Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. desember 2018 19:00 Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. Ströng lög gilda um fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar segir að lykilstjórnendur skuli hafa gott orðspor, ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota síðustu fimm ár ár eða hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Á heimasíðu Kviku banka eru jafnvel birtar enn strangari hæfiskröfur. Þar kemur meðal annars fram að meta skuli starfsferil starfsmanns með hliðsjón af því hvort hann hafi sætt rannsókn opinberra eftirlitsaðila og hvort hann hafi verið stjórnandi fyrirtækis sem orðið hefur gjaldþrota. Fram hefur komið að við ráðningu Ármanns Þorvaldssonar forstjóra Kviku banka hafi hann upplýst stjórn bankans um gjaldþrot félags í hans eigu. Skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og Fjármálaeftirlitið hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Gjaldþrotið snerist um eignarhaldsfélagið Ármann Þorvaldsson ehf en Ármann var ekki persónulega ábyrgur fyrir þeim fimm komma sjö milljörðum króna sem ekki fengust greiddir úr búinu. Ármann stjórnaði Kaupþingi Singer og Friedlander í Bretlandi þar til bankinn fór í slitameðferð við fjármálahrunið. Breska fjármálaeftirlitið rannsakaði bankann og komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi stjórnendur bankans hefðu ekki hugað nægilega vel að lausafjárstöðu hans og láðst að láta eftirlitið vita. Bankinn hefði verið sektaður ef hann hefði ekki verið í slitameðferð. Guðmundur Örn Þórðarsson sem situr í stjórn Kviku banka sætir rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara vegna meintra umboðssvika vegna kaupa hans og eiginkonu hans á Olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaupa á færeysku félagi. Eiginkona hans er eigandi félags sem skráð er fyrir fjórða stærsta hlutnum í Kviku banka. Til stendur að skrá bankann í Kauphöllina á næsta ári. Ásgeir Brynjar Torfason lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að evrópsk löggjöf um fjármálafyrirtæki hafi verið hert eftir fjármálahrunið. Ákvæðið í íslenskri löggjöf um gott orðspor lykilstjórnenda hafi komið til vegna þess. Ástæðan sé einföld. „Það hefur ekki verið talið nægjanlegt að gera einungis þær kröfur að menn sem stjórna fjármálafyrirtækjum séu lausir við dóma og gjaldþrot. Menn hafa viljað ganga lengra í ljósi reynslunnar frá 2008 og fara fram á enn meiri kröfur. En þá hefur verið settur inn svona matskenndur liður sem er ekki einfalt að útskýra lagatæknilega,“ segir Ásgeir. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Stjórnarmaður í Kviku banka sætir rannsókn vegna meintra umboðssvika. Þá rannsakaði breska fjármálaeftirlitið fjárfestingarbanka sem forstjórinn stjórnaði. Stjórn Kviku hyggst skrá bankann í Kauphöllinni á næsta ári. Ströng lög gilda um fjármálafyrirtæki hér á landi. Þar segir að lykilstjórnendur skuli hafa gott orðspor, ekki hafa verið úrskurðaðir persónulega gjaldþrota síðustu fimm ár ár eða hafa hlotið dóm á síðustu 10 árum fyrir refsiverðan verknað. Á heimasíðu Kviku banka eru jafnvel birtar enn strangari hæfiskröfur. Þar kemur meðal annars fram að meta skuli starfsferil starfsmanns með hliðsjón af því hvort hann hafi sætt rannsókn opinberra eftirlitsaðila og hvort hann hafi verið stjórnandi fyrirtækis sem orðið hefur gjaldþrota. Fram hefur komið að við ráðningu Ármanns Þorvaldssonar forstjóra Kviku banka hafi hann upplýst stjórn bankans um gjaldþrot félags í hans eigu. Skiptum í búið hefði lokið árið 2015. Stjórnin og Fjármálaeftirlitið hafi metið Ármann hæfan til að gegna stöðunni. Gjaldþrotið snerist um eignarhaldsfélagið Ármann Þorvaldsson ehf en Ármann var ekki persónulega ábyrgur fyrir þeim fimm komma sjö milljörðum króna sem ekki fengust greiddir úr búinu. Ármann stjórnaði Kaupþingi Singer og Friedlander í Bretlandi þar til bankinn fór í slitameðferð við fjármálahrunið. Breska fjármálaeftirlitið rannsakaði bankann og komst að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi stjórnendur bankans hefðu ekki hugað nægilega vel að lausafjárstöðu hans og láðst að láta eftirlitið vita. Bankinn hefði verið sektaður ef hann hefði ekki verið í slitameðferð. Guðmundur Örn Þórðarsson sem situr í stjórn Kviku banka sætir rannsókn hjá embætti héraðssaksóknara vegna meintra umboðssvika vegna kaupa hans og eiginkonu hans á Olíufélaginu Skeljungi árið 2008 og kaupa á færeysku félagi. Eiginkona hans er eigandi félags sem skráð er fyrir fjórða stærsta hlutnum í Kviku banka. Til stendur að skrá bankann í Kauphöllina á næsta ári. Ásgeir Brynjar Torfason lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir að evrópsk löggjöf um fjármálafyrirtæki hafi verið hert eftir fjármálahrunið. Ákvæðið í íslenskri löggjöf um gott orðspor lykilstjórnenda hafi komið til vegna þess. Ástæðan sé einföld. „Það hefur ekki verið talið nægjanlegt að gera einungis þær kröfur að menn sem stjórna fjármálafyrirtækjum séu lausir við dóma og gjaldþrot. Menn hafa viljað ganga lengra í ljósi reynslunnar frá 2008 og fara fram á enn meiri kröfur. En þá hefur verið settur inn svona matskenndur liður sem er ekki einfalt að útskýra lagatæknilega,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira