Patrekur tekur við dönsku meisturunum í Skjern í júlí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 07:51 Patrekur Jóhannesson. Vísir/Daníel Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. Patrekur gerir þriggja ára samning við Skjern og tekur við liðinu þann 1. júlí næstkomandi en samningur hann við Selfoss rennur út í vor. Hann mun halda áfram að þjálfa austurríska landsliðið.ÖHB-Teamchef Patrekur Jóhannesson wird ab Juli 2019 zusätzlich zu seiner Tätigkeit als Nationalteamtrainer, den dänischen Spitzenklub und Champions League-Verein @SkjernHaandbold übernehmen! Alle Infos https://t.co/kyzkfz9zhc#HandballAustriapic.twitter.com/leL9zP4KV9 — Handball Austria (@HandballAustria) December 19, 2018Patrekur er á sínu öðru tímabili með Selfossliðið en hann hefur einnig þjálfað austurríska landsliðið frá árinu 2011. Þetta verður annað erlenda félagsliðið sem hann þjálfar en Patrekur stýrði TV Emsdetten frá 2010-11. Patrekur er 46 ára gamall og hefur verið að þjálfa handboltalið frá því að hann lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum síðan. Ráðning Patreks er enn eitt dæmið um hversu eftirsóttir íslenskir handboltaþjálfarar eru á erlendri grundu. Skjern varð danskur meistari á síðasta tímabili undir stjórn Ole Nörgaard en það hefur ekki gengið eins vel í vetur. Skjern er eins og er í 7. sæti dönsku deildarinnar með 9 sigra og 8 töp í 17 leikjum. Skjern er líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni þegar fjórir leikir eru eftir en vann þó tvo fyrstu leikina sína á móti Celje og HK Motor. Ole Nörgaard og Henrik Kronborg þjálfa Skjern saman í vetur en Nörgaard hefur þjálfað liðið undanfarin sjö tímabil. Með Skjern spila tveir íslenskir leikmenn í dag, landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson. Í liðinu er líka norsku línumaðurinn Bjarte Myrhol og dönsku goðsagnirnar Anders Eggert og Kasper Söndergaard sem eru þó báðir farnir að nálgast fertugsaldurinn. Thomas Mogensen snéri líka heima til Danmerkur og til Skjern í sumar eftir ellefu ár með Flensburg í þýsku deildinni. Patrekur verður ekki fyrsti íslenski þjálfarinn hjá Skjern því Aron Kristkjánsson þjálfaði liðið með Anders Dahl-Nielsen frá 2004 til 2007. Aron lék líka með liðinu og varð danskur meistari með Skjern árið 1999. Handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Patrekur Jóhannesson hættir með Selfoss í vor og tekur við dönsku meisturunum í Skjern en austurríska handboltasambanið tilkynnti um þetta á heimasíðu sinni í morgun. Patrekur er að taka við starfinu af Ole Nørgaard sem hefur stýrt danska liðinu frá 2012. Patrekur gerir þriggja ára samning við Skjern og tekur við liðinu þann 1. júlí næstkomandi en samningur hann við Selfoss rennur út í vor. Hann mun halda áfram að þjálfa austurríska landsliðið.ÖHB-Teamchef Patrekur Jóhannesson wird ab Juli 2019 zusätzlich zu seiner Tätigkeit als Nationalteamtrainer, den dänischen Spitzenklub und Champions League-Verein @SkjernHaandbold übernehmen! Alle Infos https://t.co/kyzkfz9zhc#HandballAustriapic.twitter.com/leL9zP4KV9 — Handball Austria (@HandballAustria) December 19, 2018Patrekur er á sínu öðru tímabili með Selfossliðið en hann hefur einnig þjálfað austurríska landsliðið frá árinu 2011. Þetta verður annað erlenda félagsliðið sem hann þjálfar en Patrekur stýrði TV Emsdetten frá 2010-11. Patrekur er 46 ára gamall og hefur verið að þjálfa handboltalið frá því að hann lagði skóna á hilluna fyrir tíu árum síðan. Ráðning Patreks er enn eitt dæmið um hversu eftirsóttir íslenskir handboltaþjálfarar eru á erlendri grundu. Skjern varð danskur meistari á síðasta tímabili undir stjórn Ole Nörgaard en það hefur ekki gengið eins vel í vetur. Skjern er eins og er í 7. sæti dönsku deildarinnar með 9 sigra og 8 töp í 17 leikjum. Skjern er líka í neðsta sæti í sínum riðli í Meistaradeildinni þegar fjórir leikir eru eftir en vann þó tvo fyrstu leikina sína á móti Celje og HK Motor. Ole Nörgaard og Henrik Kronborg þjálfa Skjern saman í vetur en Nörgaard hefur þjálfað liðið undanfarin sjö tímabil. Með Skjern spila tveir íslenskir leikmenn í dag, landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson og Tandri Már Konráðsson. Í liðinu er líka norsku línumaðurinn Bjarte Myrhol og dönsku goðsagnirnar Anders Eggert og Kasper Söndergaard sem eru þó báðir farnir að nálgast fertugsaldurinn. Thomas Mogensen snéri líka heima til Danmerkur og til Skjern í sumar eftir ellefu ár með Flensburg í þýsku deildinni. Patrekur verður ekki fyrsti íslenski þjálfarinn hjá Skjern því Aron Kristkjánsson þjálfaði liðið með Anders Dahl-Nielsen frá 2004 til 2007. Aron lék líka með liðinu og varð danskur meistari með Skjern árið 1999.
Handbolti HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira