Paul Anthony Jones hefur yfirgefið herbúðir Stjörnunnar í Dominos-deild karla en Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunar, staðfesti þetta í kvöld.
Stjarnan vann ellefu stiga sigur á Haukum, 100-89, í síðasta leik liðsins á þessu ári í kvöld og þar var enginn Paul Anthony sjáanlegur.
Arnar staðfesti í viðtali við Vísi eftir leikinn að Paul Anthony myndi ekki leika fleiri leiki fyrir Stjörnunnar þetta tímabilið. Þeir ætli að skipta um Kana.
Paul Anthony hefur leikið vel með Stjörnunni í vetur en hann er að meðaltali með tæplega tuttugu stig í leik. Auk þess er hann með rúm sjö fráköst í leik í vetur.
Stjarnan er í fjórða sæti deildarinnar með fjórtán stig og fer ekki neðar er umferðin klárast á morgun.
Paul Anthony Jones yfirgefur Stjörnuna
Anton Ingi Leifsson skrifar
