Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. desember 2018 12:14 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. Mynd/Tryggvi Már „Ég hef persónulega ekki fengið neina afsökunarbeiðni eða skilaboð frá neinum sem þátt tóku í þessum fundi,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum en miður falleg ummæli nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem látin voru falla á Klausturbar 20. nóvember síðastliðin náðust á upptöku og voru birt. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins gerði útlit bæjarstjórans Írisar Róbertsdóttur að umfjöllunarefni sínu á fundi þingmannanna þar sem setið var að sumbli. „Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan,“ var á meðal þess sem Bergþór lét út úr sér á barnum. Sjá nánar: Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Aðspurð hvort hún hefði fengið afsökunarbeiðni segist Íris ekki hafa heyrt frá neinum sem áttu í hlut á Klausturbar. „Ég þekki Bergþór ekki neitt,“ segir Íris sem að vonum var hissa á þessari framkomu.Þingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Bergþór Ólason og Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi þingmaður Flokks fólksins, sem einnig tók þátt í samtalinu á barnum, eru nefndarmenn í Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis en í gær var Íris gestur nefndarinnar en þá voru þeir Bergþór og Karl Gauti fjarverandi. „Ég var að fylgja eftir umsögn okkar um samgönguáætlun. Þegar ég kem inn þá er hann ekki þar og ekki Karl Gauti heldur,“ segir Íris. Það var ekki upplýst á fundinum hvers vegna þeir voru ekki þar. „Ég náttúrulega vissi hverjir væru í nefndinni, ég var búin að kynna mér það. Þetta var mjög fínn fundur og gott að geta fengið að fylgja umsögninni eftir, því ég kom í þeim erindagjörðum til Reykjavíkur. Það hittist nú bara þannig á að þessi umfjöllun var þennan dag,“ segir Íris en umsögnin varðar ýmsa hluti sem snúa að flugvellinum og Landeyjarhöfn. „Ég trúi því að þessi nefnd starfi faglega og taki faglega á okkar umsögnum eins og öllum öðrum umsögnum,“ segir Íris. Hún segist ekki vilja draga neinar ályktanir um stöðuna í stjórnmálum út frá ummælunum sem náðust á barnum. „Mér finnst þetta segja allt um þessa einstaklinga sem þátt tóku í þessum fundi. Þeirra hegðun, eins og hún var þarna, og þetta orðfæri er bara þeirra. Ég ætla ekki að draga ályktun af því. Orðum fylgja ábyrgð og þetta er bara þeirra,“ segir Íris sem bendir á að ummælin sem snúa að henni sjálfri sem og allt illa umtalið í heild sinni sé þingmönnunum sjálfum til skammar. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þetta er í boði fyrir landsmenn á hundrað ára afmæli fullveldisins Fjölbreytt dagskrá verður um allt land á laugardaginn og mun Margrét Þórhildur Danadrottning sækja Íslendinga heim. 30. nóvember 2018 19:00 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Ég hef persónulega ekki fengið neina afsökunarbeiðni eða skilaboð frá neinum sem þátt tóku í þessum fundi,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum en miður falleg ummæli nokkurra þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem látin voru falla á Klausturbar 20. nóvember síðastliðin náðust á upptöku og voru birt. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins gerði útlit bæjarstjórans Írisar Róbertsdóttur að umfjöllunarefni sínu á fundi þingmannanna þar sem setið var að sumbli. „Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan,“ var á meðal þess sem Bergþór lét út úr sér á barnum. Sjá nánar: Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Aðspurð hvort hún hefði fengið afsökunarbeiðni segist Íris ekki hafa heyrt frá neinum sem áttu í hlut á Klausturbar. „Ég þekki Bergþór ekki neitt,“ segir Íris sem að vonum var hissa á þessari framkomu.Þingmennirnir sem voru á barnum þann 20. nóvember síðastliðinn. Karl Gauti Hjaltason, Bergþór Ólason, Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir.Bergþór Ólason og Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi þingmaður Flokks fólksins, sem einnig tók þátt í samtalinu á barnum, eru nefndarmenn í Umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis en í gær var Íris gestur nefndarinnar en þá voru þeir Bergþór og Karl Gauti fjarverandi. „Ég var að fylgja eftir umsögn okkar um samgönguáætlun. Þegar ég kem inn þá er hann ekki þar og ekki Karl Gauti heldur,“ segir Íris. Það var ekki upplýst á fundinum hvers vegna þeir voru ekki þar. „Ég náttúrulega vissi hverjir væru í nefndinni, ég var búin að kynna mér það. Þetta var mjög fínn fundur og gott að geta fengið að fylgja umsögninni eftir, því ég kom í þeim erindagjörðum til Reykjavíkur. Það hittist nú bara þannig á að þessi umfjöllun var þennan dag,“ segir Íris en umsögnin varðar ýmsa hluti sem snúa að flugvellinum og Landeyjarhöfn. „Ég trúi því að þessi nefnd starfi faglega og taki faglega á okkar umsögnum eins og öllum öðrum umsögnum,“ segir Íris. Hún segist ekki vilja draga neinar ályktanir um stöðuna í stjórnmálum út frá ummælunum sem náðust á barnum. „Mér finnst þetta segja allt um þessa einstaklinga sem þátt tóku í þessum fundi. Þeirra hegðun, eins og hún var þarna, og þetta orðfæri er bara þeirra. Ég ætla ekki að draga ályktun af því. Orðum fylgja ábyrgð og þetta er bara þeirra,“ segir Íris sem bendir á að ummælin sem snúa að henni sjálfri sem og allt illa umtalið í heild sinni sé þingmönnunum sjálfum til skammar.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þetta er í boði fyrir landsmenn á hundrað ára afmæli fullveldisins Fjölbreytt dagskrá verður um allt land á laugardaginn og mun Margrét Þórhildur Danadrottning sækja Íslendinga heim. 30. nóvember 2018 19:00 Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30 Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Þetta er í boði fyrir landsmenn á hundrað ára afmæli fullveldisins Fjölbreytt dagskrá verður um allt land á laugardaginn og mun Margrét Þórhildur Danadrottning sækja Íslendinga heim. 30. nóvember 2018 19:00
Sigmundur Davíð segist ekki hafa íhugað stöðu sína Formaður Miðflokksins segir þingmenn sem voru reknir úr Flokki fólksins velkomna í Miðflokkinn en að hann hafi ekki sjálfur íhugað að segja af sér. 30. nóvember 2018 18:30
Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53
Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09
Þingkonur sem máttu sæta óhróðri hittast á fundi Munu ræða stæka kvenfyrirlitningu innan Miðflokks og Flokks fólksins. 29. nóvember 2018 10:56