Lesið og skrifað á 21. öldinni Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. desember 2018 07:00 „Í dag má segja að börn séu læs þegar kemur að tækni en ekki skrifandi,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali á dögunum. Í gær lagði borgarfulltrúinn svo fram tillögu þar sem hún lagði til að forritun yrði almennt kennd í grunnskólum. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti tillögu fulltrúa minnihlutans, aldrei þessu vant. Ánægjulegt var að sjá stjórnmálamennina stíga upp úr dægurþrasi í aðdraganda jóla og styðja góða hugmynd. Þau börn sem nú ganga í grunnskóla hafa haft aðgang að tölvu frá því þau fæddust. Samkvæmt nýlegum rannsóknum verða 65 prósent þeirra starfa sem unnin eru í dag ekki til innan fárra ára. Tækniþróun undanfarinna ára og áratuga hefur gjörbreytt heiminum. Þessi þróun mun halda áfram og að endingu gjörbreyta því umhverfi sem við þekkjum. Tölvur og gervigreind munu á næstu áratugum sjálfvirknivæða um helming þeirra starfa sem mannkynið vinnur í dag, líkt og þekkt er. Tæknimenntað fólk hefur mikið um það að segja hvernig atvinnulífið, og þar af leiðandi samfélagið sjálft, mun líta út í fyrirsjáanlegri framtíð. Í dag er lítið, en þó eitthvað, fjallað um forritun í aðalnámskrá grunnskólanna. Skólunum er í sjálfsvald sett hversu mikla forritun skal kenna. Þannig getur það oltið á áhuga og getu kennara hversu mikið forritun er tvinnuð inn í námsefnið. Sumir kennarar leggja mikið upp úr forritun, aðrir ekki. Slíkt bitnar á möguleikum barna þegar þau vaxa úr grasi. Mikilvægt er í þessu samhengi að sveitarstjórnir komi á samtali milli grunnskóla og atvinnulífs um hvernig framtíðin lítur út. Þessi tillaga er gott skref í þá átt, þar sem kennsla í forritun verður innleidd í sátt við starfsfólk grunnskólanna. Forritunarkennsla verði veigamikill þáttur í menntun barna. Til þess þarf að virkja og mennta kennara, foreldra og börnin sjálf. Það er ærið verkefni, en einfaldlega svar við kalli tímans. Flest börn í dag kunna að nota tölvur. Þau horfa á bíómyndir og þætti, skoða samfélagsmiðla, læra jafnvel tungumál og nota ýmis forrit fyrir ólík áhugamál sín. Eins og það er mikilvægt að kunna að nota tæknina er ekki síður mikilvægt að hafa grunnhugmynd um það hvernig hún virkar. Það er einfaldlega mikilvægur hluti af læsi 21. aldarinnar. Börnin okkar eiga að kunna að lesa, skrifa, reikna og forrita. Forritun er nauðsynlegur þáttur í að undirbúa börnin til þess að mæta kröfum sem þeirra bíða. Það er hlutverk sveitarstjórna, foreldra og kennara að fjárfesta í þessari framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
„Í dag má segja að börn séu læs þegar kemur að tækni en ekki skrifandi,“ sagði Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsviðtali á dögunum. Í gær lagði borgarfulltrúinn svo fram tillögu þar sem hún lagði til að forritun yrði almennt kennd í grunnskólum. Meirihluti borgarstjórnar samþykkti tillögu fulltrúa minnihlutans, aldrei þessu vant. Ánægjulegt var að sjá stjórnmálamennina stíga upp úr dægurþrasi í aðdraganda jóla og styðja góða hugmynd. Þau börn sem nú ganga í grunnskóla hafa haft aðgang að tölvu frá því þau fæddust. Samkvæmt nýlegum rannsóknum verða 65 prósent þeirra starfa sem unnin eru í dag ekki til innan fárra ára. Tækniþróun undanfarinna ára og áratuga hefur gjörbreytt heiminum. Þessi þróun mun halda áfram og að endingu gjörbreyta því umhverfi sem við þekkjum. Tölvur og gervigreind munu á næstu áratugum sjálfvirknivæða um helming þeirra starfa sem mannkynið vinnur í dag, líkt og þekkt er. Tæknimenntað fólk hefur mikið um það að segja hvernig atvinnulífið, og þar af leiðandi samfélagið sjálft, mun líta út í fyrirsjáanlegri framtíð. Í dag er lítið, en þó eitthvað, fjallað um forritun í aðalnámskrá grunnskólanna. Skólunum er í sjálfsvald sett hversu mikla forritun skal kenna. Þannig getur það oltið á áhuga og getu kennara hversu mikið forritun er tvinnuð inn í námsefnið. Sumir kennarar leggja mikið upp úr forritun, aðrir ekki. Slíkt bitnar á möguleikum barna þegar þau vaxa úr grasi. Mikilvægt er í þessu samhengi að sveitarstjórnir komi á samtali milli grunnskóla og atvinnulífs um hvernig framtíðin lítur út. Þessi tillaga er gott skref í þá átt, þar sem kennsla í forritun verður innleidd í sátt við starfsfólk grunnskólanna. Forritunarkennsla verði veigamikill þáttur í menntun barna. Til þess þarf að virkja og mennta kennara, foreldra og börnin sjálf. Það er ærið verkefni, en einfaldlega svar við kalli tímans. Flest börn í dag kunna að nota tölvur. Þau horfa á bíómyndir og þætti, skoða samfélagsmiðla, læra jafnvel tungumál og nota ýmis forrit fyrir ólík áhugamál sín. Eins og það er mikilvægt að kunna að nota tæknina er ekki síður mikilvægt að hafa grunnhugmynd um það hvernig hún virkar. Það er einfaldlega mikilvægur hluti af læsi 21. aldarinnar. Börnin okkar eiga að kunna að lesa, skrifa, reikna og forrita. Forritun er nauðsynlegur þáttur í að undirbúa börnin til þess að mæta kröfum sem þeirra bíða. Það er hlutverk sveitarstjórna, foreldra og kennara að fjárfesta í þessari framtíð.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun