Furðulegar ástæður fyrir því að nýbakaður faðir fær ekki fæðingarorlof Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2018 17:08 Kári Rafn Karlsson á ekki von á því að fara í fæðingarorlof á næstunni. Vísir Kári Rafn Karlsson, Skagamaður og faðir síðan í sumar, þarf að bíða í einhvern tíma eftir því að komast í fæðingarorlof. Ástæðan er sú að skilnaður kærustu hans og barnsmóður var ekki genginn í gegn þegar barnið fæddist í sumar. Munaði tveimur dögum en stúlkan fæddist nokkrum dögum fyrir tímann. Í íslenskum lögum segir að eiginmaður giftrar konu sé faðir barns sem getið er í hjónabandinu. Þangað til fyrrverandi eiginmaður konunnar gefur blóðsýni á Kári Rafn ekki rétt á fæðingarorlofi. Kári Rafn greinir frá stöðu mála á Facebook. Þau hafi eignast barnið í sumar og allt gengið vel. Nema hann sé ekki faðir barnsins. „Alla vega ekki ef þú spyrð íslenska ríkið. Það er nefnilega þannig að á Íslandi eru í gildi lög sem segja að ef kona er gift þá er eiginmaður hennar faðir þeirra barna sem eru getin í hjónabandinu. Já, þú last rétt, á Íslandi árið 2018 geta nýbakaðir feður lent í því að íslenska ríkið neitar því að þeir séu yfir höfuð feður. Þess í stað er einhver maður í bandaríkjunum skráður faðir barnsins míns sem hefur ekkert með það að gera. Kærastan mín var sem sagt gift manni þegar barnið var getið. Skilnaðurinn varð loksins endanlegur tveimur dögum eftir að barnið fæddist en skilnaðarferlið hafði tekið hátt í tvö ár.“Ósamvinuþýður fyrrverandi Um er að ræða 2. grein barnalaga þar sem segir: Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins. Kári hefur leitað sér lögfræðiaðstoðar en ferlið tekur tíma. Þangað til fari hann ekki í fæðingarorlof enda þurfi hann jú að eiga barn til þess. „Þetta finnst mér einfaldlega vera mannréttindabrot, þ.e.a.s. að íslenska ríkið sé að valda því að ég get ekki eytt tíma með nýfæddu barninu og aðstoðað kærustuna mína við umönnun þess. Eitthvað sem flestir, og nánast allir, feður geta gert.“ Nú sé staðan á málinu sú að maðurinn sem er skráður faðir barnsins neitar að gefa blóðsýni.Munaði tveimur dögum „Bandaríkin og íslenska ríkið eru með samning sín á milli sem dekkar svona vitleysu þannig að hann mun þurfa að gefa blóð á endanum. Það tekur hins vegar óratími að fá því framgengt þannig að ég verð barnslaus áfram um ófyrirséða framtíð. Ég hefði nú haldið að það væri einfaldara að taka blóðsýni úr mér og bera það saman við sýni úr dóttur minni en það má víst ekki.“ Fyrir utan lögin segir Kári Rafn að það hjálpi ekki að fyrrverandi eiginmaður konunnar sé ekki samvinnuþýður. Þá hafi þau verið óheppin að því leyti að stúlkan fæddist fyrir tímann 8. júlí en skilnaðurinn gekk ekki í gegn tveimur dögum síðar. Hefði skilnaðurinn gengið í gegn fyrir fæðingu hefðu þau getað drifið sig í Þjóðskrá, skráð sig í sambúð og vandamálið hefði verið úr sögunni. Hann á ekki von á að málið leysist á næstunni. Bandaríkjamaðurinn hafi ekki mætt í dómssal þangað sem honum var stefnt og nú vilji hann ekki gefa blóðsýni. Ef úr verði að handtökuskipun þurfi að gefa út geti málið tekið langan tíma. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Kári Rafn Karlsson, Skagamaður og faðir síðan í sumar, þarf að bíða í einhvern tíma eftir því að komast í fæðingarorlof. Ástæðan er sú að skilnaður kærustu hans og barnsmóður var ekki genginn í gegn þegar barnið fæddist í sumar. Munaði tveimur dögum en stúlkan fæddist nokkrum dögum fyrir tímann. Í íslenskum lögum segir að eiginmaður giftrar konu sé faðir barns sem getið er í hjónabandinu. Þangað til fyrrverandi eiginmaður konunnar gefur blóðsýni á Kári Rafn ekki rétt á fæðingarorlofi. Kári Rafn greinir frá stöðu mála á Facebook. Þau hafi eignast barnið í sumar og allt gengið vel. Nema hann sé ekki faðir barnsins. „Alla vega ekki ef þú spyrð íslenska ríkið. Það er nefnilega þannig að á Íslandi eru í gildi lög sem segja að ef kona er gift þá er eiginmaður hennar faðir þeirra barna sem eru getin í hjónabandinu. Já, þú last rétt, á Íslandi árið 2018 geta nýbakaðir feður lent í því að íslenska ríkið neitar því að þeir séu yfir höfuð feður. Þess í stað er einhver maður í bandaríkjunum skráður faðir barnsins míns sem hefur ekkert með það að gera. Kærastan mín var sem sagt gift manni þegar barnið var getið. Skilnaðurinn varð loksins endanlegur tveimur dögum eftir að barnið fæddist en skilnaðarferlið hafði tekið hátt í tvö ár.“Ósamvinuþýður fyrrverandi Um er að ræða 2. grein barnalaga þar sem segir: Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins. Kári hefur leitað sér lögfræðiaðstoðar en ferlið tekur tíma. Þangað til fari hann ekki í fæðingarorlof enda þurfi hann jú að eiga barn til þess. „Þetta finnst mér einfaldlega vera mannréttindabrot, þ.e.a.s. að íslenska ríkið sé að valda því að ég get ekki eytt tíma með nýfæddu barninu og aðstoðað kærustuna mína við umönnun þess. Eitthvað sem flestir, og nánast allir, feður geta gert.“ Nú sé staðan á málinu sú að maðurinn sem er skráður faðir barnsins neitar að gefa blóðsýni.Munaði tveimur dögum „Bandaríkin og íslenska ríkið eru með samning sín á milli sem dekkar svona vitleysu þannig að hann mun þurfa að gefa blóð á endanum. Það tekur hins vegar óratími að fá því framgengt þannig að ég verð barnslaus áfram um ófyrirséða framtíð. Ég hefði nú haldið að það væri einfaldara að taka blóðsýni úr mér og bera það saman við sýni úr dóttur minni en það má víst ekki.“ Fyrir utan lögin segir Kári Rafn að það hjálpi ekki að fyrrverandi eiginmaður konunnar sé ekki samvinnuþýður. Þá hafi þau verið óheppin að því leyti að stúlkan fæddist fyrir tímann 8. júlí en skilnaðurinn gekk ekki í gegn tveimur dögum síðar. Hefði skilnaðurinn gengið í gegn fyrir fæðingu hefðu þau getað drifið sig í Þjóðskrá, skráð sig í sambúð og vandamálið hefði verið úr sögunni. Hann á ekki von á að málið leysist á næstunni. Bandaríkjamaðurinn hafi ekki mætt í dómssal þangað sem honum var stefnt og nú vilji hann ekki gefa blóðsýni. Ef úr verði að handtökuskipun þurfi að gefa út geti málið tekið langan tíma.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent