Jólatónleikar fyrir milljarð Sighvatur Jónsson skrifar 1. desember 2018 19:00 Áætlað heildarverðmæti miða á jólatónleika og hátíðarviðburði á Íslandi í ár nemur tæpum milljarði króna. Framboð jólatónleika hefur aukist með hverju árinu og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.Samtals eru 167.515 sæti í boði á 446 tónleikum og öðrum viðburðum í kringum hátíðarnar.Vísir/Tótla446 viðburðir fyrir helming þjóðarinnar Einhverjir listamenn selja sjálfir á tónleika sína og viðburði en flestir nýta sér þjónustu miðasölufyrirtækjanna midi.is og tix.is. Upplýsingar frá báðum miðasölum leiða í ljós að samtals eru 446 viðburðir á tímabilinu 20. nóvember 2018 - 5. janúar 2019. Ef alls staðar væri uppselt gætu 167.515 manns notið jólatónleika og annarra hátíðarskemmtana. Samtals er því pláss fyrir um helming þjóðarinnar á viðburðunum.Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix Miðasölu.Vísir/ArnarMet í fjölda jólatónleika Hrefna Sif Jónsdóttir framkvæmdastjóri Tix Miðasölu segir fleiri jólatónleika nú en nokkru sinni fyrr.„Það gengur vel, það hefur selst alveg fullt af miðum en fólk virðist vera lengur að ákveða sig og er ekkert eins mikið að stressa sig, vill aðeins sjá hvernig stemmningin er í desember og aðeins halda að sér höndum.“ Hrefna Sif segir dæmi um að listamenn hafi ákveðið að hætta við viðburði eða breyta umfangi þeirra, til dæmis með því að fækka tónleikum.Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór18 jólatónleikar Baggalúts Þrátt fyrir að sumu listafólki reynist erfiðar að fylla tónleikasali en áður í kringum hátíðarnar gengur vel hjá þeim vinsælustu. Hljómsveitin Baggalútur heldur flesta tónleika sem fyrr, í ár eru þeir 18 eins og í fyrra. Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti segir að jólatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói séu þétt settnari en í fyrra.„Ég á til dæmis í töluverðum vandræðum með að koma móður minni fyrir ef það segir eitthvað.“ Bragi Valdimar svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hljómsveitin þurfi að fækka jólatónleikum í ár. Þvert á móti hafi sveitin ákveðið að fjölga ekki viðburðum að þessu sinni þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið meiri en áður. „Það verða nú einhverjir aðrir að selja eitthvað...líka,“ segir Bragi Valdimar kíminn á svip. Jólalög Neytendur Tónlist Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Áætlað heildarverðmæti miða á jólatónleika og hátíðarviðburði á Íslandi í ár nemur tæpum milljarði króna. Framboð jólatónleika hefur aukist með hverju árinu og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.Samtals eru 167.515 sæti í boði á 446 tónleikum og öðrum viðburðum í kringum hátíðarnar.Vísir/Tótla446 viðburðir fyrir helming þjóðarinnar Einhverjir listamenn selja sjálfir á tónleika sína og viðburði en flestir nýta sér þjónustu miðasölufyrirtækjanna midi.is og tix.is. Upplýsingar frá báðum miðasölum leiða í ljós að samtals eru 446 viðburðir á tímabilinu 20. nóvember 2018 - 5. janúar 2019. Ef alls staðar væri uppselt gætu 167.515 manns notið jólatónleika og annarra hátíðarskemmtana. Samtals er því pláss fyrir um helming þjóðarinnar á viðburðunum.Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix Miðasölu.Vísir/ArnarMet í fjölda jólatónleika Hrefna Sif Jónsdóttir framkvæmdastjóri Tix Miðasölu segir fleiri jólatónleika nú en nokkru sinni fyrr.„Það gengur vel, það hefur selst alveg fullt af miðum en fólk virðist vera lengur að ákveða sig og er ekkert eins mikið að stressa sig, vill aðeins sjá hvernig stemmningin er í desember og aðeins halda að sér höndum.“ Hrefna Sif segir dæmi um að listamenn hafi ákveðið að hætta við viðburði eða breyta umfangi þeirra, til dæmis með því að fækka tónleikum.Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór18 jólatónleikar Baggalúts Þrátt fyrir að sumu listafólki reynist erfiðar að fylla tónleikasali en áður í kringum hátíðarnar gengur vel hjá þeim vinsælustu. Hljómsveitin Baggalútur heldur flesta tónleika sem fyrr, í ár eru þeir 18 eins og í fyrra. Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti segir að jólatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói séu þétt settnari en í fyrra.„Ég á til dæmis í töluverðum vandræðum með að koma móður minni fyrir ef það segir eitthvað.“ Bragi Valdimar svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hljómsveitin þurfi að fækka jólatónleikum í ár. Þvert á móti hafi sveitin ákveðið að fjölga ekki viðburðum að þessu sinni þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið meiri en áður. „Það verða nú einhverjir aðrir að selja eitthvað...líka,“ segir Bragi Valdimar kíminn á svip.
Jólalög Neytendur Tónlist Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira