Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 12:09 Talið er að Mohammed bin Salman krónprins hafi gefið skipun um morðið á Jamal Khashoggi. Vísir/EPA Njósnir bandarísku leyniþjónustunnar CIA benda til þess að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hafi ítrekað skipst á skilaboðum við aðstoðarmann sinn um það leyti sem Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Trú leyniþjónustunnar á að Salman hafi skipað fyrir um morðið er sögð hafa styrkst. Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðherrar hans hafi fram að þessu ekki viljað kenna sádiarabískum ráðamönnum um morðið á Khashoggi, blaðamanni sem var gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad, telur bandaríska leyniþjónustan að það hafi verið framið með fullri vitund Salman og líklega að skipun hans. Salman og Saud al-Qahtani, ráðgjafi hans, skiptust á ellefu skilaboðum á þeim tíma sem hópur Sáda kom á ræðisskrifstofuna í Istanbúl í Tyrklandi þar sem Khashoggi var myrtur í október samkvæmt upplýsingum CIA. Qahtani var efstur á lista þeirra Sáda sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á í síðasta mánuði, að sögn New York Times. Hann er sagður á meðal nánustu ráðgjafa krónprinsins. Talið er að það hafi verið Qahtani sem var í beinum samskiptum við morðingja Khashoggi. Þessi samskipti Salman og Qahtani eru sögð hafa gert leyniþjónustuna vissari í sinni sök um að Salman hafi skipað fyrir um morðið. Þau séu þó ekki afdráttarlaus og bein sönnun á sekt krónprinsins sem Trump forseti hefur krafist ef sannfæra á hann um það. Salman krónprins hefur verið náinn bandamaður Trump forseta og þeir Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, eru sagðir miklir mátar. Bandaríkjastjórn hefur haldið fast við stuðning sinn við krónprinsinn þrátt fyrir morðið á Khashoggi sem var með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og skrifaði pistla fyrir Washington Post. Qahatani er sagður hafa verið sviptur ráðgjafatitli sínum við konungsfjölskylduna eftir morðið. Hann er ekki á meðal þeirra sem sádiarabísk yfirvöld hafa ákært vegna þess. Sem helsti áróðursmeistari krónprinsins er Qahatani sagður hafa tekið saman svartan lista yfir pólitíska óvini hans og skipulagt samfélagsmiðlaherferðir gegn þeim. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Njósnir bandarísku leyniþjónustunnar CIA benda til þess að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hafi ítrekað skipst á skilaboðum við aðstoðarmann sinn um það leyti sem Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Trú leyniþjónustunnar á að Salman hafi skipað fyrir um morðið er sögð hafa styrkst. Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðherrar hans hafi fram að þessu ekki viljað kenna sádiarabískum ráðamönnum um morðið á Khashoggi, blaðamanni sem var gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad, telur bandaríska leyniþjónustan að það hafi verið framið með fullri vitund Salman og líklega að skipun hans. Salman og Saud al-Qahtani, ráðgjafi hans, skiptust á ellefu skilaboðum á þeim tíma sem hópur Sáda kom á ræðisskrifstofuna í Istanbúl í Tyrklandi þar sem Khashoggi var myrtur í október samkvæmt upplýsingum CIA. Qahtani var efstur á lista þeirra Sáda sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á í síðasta mánuði, að sögn New York Times. Hann er sagður á meðal nánustu ráðgjafa krónprinsins. Talið er að það hafi verið Qahtani sem var í beinum samskiptum við morðingja Khashoggi. Þessi samskipti Salman og Qahtani eru sögð hafa gert leyniþjónustuna vissari í sinni sök um að Salman hafi skipað fyrir um morðið. Þau séu þó ekki afdráttarlaus og bein sönnun á sekt krónprinsins sem Trump forseti hefur krafist ef sannfæra á hann um það. Salman krónprins hefur verið náinn bandamaður Trump forseta og þeir Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, eru sagðir miklir mátar. Bandaríkjastjórn hefur haldið fast við stuðning sinn við krónprinsinn þrátt fyrir morðið á Khashoggi sem var með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og skrifaði pistla fyrir Washington Post. Qahatani er sagður hafa verið sviptur ráðgjafatitli sínum við konungsfjölskylduna eftir morðið. Hann er ekki á meðal þeirra sem sádiarabísk yfirvöld hafa ákært vegna þess. Sem helsti áróðursmeistari krónprinsins er Qahatani sagður hafa tekið saman svartan lista yfir pólitíska óvini hans og skipulagt samfélagsmiðlaherferðir gegn þeim.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira