Tapi á samkeppnisrekstri mætt með greiðslum úr einkarétti Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. desember 2018 07:00 Frá árinu 2006 hefur Íslandspóstur fært sig meir og meir inn á flutningamarkað. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Árin 2016 og 2017 nýtti Íslandspóstur (ÍSP) umtalsverðan hagnað af bréfum innan einkaréttar til að niðurgreiða tap sem hlaust af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Lögum samkvæmt er óheimilt að niðurgreiða þjónustugjöld í alþjónustu með einkaréttartekjum nema sýnt sé fram á að slíkt sé nauðsynlegt vegna alþjónustukvaða. Fyrrgreind tvö ár hagnaðist ÍSP samtals um tæplega 868 milljónir vegna bréfa í einkarétti þó að bréfsendingum fækkaði á tímabilinu. Árið 2015 var afkoman jákvæð um 13 milljónir og því talsvert stórt stökk milli ára. Hagnaður ársins 2016 var í raun svo mikill að í fyrra íhugaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að afturkalla ákvörðun sína um gjaldskrárhækkun innan einkaréttar. Á sama tíma var afkoman af samkeppnisrekstri innan alþjónustu neikvæð um tæplega 1,5 milljarða. Stærstan hluta þess, tæplega 1,1 milljarð, má rekja til svokallaðra „Kínasendinga“ sem ekki fást að fullu greiddar vegna alþjóðlegra endastöðvasamninga. Afgangstapið, um 400 milljónir króna, er vegna annarrar samkeppni innanlands. Svar ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins um sundurliðun tapsins eftir uppruna sendinga var á þann veg að þessar upplýsingar væru ekki teknar saman.Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSONÍ opinberum gögnum frá PFS kemur fram að viðvarandi tap hefur verið á ákveðnum samkeppnisrekstrarliðum innanlands en hve mikið það er hefur verið máð úr þeim vegna trúnaðar. ÍSP svaraði ekki fyrirspurn um hve mikið tapið hefði verið síðastliðin fimm ár. Yfir gjaldskrám þessa sviðs rekstrar síns hefur ÍSP fullt vald og þarf ekki samþykki frá PFS. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Lög um póstþjónustu kveða á um að gjaldskrá skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustu að viðbættum hæfilegum hagnaði. Sá hluti hagnaðarins er færður „undir strik“ í yfirliti yfir bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og samkeppnisréttar og frá honum dregin söluafkoma eigna, afkoma dótturfélaga og aðrir liðir. Sundurliðun á afkomu hvers hluta fyrir sig hefur aðeins einu sinni verið birt. Það var gert í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Willums Þórs Þórssonar og sýndi afkomuna fyrir árið 2014. Sé gert ráð fyrir að hlutfallsskiptingin milli starfsþátta nú sé svipuð og þá eykst hagnaðurinn innan einkaréttar um á annað hundrað milljónir að minnsta kosti. Tapið af samkeppni innan alþjónustu dregst að sama skapi saman um minnst tæpar 400 milljónir. Það liggur fyrir að ÍSP hefur nýtt fjármuni úr einkaréttinum til að mæta tapi innan samkeppni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samkeppnisaðilar ÍSP bent bæði PFS og Samkeppniseftirlitinu (SKE) á að þeir telji niðurgreiðsluna fara út fyrir þá heimild sem póstþjónustulögin veita. Bæði sé um háar upphæðir að ræða og þá liggi fyrir að tap sé á einstökum liðum í samkeppnisrekstri innanlands. Það sem af er ári hafa PFS og SKE bent hvort á annað vegna þessa. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Árin 2016 og 2017 nýtti Íslandspóstur (ÍSP) umtalsverðan hagnað af bréfum innan einkaréttar til að niðurgreiða tap sem hlaust af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Lögum samkvæmt er óheimilt að niðurgreiða þjónustugjöld í alþjónustu með einkaréttartekjum nema sýnt sé fram á að slíkt sé nauðsynlegt vegna alþjónustukvaða. Fyrrgreind tvö ár hagnaðist ÍSP samtals um tæplega 868 milljónir vegna bréfa í einkarétti þó að bréfsendingum fækkaði á tímabilinu. Árið 2015 var afkoman jákvæð um 13 milljónir og því talsvert stórt stökk milli ára. Hagnaður ársins 2016 var í raun svo mikill að í fyrra íhugaði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) að afturkalla ákvörðun sína um gjaldskrárhækkun innan einkaréttar. Á sama tíma var afkoman af samkeppnisrekstri innan alþjónustu neikvæð um tæplega 1,5 milljarða. Stærstan hluta þess, tæplega 1,1 milljarð, má rekja til svokallaðra „Kínasendinga“ sem ekki fást að fullu greiddar vegna alþjóðlegra endastöðvasamninga. Afgangstapið, um 400 milljónir króna, er vegna annarrar samkeppni innanlands. Svar ÍSP við fyrirspurn Fréttablaðsins um sundurliðun tapsins eftir uppruna sendinga var á þann veg að þessar upplýsingar væru ekki teknar saman.Ingimundur Sigurpálsson forstjóri Íslandspósts.VÍSIR/ARNAR HALLDÓRSSONÍ opinberum gögnum frá PFS kemur fram að viðvarandi tap hefur verið á ákveðnum samkeppnisrekstrarliðum innanlands en hve mikið það er hefur verið máð úr þeim vegna trúnaðar. ÍSP svaraði ekki fyrirspurn um hve mikið tapið hefði verið síðastliðin fimm ár. Yfir gjaldskrám þessa sviðs rekstrar síns hefur ÍSP fullt vald og þarf ekki samþykki frá PFS. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Lög um póstþjónustu kveða á um að gjaldskrá skuli taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustu að viðbættum hæfilegum hagnaði. Sá hluti hagnaðarins er færður „undir strik“ í yfirliti yfir bókhaldslegan aðskilnað einkaréttar og samkeppnisréttar og frá honum dregin söluafkoma eigna, afkoma dótturfélaga og aðrir liðir. Sundurliðun á afkomu hvers hluta fyrir sig hefur aðeins einu sinni verið birt. Það var gert í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Willums Þórs Þórssonar og sýndi afkomuna fyrir árið 2014. Sé gert ráð fyrir að hlutfallsskiptingin milli starfsþátta nú sé svipuð og þá eykst hagnaðurinn innan einkaréttar um á annað hundrað milljónir að minnsta kosti. Tapið af samkeppni innan alþjónustu dregst að sama skapi saman um minnst tæpar 400 milljónir. Það liggur fyrir að ÍSP hefur nýtt fjármuni úr einkaréttinum til að mæta tapi innan samkeppni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samkeppnisaðilar ÍSP bent bæði PFS og Samkeppniseftirlitinu (SKE) á að þeir telji niðurgreiðsluna fara út fyrir þá heimild sem póstþjónustulögin veita. Bæði sé um háar upphæðir að ræða og þá liggi fyrir að tap sé á einstökum liðum í samkeppnisrekstri innanlands. Það sem af er ári hafa PFS og SKE bent hvort á annað vegna þessa.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00 Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15 Pósturinn sýndi þinginu tölur sem hafði áður verið hafnað 28. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Tap Íslandspósts vegna dótturfélaga hleypur á mörg hundruð milljónum Íslandspóstur fór nýverið fram á að fá 1,5 milljarða að láni frá ríkinu til að mæta rekstrarvanda. Vandann megi rekja til þess að hagnaður af einkarétti standi ekki undir kostnaði af alþjónustu. 24. nóvember 2018 08:00
Íslandspóstur varið milljörðum í rekstur á samkeppnismarkaði Íslandspóstur hefur varið nær sex milljörðum í fjárfestingar í fasteignum, tækjum og bifreiðum frá 2006. Stöðugildum fjölgað um tæplega níutíu. 26. nóvember 2018 06:15