Nýir og betri gluggar í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. desember 2018 20:15 Skipt hefur verið um þrjátíu nýja glugga í Skálholtsdómkirkju en þeir eru listaverk eftir Gerði Helgadóttur. Magnús Hlynur Skálholtsdómkirkja hefur verið undirlögð iðnaðarmönnum og verkfærum þeirra síðustu vikur því það er verið að ljúka viðgerð á þrjátíu listagluggum Gerðar Helgadóttur. Einnig er gert við sprungur í mosaíkaltaristöflu Nínu Tryggvadóttur en í henni eru tuttugu og fimm þúsund mósaíksteinar frá Ítalíu. Iðnaðarmenn frá Þýskalandi hafa dvalið í Skálholti síðustu misseri þar sem þeir hafa gert við glugga kirkjunnar eftir Gerði Helgadóttir og eru nú að leggja lokahönd á ísetningu glugganna sem eru ómetanlegar þjóðargersemar. Stjórn Skálholtsfélagsins kynnti sér framkvæmdina nýlega með vígslubiskupi Skálholts. „Við erum að klára að setja síðustu gluggana í sem eru efri gluggarnir á kirkjuskipinu. Verndarsjóður Skálholts hefur verið að standa fyrir þessari framkvæmd og lagfæringum. Það er búið að ganga frá gluggunum undir, sjálfum gluggakörmunum, og glerinu og svo eru þeir settir upp á nýjan hátt, steindu gluggarnir hennar Gerðar Helgadóttur,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup. Kristján segir að gluggaverkefnið kosti um 30 milljónir króna. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti og yfirmaður viðgerðanna sem er með fyrirtæki sitt í Þýskalandi eru mjög sáttir með hvernig til hefur tekist.Magnús HlynurEn það eru ekki bara gluggarnir í Skálholti sem er búið að vera að vinna með heldur er líka verið að laga altaristöfluna en í henni eru 25 þúsund litlir mósaík steinar. „Altarismyndin er þannig að það er verið að setja í hana nýjar fúgur og laga þessar Ítölsku flísar með því að dýpka þær því þær hafa verið að losna frá, það er meiri lagfæring en búist var við. Núna er altarismyndin hennar Nínu Tryggvadóttir orðin góð fyrir næstu ár,“ bætir Kristján við. Fréttir Innlent Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Skálholtsdómkirkja hefur verið undirlögð iðnaðarmönnum og verkfærum þeirra síðustu vikur því það er verið að ljúka viðgerð á þrjátíu listagluggum Gerðar Helgadóttur. Einnig er gert við sprungur í mosaíkaltaristöflu Nínu Tryggvadóttur en í henni eru tuttugu og fimm þúsund mósaíksteinar frá Ítalíu. Iðnaðarmenn frá Þýskalandi hafa dvalið í Skálholti síðustu misseri þar sem þeir hafa gert við glugga kirkjunnar eftir Gerði Helgadóttir og eru nú að leggja lokahönd á ísetningu glugganna sem eru ómetanlegar þjóðargersemar. Stjórn Skálholtsfélagsins kynnti sér framkvæmdina nýlega með vígslubiskupi Skálholts. „Við erum að klára að setja síðustu gluggana í sem eru efri gluggarnir á kirkjuskipinu. Verndarsjóður Skálholts hefur verið að standa fyrir þessari framkvæmd og lagfæringum. Það er búið að ganga frá gluggunum undir, sjálfum gluggakörmunum, og glerinu og svo eru þeir settir upp á nýjan hátt, steindu gluggarnir hennar Gerðar Helgadóttur,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup. Kristján segir að gluggaverkefnið kosti um 30 milljónir króna. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti og yfirmaður viðgerðanna sem er með fyrirtæki sitt í Þýskalandi eru mjög sáttir með hvernig til hefur tekist.Magnús HlynurEn það eru ekki bara gluggarnir í Skálholti sem er búið að vera að vinna með heldur er líka verið að laga altaristöfluna en í henni eru 25 þúsund litlir mósaík steinar. „Altarismyndin er þannig að það er verið að setja í hana nýjar fúgur og laga þessar Ítölsku flísar með því að dýpka þær því þær hafa verið að losna frá, það er meiri lagfæring en búist var við. Núna er altarismyndin hennar Nínu Tryggvadóttir orðin góð fyrir næstu ár,“ bætir Kristján við.
Fréttir Innlent Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira