Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2018 14:39 Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður en áður þingmaður Flokks fólksins segir að ákvörðun stjórnar flokksins að reka Karl Gauta Hjaltason og hann sjálfan hafi komið honum á óvart. Hann segist þó ekki gera lítið úr þeim mistökum hans að sitja þegjandi undir ljótum orðum sem féllu kvöldið 20. nóvember á bar skammt frá Alþingishúsinu og náðust á upptöku. „Ég vek hins vegar athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla hafa ekki verið rakin til mín orð sem hægt er að túlka sem siðferðislega ámælisverð eða neikvæð í garð nokkurs manns. Ég yfirgaf þetta samkvæmi þegar ég sá að í óefni stefndi,“ sagði Ólafur í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla landsins. „Kemur spánskt fyrir sjónir að nærvera mín, en um leið hjáseta í hnífaköstum þessa orðljóta samkvæmis, þyki gild ástæða til brottreksturs úr stjórnmálaflokki.“ Ólafur og Karl Gauti, fyrrverandi flokksmenn Flokks fólksins voru á stjórnarfundi flokksins í gær reknir. Atkvæði voru greidd um ákvörðunina. Átta greiddu atkvæði með tillögunni en einn greiddi atkvæði á móti. „Með þessari stjórnarákvörðun sýnast ný viðmið vera sett í Flokki fólksins. Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð,“ segir Ólafur. Ólafur segist ekki vera viss um að framtíðarhagsmunir flokksins hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar ákvörðun stjórnarinnar um brottrekstur þeirra Ólafs og Karls Gauta var tekin. „Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla.“ Ólafur hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ólafur Ísleifsson óháður þingmaður en áður þingmaður Flokks fólksins segir að ákvörðun stjórnar flokksins að reka Karl Gauta Hjaltason og hann sjálfan hafi komið honum á óvart. Hann segist þó ekki gera lítið úr þeim mistökum hans að sitja þegjandi undir ljótum orðum sem féllu kvöldið 20. nóvember á bar skammt frá Alþingishúsinu og náðust á upptöku. „Ég vek hins vegar athygli á því að í umfjöllun fjölmiðla hafa ekki verið rakin til mín orð sem hægt er að túlka sem siðferðislega ámælisverð eða neikvæð í garð nokkurs manns. Ég yfirgaf þetta samkvæmi þegar ég sá að í óefni stefndi,“ sagði Ólafur í yfirlýsingu sem hann sendi til fjölmiðla landsins. „Kemur spánskt fyrir sjónir að nærvera mín, en um leið hjáseta í hnífaköstum þessa orðljóta samkvæmis, þyki gild ástæða til brottreksturs úr stjórnmálaflokki.“ Ólafur og Karl Gauti, fyrrverandi flokksmenn Flokks fólksins voru á stjórnarfundi flokksins í gær reknir. Atkvæði voru greidd um ákvörðunina. Átta greiddu atkvæði með tillögunni en einn greiddi atkvæði á móti. „Með þessari stjórnarákvörðun sýnast ný viðmið vera sett í Flokki fólksins. Vonandi er að þeir sem eftir eru standist þær siðferðiskröfur sem til þeirra hljóta héðan í frá að vera gerðar. Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð,“ segir Ólafur. Ólafur segist ekki vera viss um að framtíðarhagsmunir flokksins hafi verið hafðir að leiðarljósi þegar ákvörðun stjórnarinnar um brottrekstur þeirra Ólafs og Karls Gauta var tekin. „Á þeirri ákvörðun ber ég enga ábyrgð en stjórnin alla.“ Ólafur hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45 Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43 Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Ólafur Ísleifsson hyggst sitja sem fastast Ólafur Ísleifsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, ætlar ekki að segja af sér þingmennsku og þá ætlar hann heldur ekki að hætta í Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 12:45
Karl Gauti og Ólafur reknir úr Flokki fólksins Stjórn Flokks Fólksins hefur tekið þá ákvörðun að reka Karl Gauta Hjaltason og Ólaf Ísleifsson úr Flokki fólksins. 30. nóvember 2018 16:43
Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14
Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent