Mikil aukning á slysum vegna lyfjaaksturs Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Frá slysstað við Sæbraut og Borgartún. Vísir/vilhelm „Það er mjög erfitt að eiga við þessa miklu aukningu í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Samkvæmt tölum frá stofnuninni hafa á fyrstu átta mánuðum ársins 67 manns látist eða slasast vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast en þeir voru 52 allt síðasta ár. Sé horft til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega vegna fíkniefnaaksturs voru það 10 einstaklingar fyrstu átta mánuði ársins og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hvorki á fyrstu átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á síðasta ári voru þetta níu einstaklingar og átta árið áður. Þórhildur Elín„Þetta er rosalega brött aukning. Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefnum okkar og augljóslega mjög knýjandi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Velferðarþjónustan okkar, skólar og fræðsluyfirvöld þurfa að koma að því að taka á þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín. Þegar kemur að ölvunarakstri er staðan svipuð og síðastliðin tvö ár. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs en þeir sem létust eða slösuðust alvarlega voru sjö. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af ölvunarakstri og erum í sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir ráð fyrir enn strangari refsimörkum. Það styður hvað við annað. Við viljum auðvitað sjá enn meiri árangur og ef frumvarpið verður óbreytt að lögum getur fólk alveg hætt að reikna það út hvort það geti fengið sér einn drykk áður en það keyrir.“ Þórhildur Elín bendir á að því miður hafi orðið mikil aukning í slysum vegna framanákeyrslna. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 46 í slíkum slysum en á sama tíma í fyrra voru þeir 37. Aukningin er líka mikil ef litið er til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta mánuði ársins en átta á sama tíma í fyrra. „Þarna er oft um að ræða ökumenn sem eru að taka fram úr. Taka séns sem þeir ættu ekki að taka. Svo hefur umferðin aukist mjög mikið þannig það eru fleiri bílar á vegunum. Það er of stutt bil á milli bíla þannig að ef einhver lendir í vandræðum með framúrakstur kemst hann kannski ekki til baka. Fólk ofmetur getu sína og vanmetur aðstæður. Það er segin saga að þá verður slysahættan umtalsvert meiri.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
„Það er mjög erfitt að eiga við þessa miklu aukningu í fíkniefnaakstri. Fyrir fólk sem er að brjóta af sér með því að nota fíkniefni yfir höfuð er það að aka undir áhrifum ekki endilega mikill þröskuldur. Notendur fíkniefna eru fyrst og fremst sjálfum sér verstir en ef þeir eru komnir út í umferðina undir áhrifum eru þeir líka orðnir hættulegir fyrir allt umhverfið,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Samkvæmt tölum frá stofnuninni hafa á fyrstu átta mánuðum ársins 67 manns látist eða slasast vegna fíkniefnaaksturs. Á sama tíma á síðasta ári höfðu 35 látist eða slasast en þeir voru 52 allt síðasta ár. Sé horft til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega vegna fíkniefnaaksturs voru það 10 einstaklingar fyrstu átta mánuði ársins og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hvorki á fyrstu átta mánuðum árs né yfir heilt ár. Á síðasta ári voru þetta níu einstaklingar og átta árið áður. Þórhildur Elín„Þetta er rosalega brött aukning. Þetta er eitt af stærstu áhyggjuefnum okkar og augljóslega mjög knýjandi verkefni fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið allt. Velferðarþjónustan okkar, skólar og fræðsluyfirvöld þurfa að koma að því að taka á þessum vanda,“ segir Þórhildur Elín. Þegar kemur að ölvunarakstri er staðan svipuð og síðastliðin tvö ár. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 47 vegna ölvunaraksturs en þeir sem létust eða slösuðust alvarlega voru sjö. „Við höfum auðvitað alltaf áhyggjur af ölvunarakstri og erum í sérstöku átaki núna. Nú liggur fyrir frumvarp til nýrra umferðarlaga sem gerir ráð fyrir enn strangari refsimörkum. Það styður hvað við annað. Við viljum auðvitað sjá enn meiri árangur og ef frumvarpið verður óbreytt að lögum getur fólk alveg hætt að reikna það út hvort það geti fengið sér einn drykk áður en það keyrir.“ Þórhildur Elín bendir á að því miður hafi orðið mikil aukning í slysum vegna framanákeyrslna. Fyrstu átta mánuði ársins létust eða slösuðust 46 í slíkum slysum en á sama tíma í fyrra voru þeir 37. Aukningin er líka mikil ef litið er til þeirra sem hafa látist eða slasast alvarlega en þeir voru 20 fyrstu átta mánuði ársins en átta á sama tíma í fyrra. „Þarna er oft um að ræða ökumenn sem eru að taka fram úr. Taka séns sem þeir ættu ekki að taka. Svo hefur umferðin aukist mjög mikið þannig það eru fleiri bílar á vegunum. Það er of stutt bil á milli bíla þannig að ef einhver lendir í vandræðum með framúrakstur kemst hann kannski ekki til baka. Fólk ofmetur getu sína og vanmetur aðstæður. Það er segin saga að þá verður slysahættan umtalsvert meiri.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira