Hefur tekið á móti hundruðum barna Sveinn Arnarsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Vísir/Vilhelm Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængurkvennadeildina til 2000. Frá aldamótunum hef ég svo verið á fæðingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem samfélagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“Þórdís Ágústsdóttir segir að ljósmóðurstarfið hafi ávallt veitt henni ánægju.Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upphafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barnsburð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæðurnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þórdís Ágústsdóttir ljósmóðir hætti fyrir helgi störfum eftir 42 ár í faginu, í þágu verðandi mæðra og barna þeirra. Hún segir gríðarlega margt hafa breyst á þessum rúmu fjórum áratugum og hefur ekki tölu á hve mörgum börnum hún hefur tekið á móti á ferlinum. „Þetta er krefjandi starf en við sem störfum við það höfum ástríðu fyrir starfinu, við elskum starfið okkar,“ segir Þórdís sem nú fagnar því að fá meiri tíma fyrir fjölskyldu og vini auk ritstarfa. „Ég starfaði á Fæðingarheimilinu í Reykjavík þar sem ég vann með hléum til 1992. Þá fór ég á sængurkvennadeildina til 2000. Frá aldamótunum hef ég svo verið á fæðingarvaktinni. Ég hef því komið víða við.“ Ferill hennar spannar mjög áhugaverða tíma þar sem samfélagið gjörbreyttist á þeim tíma sem hún var starfandi. „það hefur mjög margt breyst og við getum sagt að hvergi eru eins miklar öfgar og í okkar fagi.“Þórdís Ágústsdóttir segir að ljósmóðurstarfið hafi ávallt veitt henni ánægju.Þórdís nefnir að minnisstæðast hafi verið sængurlega kvenna í upphafi ferils hennar en þá hafi konur ekki mátt standa upp eftir fæðingu í tvo sólarhringa. „Þegar ég var að læra lágu konur og máttu ekki hreyfa sig eftir barnsburð. Börnin voru tekin af þeim og sett inn á barnastofu. Allar konur að drepast í brjóstunum og ljósmæðurnar að standa í því að laga það með heitum bökstrum og hvaðeina. En til allrar hamingju var þróun til betri vegar í þeim málum,“ segir Þórdís. „Svo er stór breyting að feður fengu að vera þátttakendur í þessu ferli en ekki lokaðir úti. Það er afar dýrmætt fyrir þá.“ Þórdís bætir við að starfið hafi alltaf átt vel við hana og veitt henni ánægju. „Þessi vinna gefur af sér. Stundum kemur þú á vakt og situr yfir sömu konunni sem fæðir ekki á vaktinni en það er jafn gefandi. Þá er það öll aðkoma í ferlinu sem skiptir máli og fæðingin er að okkar mati bónus.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent