvunar Monarch Airlines en fyrirtækið var á meðal átta fyrirtækja sem sáu um færsluhirðingu fyrir flugfélagið. Rekstrartekjur Kortaþjónustunnar námu ríflega 4,5 milljörðum á síðasta ári og nær tvöfölduðust frá fyrra ári þegar þær voru tæpir 2,3 milljarðar. Tap félagsins nam hins vegar um 1,6 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30 Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19 Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Segir greiðslumiðlunarfyrirtæki halda 15 milljónum í gíslingu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Kortaþjónustan gaf út 250 milljóna skuldabréf til hluthafa Bréfin, sem bera sjö prósenta fasta vexti, eru til sjö ára. 21. nóvember 2018 06:30
Björgvin Skúli ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar Björgvin Skúli Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs Landsvirkjunar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kortaþjónustunnar. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundi hjá fyrirtækinu síðastliðinn föstudag, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 9. janúar 2018 12:19
Óskabein næststærsti hluthafi Korta með tíu prósenta hlut Fjárfestingafélagið Óskabein skráði sig fyrir 10 prósenta hlut þegar fjárfestar lögðu Kortaþjónustunni til nærri 1.500 milljónir króna í nýtt hlutafé. Bakkavararbræður eiga fimm prósent og Sigurður Bollason er með sex prósenta hlut. 10. janúar 2018 07:30