Katrín segist víst hafa gagnrýnt skipan Geirs Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2018 15:19 Ráðherrarnir að loknum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum en þar var árs afmæli ríkisstjórnarinnar fagnað. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur-fundinum fræga, að hún hafi komið nærri málum þá er hann sem utanríkisráðherra skipaði Árna Þór Sigfússon, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna sendiherra í Helsinki. Og í kjölfarið Geir H. Haarde sendiherra í Washington.Skipan Geirs gekk smurt fyrir sig Gunnar Bragi sagði að skipan Árna Þórs hafi verið til að draga athyglina frá skipan Geirs, 2014. Það hafi heppnast með miklum ágætum, Árni Þór fékk á sig skítinn meðan skipan Geirs gekk smurt fyrir sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, staðfesti frásögn Gunnars Braga á staðnum en Gunnar Bragi hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið að ljúga. Í frásögn sinni segir Gunnar Bragi svo frá að Geir hafi tjáð sér að hann hefði orðið alveg brjálaður þegar hann frétti af skipan Árna Þórs en svo hafi hann fattað plottið og orðið harla glaður. Gunnar Bragi virðist hafa talið sig eiga eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessa, en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa Gunnar Braga, ekki á næstunni. Katrín segir Gunnar Braga fara með rangt mál „Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu.Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál,“ segir Katrín í yfirlýsingu sem hún birti um þetta atriði á Facebooksíðu sinni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde. Katrín segist hafa tjáð þá skoðun sína að rangt hafi verið að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra þá er hann stóð í málaferlum við þjóð sína.Hún segir það einnig rangt að hún hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrir fram. „Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir.“ Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafnar því sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur-fundinum fræga, að hún hafi komið nærri málum þá er hann sem utanríkisráðherra skipaði Árna Þór Sigfússon, fyrrverandi þingmann Vinstri grænna sendiherra í Helsinki. Og í kjölfarið Geir H. Haarde sendiherra í Washington.Skipan Geirs gekk smurt fyrir sig Gunnar Bragi sagði að skipan Árna Þórs hafi verið til að draga athyglina frá skipan Geirs, 2014. Það hafi heppnast með miklum ágætum, Árni Þór fékk á sig skítinn meðan skipan Geirs gekk smurt fyrir sig. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þá forsætisráðherra, staðfesti frásögn Gunnars Braga á staðnum en Gunnar Bragi hefur síðan haldið því fram að hann hafi verið að ljúga. Í frásögn sinni segir Gunnar Bragi svo frá að Geir hafi tjáð sér að hann hefði orðið alveg brjálaður þegar hann frétti af skipan Árna Þórs en svo hafi hann fattað plottið og orðið harla glaður. Gunnar Bragi virðist hafa talið sig eiga eitthvað inni hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þessa, en Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur vísað því á bug og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir ekki standa til að skipa Gunnar Braga, ekki á næstunni. Katrín segir Gunnar Braga fara með rangt mál „Það var rangt með farið hjá Gunnari Braga Sveinssyni á Klausturbarnum að ég hafi ekki gagnrýnt skipan Geirs H. Haarde þar sem ég gerði það á sínum tíma opinberlega eins og auðvelt er að finna með einfaldri leit á netinu.Ég taldi sérstakt að hann hefði verið skipaður sendiherra á vegum íslenskra stjórnvalda sem hann átti þá í málaferlum við. Aðrir þingmenn og fulltrúar Vinstri-grænna tjáðu sig reyndar líka um þessi mál,“ segir Katrín í yfirlýsingu sem hún birti um þetta atriði á Facebooksíðu sinni.Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde. Katrín segist hafa tjáð þá skoðun sína að rangt hafi verið að skipa Geir H. Haarde sem sendiherra þá er hann stóð í málaferlum við þjóð sína.Hún segir það einnig rangt að hún hafi verið upplýst um skipan Geirs H. Haarde fyrir fram. „Gunnar Bragi Sveinsson upplýsti mig hins vegar um skipan Árna Þórs Sigurðssonar sem sendiherra en minntist ekkert á Geir í því samhengi. Gunnar Bragi hafði þá þegar tekið ákvörðun um skipan Árna Þórs en hann var þá þingmaður Vinstri-grænna. Ég kom ekki að þeirri ákvörðun og sóttist ekki eftir þessu starfi fyrir hönd Árna Þórs Sigurðssonar. Ég taldi að ákvörðun þáverandi utanríkisráðherra að upplýsa mig um ákvörðun sína hefði fyrst og fremst verið almenn kurteisi og mér til upplýsingar vegna stöðu Árna Þórs sem starfandi þingmanns í þingflokki Vinstri grænna. Skipan þessara sendiherra var á ábyrgð utanríkisráðherra eins og lög gera ráð fyrir.“
Alþingi Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Fyrrverandi utanríkisráðherra telur ekki fráleitt að hann verði sendiherra með tíð og tíma. 29. nóvember 2018 15:22