Fullveldi Íslands er eins og fertug kona Sif Sigmarsdóttir skrifar 1. desember 2018 08:00 Maðurinn er eins og sement. Við byrjum blaut; blaut á bak við eyrun, ómótuð, leir. Við getum orðið allt, allir vegir eru færir, allar dyr standa opnar. Eins og óhörðnuð steypa getum við tekið á okkur hvaða form sem er. En með tímanum þornum við og hörðnum. Skyndilega erum við það sem við erum og ekkert fær því breytt. Við erum orðin við. Við erum ekki lengur á vegferð heldur erum við mætt á áfangastað. Ég átti afmæli í gær. Á einni nóttu eltist ég um áratug. Ég er ekki lengur þrjátíu og eitthvað. Nú er ég fjörutíu. Síðustu ár hef ég að jafnaði hafið afmælisdaginn fyrir framan spegilinn þar sem ég bölva óvelkomnum gestum; myrkum dældum undir augum sem opnast eins og dalir inni á milli fjalla, mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Í ár tengdust aldurskomplexarnir hins vegar hvorki hrukkum né almennum afleiðingum samstarfs tíma og þyngdarlögmáls. Flogið til allra áfangastaða „Ég dvel í möguleikanum,“ orti skáldkonan Emily Dickinson. Tíminn sem maður dvelur í möguleikanum er alltaf sá besti. Allt er opið. Allt getur gerst. Veröldin er ostra. Lífið er ferðalag og flogið er til allra áfangastaða. Þetta er augnablikið áður en maður lætur til skarar skríða, þegar verknaðurinn er aðeins draumur, athöfnin aðeins hugmynd. Áður en maður byrjar, framkvæmir, er hægt að ylja sér við þá óra að allt fari á besta veg; bókin verði metsölubók, að maður verði ríkur þegar maður er orðinn stór, kannski fræg rokkstjarna. Á afmælisdaginn voru það ekki líkamleg einkenni öldrunar sem ollu mér áhyggjum, það var ekki mýkt þess sem áður var stinnt. Þvert á móti var það harka þess sem áður var mjúkt. Hvenær hætti hugurinn að vera opinn? Hvenær hætti sálin að vera lipur, sveigjanleg, til í hvert það ævintýri sem biði handan hornsins? Hvenær hætti ég að trúa því að einn daginn yrði ég kannski fræg rokkstjarna? Hvenær hætti ég að dvelja í möguleikanum? Það sem gæti verið öðruvísi Í dag fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Hundrað ár eru frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna. Fullveldi Íslands er eins og fertug kona; það er komið til vits og ára án þess að það sé endilega komið til ára sinna – en stífleiki tímans er þó farinn að segja til sín. Með hækkandi aldri stirðna vöðvar. Til að sporna gegn því förum við í átak, skellum okkur í ræktina eða út að skokka og gætum þess svo að teygja vel á eftir. En það er fleira sem þarf að teygja á en vöðvar. Dyr lokast, draumar gleymast, framtíðin verður fyrirsjáanleg. Rétt eins og við þurfum að hafa meira fyrir því að halda líkamanum liðugum þegar aldurinn færist yfir, þurfum við að vinna hart að því að halda sálinni sveigjanlegri. Í hundrað ár hefur Ísland verið fullvalda. Á þeim tíma hefur samfélagið mótast, tekið á sig form, komist í fast horf. En þegar hlutirnir eru í föstum skorðum, hvort sem um ræðir fertuga konu eða hundrað ára fullveldi, hættir okkur til að missa sjónar á því að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Fertug kona hyggst dvelja í möguleikanum um að verða rokkstjarna þegar hún verður stór. Á hundrað ára fullveldisafmæli standa óendanlega margar dyr íslensku samfélagi opnar: Við gætum komið okkur upp nýrri stjórnarskrá; við gætum breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggt að landsmenn allir njóti góðs af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar; við gætum sameinast um sanngjarnara samfélag og hækkað lágmarkslaun; við gætum afþakkað þjónustu þeirra forhertu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi sem viðruðu almenna mannfyrirlitningu sína er þeir sátu að sumbli á bar í miðborginni og fara með fullveldi okkar eins og eigið konungdæmi, drukknir af öli og eigin völdum. Möguleikarnir eru endalausir. Aðeins hugmyndaflugið setur okkur skorður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Maðurinn er eins og sement. Við byrjum blaut; blaut á bak við eyrun, ómótuð, leir. Við getum orðið allt, allir vegir eru færir, allar dyr standa opnar. Eins og óhörðnuð steypa getum við tekið á okkur hvaða form sem er. En með tímanum þornum við og hörðnum. Skyndilega erum við það sem við erum og ekkert fær því breytt. Við erum orðin við. Við erum ekki lengur á vegferð heldur erum við mætt á áfangastað. Ég átti afmæli í gær. Á einni nóttu eltist ég um áratug. Ég er ekki lengur þrjátíu og eitthvað. Nú er ég fjörutíu. Síðustu ár hef ég að jafnaði hafið afmælisdaginn fyrir framan spegilinn þar sem ég bölva óvelkomnum gestum; myrkum dældum undir augum sem opnast eins og dalir inni á milli fjalla, mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Í ár tengdust aldurskomplexarnir hins vegar hvorki hrukkum né almennum afleiðingum samstarfs tíma og þyngdarlögmáls. Flogið til allra áfangastaða „Ég dvel í möguleikanum,“ orti skáldkonan Emily Dickinson. Tíminn sem maður dvelur í möguleikanum er alltaf sá besti. Allt er opið. Allt getur gerst. Veröldin er ostra. Lífið er ferðalag og flogið er til allra áfangastaða. Þetta er augnablikið áður en maður lætur til skarar skríða, þegar verknaðurinn er aðeins draumur, athöfnin aðeins hugmynd. Áður en maður byrjar, framkvæmir, er hægt að ylja sér við þá óra að allt fari á besta veg; bókin verði metsölubók, að maður verði ríkur þegar maður er orðinn stór, kannski fræg rokkstjarna. Á afmælisdaginn voru það ekki líkamleg einkenni öldrunar sem ollu mér áhyggjum, það var ekki mýkt þess sem áður var stinnt. Þvert á móti var það harka þess sem áður var mjúkt. Hvenær hætti hugurinn að vera opinn? Hvenær hætti sálin að vera lipur, sveigjanleg, til í hvert það ævintýri sem biði handan hornsins? Hvenær hætti ég að trúa því að einn daginn yrði ég kannski fræg rokkstjarna? Hvenær hætti ég að dvelja í möguleikanum? Það sem gæti verið öðruvísi Í dag fögnum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Hundrað ár eru frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna. Fullveldi Íslands er eins og fertug kona; það er komið til vits og ára án þess að það sé endilega komið til ára sinna – en stífleiki tímans er þó farinn að segja til sín. Með hækkandi aldri stirðna vöðvar. Til að sporna gegn því förum við í átak, skellum okkur í ræktina eða út að skokka og gætum þess svo að teygja vel á eftir. En það er fleira sem þarf að teygja á en vöðvar. Dyr lokast, draumar gleymast, framtíðin verður fyrirsjáanleg. Rétt eins og við þurfum að hafa meira fyrir því að halda líkamanum liðugum þegar aldurinn færist yfir, þurfum við að vinna hart að því að halda sálinni sveigjanlegri. Í hundrað ár hefur Ísland verið fullvalda. Á þeim tíma hefur samfélagið mótast, tekið á sig form, komist í fast horf. En þegar hlutirnir eru í föstum skorðum, hvort sem um ræðir fertuga konu eða hundrað ára fullveldi, hættir okkur til að missa sjónar á því að hlutirnir geta verið öðruvísi en þeir eru. Fertug kona hyggst dvelja í möguleikanum um að verða rokkstjarna þegar hún verður stór. Á hundrað ára fullveldisafmæli standa óendanlega margar dyr íslensku samfélagi opnar: Við gætum komið okkur upp nýrri stjórnarskrá; við gætum breytt fiskveiðistjórnunarkerfinu og tryggt að landsmenn allir njóti góðs af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar; við gætum sameinast um sanngjarnara samfélag og hækkað lágmarkslaun; við gætum afþakkað þjónustu þeirra forhertu fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi sem viðruðu almenna mannfyrirlitningu sína er þeir sátu að sumbli á bar í miðborginni og fara með fullveldi okkar eins og eigið konungdæmi, drukknir af öli og eigin völdum. Möguleikarnir eru endalausir. Aðeins hugmyndaflugið setur okkur skorður.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun