Vænta 25 milljarða króna innspýtingar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. desember 2018 07:00 Stjórnendur Icelandair Group hafa frá því í byrjun októbermánaðar átt í viðræðum við eigendur skuldabréfa félagsins um skilmála að baki skuldabréfaútgáfunni. Icelandair Group braut skilmálana fyrr í haust. Flugfélagið áformar að greiða upp þriðjung af eftirstöðvum bréfanna í janúar . Fréttablaðið/Ernir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að félagið hafi nægjanlegt fjárhagslegt bolmagn til þess að standa undir fyrirframgreiðslu til skuldabréfaeigenda í næsta mánuði. Til viðbótar við fyrirhugaða hlutafjárhækkun segir hann félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á að minnsta kosti 200 milljónir dala, jafnvirði 24,5 milljarða króna. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir ekki útilokað að flugfélagið þurfi að ráðast í aðra hlutafjáraukningu á næsta ári, þótt það sé ólíklegt. Það velti á ýmsum þáttum, til dæmis áformum félagsins á árinu og samkeppninni við WOW air. Samkvæmt tillögum sem stjórnendur Icelandair hafa lagt fram að langtímalausn í viðræðum sínum við eigendur að 190 milljóna dala skuldabréfaflokki félagsins mun félagið fyrirframgreiða þriðjung af eftirstöðvum skuldabréfanna fyrir 15. janúar næstkomandi. Mun fyrirframgreiðslan nema 101 prósenti af höfuðstól bréfanna sem samsvarar 63 milljónum dala eða sem jafngildir tæpum 8 milljörðum króna. Hver og einn skuldabréfaeigandi mun einnig geta krafist þess – á fyrstu tveimur vikum júlímánaðar á næsta ári – að skuldabréfin verði greidd upp að fullu á verði sem nemur 102,5 prósentum af höfuðstólnum. Ef eigendur bréfanna kjósa að nýta sér þann rétt þyrfti flugfélagið að reiða fram allt að 16 milljarða króna.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair GroupSkuldabréfaeigendurnir hafa frest til 4. janúar til þess að greiða atkvæði um tillögurnar. Þeir hafa átt í viðræðum við stjórnendur Icelandair frá því í byrjun október eftir að flugfélagið braut skilmála skuldabréfanna Eins og samþykkt var á hluthafafundi Icelandair síðastliðinn föstudag hyggst félagið auka hlutafé sitt um allt að 625 milljónir króna að nafnvirði í tveimur útboðum, í desember og mars, í því augnamiði að styrkja fjárhagsstöðu sína. Miðað við núverandi gengi hlutabréfa í flugfélaginu yrði andvirði útboðsins um 5,1 milljarður króna. Hlutabréfaverð Icelandair hefur fallið um rúmlega 30 prósent frá því að tilkynnt var síðastliðinn fimmtudag að fallið hefði verið frá kaupum félagsins á WOW air. Síðar sama dag var greint frá því að WOW air og bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi um að Indigo myndi fjárfesta í flugfélaginu. Hlutafjárhækkun dugar ekki Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir í samtali við Markaðinn að ljóst sé að fyrirhuguð hlutafjáraukning Icelandair muni, ein og sér, engan veginn duga til þess að greiða upp skuldabréfalánið. Hann bendir á að sá möguleiki sé fyrir hendi að flugfélagið endurleigi þær sex nýju flugvélar sem það fái á næsta ári með því að gera sérstakan samning um sölu og endurleigu vélanna (e. sale-and-leaseback). Með þeim hætti sé hægt að losa um töluverðar fjárhæðir í handbæru fé sem geti nýst til þess að greiða upp skuldabréfalánið. „Félagið hefur fyrirframgreitt um 200 milljónir dala inn á nýju vélarnar sem er fjárhæð sem það gæti hugsanlega fengið til baka í formi handbærs fjár,“ segir Sveinn. Stjórnendur félagsins horfi hugsanlega til þessa möguleika.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild LandsbankansBogi Nils áréttar að fjárhagsstaða Icelandair Group sé sterk, líkt og uppgjör félagsins á þriðja fjórðungi ársins beri með sér. Handbært fé og markaðsverðbréf hafi numið 184 milljónum dala í lok fjórðungsins. Hann staðfestir jafnframt að félagið vinni að „fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna en markmiðið er að hún skili sér í auknu lausafé sem nemur að minnsta kosti 200 milljónum dala“.Gætu endurfjármagnað bréfin Til viðbótar er gert ráð fyrir því í tillögum Icelandair að félagið fái heimild til þess að greiða skuldabréfin upp á tímabilinu febrúar til loka desember á næsta ári á verði sem nemur annað hvort 101,5 eða 102 prósentum af höfuðstól, eftir því hvenær greiðslan er innt af hendi. Bogi Nils segir að verði tillögurnar samþykktar geti félagið þar með ákveðið að greiða upp skuldabréfin að hluta eða í heild sinni. „Ekkert hefur verið ákveðið varðandi það hvort þessi heimild yrði nýtt en ljóst er að félagið mun eiga auðvelt með endurfjármagna skuldabréfin ef á þarf að halda eða ef félagið telur það álitlegt,“ nefnir Bogi Nils. „Ég geri ráð fyrir því að félagið hafi skoðað málið vel, til dæmis hvert vænt sjóðstreymi verður á næstunni, til þess að vera nokkuð öruggt um að hlutafjáraukningin og innágreiðslurnar dugi til þess að greiða upp skuldabréfin,“ segir Sveinn. „Þó er erfitt að rýna nákvæmlega í það enda er margt óljóst á þessu stigi,“ bætir hann við. Sveinn segir til dæmis ekki útilokað að félagið þurfi að hækka hlutaféð á nýjan leik á næsta ári, þótt það verði að teljast ólíklegt. Það velti á ýmsum þáttum, til að mynda áformum félagsins á árinu og samkeppninni við WOW air. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Bogi Nils áfram forstjóri Icelandair Bogi Nils Bogason hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. 4. desember 2018 08:44 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir ljóst að félagið hafi nægjanlegt fjárhagslegt bolmagn til þess að standa undir fyrirframgreiðslu til skuldabréfaeigenda í næsta mánuði. Til viðbótar við fyrirhugaða hlutafjárhækkun segir hann félagið vinna að fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna sem gæti skilað sér í auknu lausafé upp á að minnsta kosti 200 milljónir dala, jafnvirði 24,5 milljarða króna. Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir ekki útilokað að flugfélagið þurfi að ráðast í aðra hlutafjáraukningu á næsta ári, þótt það sé ólíklegt. Það velti á ýmsum þáttum, til dæmis áformum félagsins á árinu og samkeppninni við WOW air. Samkvæmt tillögum sem stjórnendur Icelandair hafa lagt fram að langtímalausn í viðræðum sínum við eigendur að 190 milljóna dala skuldabréfaflokki félagsins mun félagið fyrirframgreiða þriðjung af eftirstöðvum skuldabréfanna fyrir 15. janúar næstkomandi. Mun fyrirframgreiðslan nema 101 prósenti af höfuðstól bréfanna sem samsvarar 63 milljónum dala eða sem jafngildir tæpum 8 milljörðum króna. Hver og einn skuldabréfaeigandi mun einnig geta krafist þess – á fyrstu tveimur vikum júlímánaðar á næsta ári – að skuldabréfin verði greidd upp að fullu á verði sem nemur 102,5 prósentum af höfuðstólnum. Ef eigendur bréfanna kjósa að nýta sér þann rétt þyrfti flugfélagið að reiða fram allt að 16 milljarða króna.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair GroupSkuldabréfaeigendurnir hafa frest til 4. janúar til þess að greiða atkvæði um tillögurnar. Þeir hafa átt í viðræðum við stjórnendur Icelandair frá því í byrjun október eftir að flugfélagið braut skilmála skuldabréfanna Eins og samþykkt var á hluthafafundi Icelandair síðastliðinn föstudag hyggst félagið auka hlutafé sitt um allt að 625 milljónir króna að nafnvirði í tveimur útboðum, í desember og mars, í því augnamiði að styrkja fjárhagsstöðu sína. Miðað við núverandi gengi hlutabréfa í flugfélaginu yrði andvirði útboðsins um 5,1 milljarður króna. Hlutabréfaverð Icelandair hefur fallið um rúmlega 30 prósent frá því að tilkynnt var síðastliðinn fimmtudag að fallið hefði verið frá kaupum félagsins á WOW air. Síðar sama dag var greint frá því að WOW air og bandaríska fjárfestingafélagið Indigo Partners hefðu náð bráðabirgðasamkomulagi um að Indigo myndi fjárfesta í flugfélaginu. Hlutafjárhækkun dugar ekki Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild Landsbankans, segir í samtali við Markaðinn að ljóst sé að fyrirhuguð hlutafjáraukning Icelandair muni, ein og sér, engan veginn duga til þess að greiða upp skuldabréfalánið. Hann bendir á að sá möguleiki sé fyrir hendi að flugfélagið endurleigi þær sex nýju flugvélar sem það fái á næsta ári með því að gera sérstakan samning um sölu og endurleigu vélanna (e. sale-and-leaseback). Með þeim hætti sé hægt að losa um töluverðar fjárhæðir í handbæru fé sem geti nýst til þess að greiða upp skuldabréfalánið. „Félagið hefur fyrirframgreitt um 200 milljónir dala inn á nýju vélarnar sem er fjárhæð sem það gæti hugsanlega fengið til baka í formi handbærs fjár,“ segir Sveinn. Stjórnendur félagsins horfi hugsanlega til þessa möguleika.Sveinn Þórarinsson, greinandi í hagfræðideild LandsbankansBogi Nils áréttar að fjárhagsstaða Icelandair Group sé sterk, líkt og uppgjör félagsins á þriðja fjórðungi ársins beri með sér. Handbært fé og markaðsverðbréf hafi numið 184 milljónum dala í lok fjórðungsins. Hann staðfestir jafnframt að félagið vinni að „fjármögnun flugvéla og fyrirframgreiðslna en markmiðið er að hún skili sér í auknu lausafé sem nemur að minnsta kosti 200 milljónum dala“.Gætu endurfjármagnað bréfin Til viðbótar er gert ráð fyrir því í tillögum Icelandair að félagið fái heimild til þess að greiða skuldabréfin upp á tímabilinu febrúar til loka desember á næsta ári á verði sem nemur annað hvort 101,5 eða 102 prósentum af höfuðstól, eftir því hvenær greiðslan er innt af hendi. Bogi Nils segir að verði tillögurnar samþykktar geti félagið þar með ákveðið að greiða upp skuldabréfin að hluta eða í heild sinni. „Ekkert hefur verið ákveðið varðandi það hvort þessi heimild yrði nýtt en ljóst er að félagið mun eiga auðvelt með endurfjármagna skuldabréfin ef á þarf að halda eða ef félagið telur það álitlegt,“ nefnir Bogi Nils. „Ég geri ráð fyrir því að félagið hafi skoðað málið vel, til dæmis hvert vænt sjóðstreymi verður á næstunni, til þess að vera nokkuð öruggt um að hlutafjáraukningin og innágreiðslurnar dugi til þess að greiða upp skuldabréfin,“ segir Sveinn. „Þó er erfitt að rýna nákvæmlega í það enda er margt óljóst á þessu stigi,“ bætir hann við. Sveinn segir til dæmis ekki útilokað að félagið þurfi að hækka hlutaféð á nýjan leik á næsta ári, þótt það verði að teljast ólíklegt. Það velti á ýmsum þáttum, til að mynda áformum félagsins á árinu og samkeppninni við WOW air.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir „Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00 Bogi Nils áfram forstjóri Icelandair Bogi Nils Bogason hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. 4. desember 2018 08:44 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
„Áhætta við kaupin var meiri en við gerðum ráð fyrir“ Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir að stjórn og stjórnendur félagsins hafi komist að þeirri niðurstöðu að áhætta við kaup Icelandair Group á WOW air hafi verið meiri en gert hafi verið ráð fyrir. Ákvörðun um að falla frá samruna var tekin eftir að niðurstöður úr áreiðanleikakönnun Deloitte lágu fyrir. 29. nóvember 2018 12:00
Bogi Nils áfram forstjóri Icelandair Bogi Nils Bogason hefur verið ráðinn forstjóri Icelandair Group. 4. desember 2018 08:44