Stöðva sölu á kúlublysi sem innihélt blý í óeðlilega miklu magni Birgir Olgeirsson skrifar 19. desember 2018 16:41 Íslendingar eru iðulega sprengjuglaðir um áramót. Vísir/VILHELM Neytendastofa hefur stöðvað markaðssetningu á kúlublysi í fjölskylduapkka frá PEP International. Var það gert eftir að mælingar Umhverfisstofnunar leiddu í ljós að blysið innihélt blý í óeðlilega miklu magni. Var það um það bil 1.500 falt hærra en í öðrum sýnum Umhverfisstofnunar. Í frétt Umhverfisstofnunar af málinu kemur fram að líklegt sé að blýi hafi verið bætt í vöruna til að framkalla ákveðna eiginleika. Ástæðan fyrir því að farið var í þessar mælingar á innihaldi flugelda sem eru til sölu hér á landi er vegna þess að loftmengun var óvenju mikil um síðustu áramót. Efnagreiningar Umhverfisstofnunar á svifrykssýnum frá Norðurhellu í Hafnarfirði sýndu greinilega aukningu á innihaldi blýs (Pb) og arsens (As) í samanburði við aðra daga. Þó aukningin hafi verið greinileg voru gildin þó langt undir heilsuverndarmörkum hvað þessi efni varðar. Flugeldar innihalda mörg mismunandi efni sem bætt er í þá til að framkalla litríkar og háværar sprengingar. Hafa þungmálmar mikið verið notaðir í þessum tilgangi, vegna þess að bruni þeirra er mjög litríkur. Þessi efni eru þó mörg hver eitruð, brotna hægt niður í náttúrunni og safnast fyrir í lífverum. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að notkun margra þeirra hefur verið takmörkuð eða bönnuð. Umhverfisstofnun hefur það hlutverk samkvæmt efnalögum að upplýsa almenning um hættu tengda notkun á efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni til verndar heilsu eða umhverfi. Vegna þeirrar skyldu tók stofnunin ákvörðun í ljósi þeirrar miklu loftmengunar sem varð um síðustu áramót, að ráðast í efnagreiningar á skoteldunum sjálfum m.a. til að kanna hvort þeir standist kröfur efnalaga. Umhverfisstofnun mun standa fyrir frekari mælingum á efnainnihaldi svifryks nú um áramótin. Fyrir ári var sýnum safnað á mælistöðinni við Norðurhellu í Hafnarfirði, en sú mælistöð er utan við þéttustu byggðina og því líklega sú stöð þar sem skoteldamengun var einna lægst á höfuðborgarsvæðinu. Tækjabúnaðurinn sem notaður var við sýnatökuna hefur nú verið færður og var nýlega settur upp á mælistöðinni við Grensásveg. Sambærilegur búnaður verður líka settur upp við Dalsmára í Kópavogi þar sem metgildi svifryks mældust um síðustu áramót. Gerðar verða mælingar á þungmálmum og PAH efnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt Umhverfisstofnun til viðbótarfjármagn vegna þessa, en svona efnagreiningar eru mjög kostnaðarsamar. Niðurstöður verða birtar um leið og þær liggja fyrir. Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Neytendastofa hefur stöðvað markaðssetningu á kúlublysi í fjölskylduapkka frá PEP International. Var það gert eftir að mælingar Umhverfisstofnunar leiddu í ljós að blysið innihélt blý í óeðlilega miklu magni. Var það um það bil 1.500 falt hærra en í öðrum sýnum Umhverfisstofnunar. Í frétt Umhverfisstofnunar af málinu kemur fram að líklegt sé að blýi hafi verið bætt í vöruna til að framkalla ákveðna eiginleika. Ástæðan fyrir því að farið var í þessar mælingar á innihaldi flugelda sem eru til sölu hér á landi er vegna þess að loftmengun var óvenju mikil um síðustu áramót. Efnagreiningar Umhverfisstofnunar á svifrykssýnum frá Norðurhellu í Hafnarfirði sýndu greinilega aukningu á innihaldi blýs (Pb) og arsens (As) í samanburði við aðra daga. Þó aukningin hafi verið greinileg voru gildin þó langt undir heilsuverndarmörkum hvað þessi efni varðar. Flugeldar innihalda mörg mismunandi efni sem bætt er í þá til að framkalla litríkar og háværar sprengingar. Hafa þungmálmar mikið verið notaðir í þessum tilgangi, vegna þess að bruni þeirra er mjög litríkur. Þessi efni eru þó mörg hver eitruð, brotna hægt niður í náttúrunni og safnast fyrir í lífverum. Þessar staðreyndir hafa orðið til þess að notkun margra þeirra hefur verið takmörkuð eða bönnuð. Umhverfisstofnun hefur það hlutverk samkvæmt efnalögum að upplýsa almenning um hættu tengda notkun á efnum, efnablöndum og hlutum sem innihalda efni til verndar heilsu eða umhverfi. Vegna þeirrar skyldu tók stofnunin ákvörðun í ljósi þeirrar miklu loftmengunar sem varð um síðustu áramót, að ráðast í efnagreiningar á skoteldunum sjálfum m.a. til að kanna hvort þeir standist kröfur efnalaga. Umhverfisstofnun mun standa fyrir frekari mælingum á efnainnihaldi svifryks nú um áramótin. Fyrir ári var sýnum safnað á mælistöðinni við Norðurhellu í Hafnarfirði, en sú mælistöð er utan við þéttustu byggðina og því líklega sú stöð þar sem skoteldamengun var einna lægst á höfuðborgarsvæðinu. Tækjabúnaðurinn sem notaður var við sýnatökuna hefur nú verið færður og var nýlega settur upp á mælistöðinni við Grensásveg. Sambærilegur búnaður verður líka settur upp við Dalsmára í Kópavogi þar sem metgildi svifryks mældust um síðustu áramót. Gerðar verða mælingar á þungmálmum og PAH efnum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur lagt Umhverfisstofnun til viðbótarfjármagn vegna þessa, en svona efnagreiningar eru mjög kostnaðarsamar. Niðurstöður verða birtar um leið og þær liggja fyrir.
Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00