Dæmdur svikahrappur til rannsóknar vegna mögulegs kosningasvindls Samúel Karl Ólason skrifar 4. desember 2018 14:28 Mark Harris segist styðja rannsóknina en hann segir að rétt væri að staðfesta hann sem sigurvegara því rannsóknin snúist ekki um nægilega mörg atkvæði til að breyta niðurstöðum kosninganna. AP/Chuck Burton Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. Skoðun hefur leitt í ljós að smár hópur fólks skrifaði undan stóran hluta atkvæðanna og aðilar í þeim hópi tengjast manni sem vann fyrir framboð eins frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Mögulega verður boðað til nýrrar kosningar í því kjördæmi sem um ræðir en Repúblikaninn Mark Harris er með betri gegn Demókratanum Dan McCready en þó munar einungis 905 atkvæðum. Opinberri niðurstöðu hefur verið frestað vegna rannsóknarinnar.Lög Norður-Karólínu segja að til um að vitni þurfi að skrifa undir utankjörfundaratkvæði og í flestum tilfellum skrifa fjölskyldumeðlimir eða vinir undir þau. Rannsóknin snýr sérstaklega að Leslie McCrae Dowless sem gerði út hóp fólks sem fór um kjördæmið og safnaði atkvæðum fólks. Lög ríkisins segja þó til um að einungis kjósendur sjálfir eða náskyldir ættingjar þeirra mega senda þau til kjörstjórna. Íbúar kjördæmisins segja starfsmenn Dowless hafa gengið í hús til að safna atkvæðum fólks og skila þeim ekki inn til kjörstjórna. Þeir hafi jafnvel hjálpað fólki að kjósa og sagt að þau þurfi ekki út úr húsi til þess. Sömuleiðis hafa þeir jafnvel verið sakaðir um að breyta atkvæðunum.Atkvæðin sem talin eru ekki hafa skilað sér tilheyra að mestu leyti meðlimum minnihlutahópa, sem þykja líklegri til að kjósa Demókratflokkinn. Þá eru kjósendur Demókrataflokksins líklegri að notast við utankjörfundaratkvæði.Sat í fangelsi fyrir fjársvikCharlotte Observer segir Dowless hafa verið dæmdan fyrir svik og að ljúga við eiðstaf og hann hafi setið í fangelsi. Dowless og eiginkona hans voru dæmd árið 1992 fyrir að líftryggja látinn mann og taka við 165 þúsund dölum þar til upp komst um svikin.Þó hefur hann starfað fyrir minnst níu frambjóðendur Repúblikanaflokksins á undanförnum. Þegar blaðamaður Observer náði tali af Dowless sagðist hann ekkert hafa gert af sér en aðrir fjölmiðlar virðast ekki hafa náð sambandi við hann.Blaðamenn CNN komu höndum yfir 161 utankjörfundaratkvæði. Þar af höfðu níu aðilar skrifað undir minnst tíu þeirra hvert og þar af þrír undir rúm 40 atkvæði. Öll virðast þó þekkjast á einhvern hátt of flest þeirra tengjast Dowless.CNN ræddi einnig við fyrrverandi vin Dowless sem segir hann hafa verið með fjölda fólks í vinnu. Rannsóknin snýst að mestu leyti um Bladensýslu þar sem Harris fékk mun stærri hluta utankjörfundaratkvæða en annarsstaðar í Norður-Karólínu. Það var eina sýslan í kjördæminu þar sem Harris fékk fleiri slík atkvæði en McCready. Miðað við skráða kjósendur þar þyrfti Harris að hafa fengið atkvæði nánast allra þeirra kjósenda sem ekki eru flokksbundnir og greiddu atkvæði utankjörfundar. Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Embættismenn í Norður-Karólínu rannsaka nú ásakanir um að átt hafi verið við utankjörfundaratkvæði í þingkosningunum í síðustu mánuði. Skoðun hefur leitt í ljós að smár hópur fólks skrifaði undan stóran hluta atkvæðanna og aðilar í þeim hópi tengjast manni sem vann fyrir framboð eins frambjóðenda Repúblikanaflokksins. Mögulega verður boðað til nýrrar kosningar í því kjördæmi sem um ræðir en Repúblikaninn Mark Harris er með betri gegn Demókratanum Dan McCready en þó munar einungis 905 atkvæðum. Opinberri niðurstöðu hefur verið frestað vegna rannsóknarinnar.Lög Norður-Karólínu segja að til um að vitni þurfi að skrifa undir utankjörfundaratkvæði og í flestum tilfellum skrifa fjölskyldumeðlimir eða vinir undir þau. Rannsóknin snýr sérstaklega að Leslie McCrae Dowless sem gerði út hóp fólks sem fór um kjördæmið og safnaði atkvæðum fólks. Lög ríkisins segja þó til um að einungis kjósendur sjálfir eða náskyldir ættingjar þeirra mega senda þau til kjörstjórna. Íbúar kjördæmisins segja starfsmenn Dowless hafa gengið í hús til að safna atkvæðum fólks og skila þeim ekki inn til kjörstjórna. Þeir hafi jafnvel hjálpað fólki að kjósa og sagt að þau þurfi ekki út úr húsi til þess. Sömuleiðis hafa þeir jafnvel verið sakaðir um að breyta atkvæðunum.Atkvæðin sem talin eru ekki hafa skilað sér tilheyra að mestu leyti meðlimum minnihlutahópa, sem þykja líklegri til að kjósa Demókratflokkinn. Þá eru kjósendur Demókrataflokksins líklegri að notast við utankjörfundaratkvæði.Sat í fangelsi fyrir fjársvikCharlotte Observer segir Dowless hafa verið dæmdan fyrir svik og að ljúga við eiðstaf og hann hafi setið í fangelsi. Dowless og eiginkona hans voru dæmd árið 1992 fyrir að líftryggja látinn mann og taka við 165 þúsund dölum þar til upp komst um svikin.Þó hefur hann starfað fyrir minnst níu frambjóðendur Repúblikanaflokksins á undanförnum. Þegar blaðamaður Observer náði tali af Dowless sagðist hann ekkert hafa gert af sér en aðrir fjölmiðlar virðast ekki hafa náð sambandi við hann.Blaðamenn CNN komu höndum yfir 161 utankjörfundaratkvæði. Þar af höfðu níu aðilar skrifað undir minnst tíu þeirra hvert og þar af þrír undir rúm 40 atkvæði. Öll virðast þó þekkjast á einhvern hátt of flest þeirra tengjast Dowless.CNN ræddi einnig við fyrrverandi vin Dowless sem segir hann hafa verið með fjölda fólks í vinnu. Rannsóknin snýst að mestu leyti um Bladensýslu þar sem Harris fékk mun stærri hluta utankjörfundaratkvæða en annarsstaðar í Norður-Karólínu. Það var eina sýslan í kjördæminu þar sem Harris fékk fleiri slík atkvæði en McCready. Miðað við skráða kjósendur þar þyrfti Harris að hafa fengið atkvæði nánast allra þeirra kjósenda sem ekki eru flokksbundnir og greiddu atkvæði utankjörfundar.
Bandaríkin Bandarísku þingkosningarnar Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent