Björn Daníel Sverrisson er laus undan samningi sínum við AGF í Danmörku en félagið staðfesti það á heimasíðu sinni í morgun.
Björn Daníel hefur verið á mála hjá AGF í tvö og hálft ár en samningurinn hans átti að renna út næsta sumar. En aðilar hafa náð samkomulagi um starfslok.
„Björn hefur verið okkur tryggur liðsmaður og skoraði nokkur mikilvæg mörk í botnbaráttunni á hans fyrsta tímabili hjá okkur. Hann hefur svo alltaf verið klár þegar til hans hefur verið leitað,“ sagði Peter Christiansen, yfirmaður íþróttmála hjá AGF.
Björn Daníel hefur ekki fengið mikið að spila hjá AGF síðastliðna mánuði og hann segir það ekkert leyndarmál að hann vilji spila meira. „Ég er ekkert öðruvísi en aðrir fótboltamenn og nú vil ég finna mér félag þar sem ég get spilað meira,“ sagði Björn Daníel í viðtali á heimasíðunni.
Björn Daníel hefur verið orðaður við FH og Val hér á landi en Hafnfirðingar eru samkvæmt heimildum Vísis líklegastir til að semja við kappann. Hann á að baki 108 deildarleiki með FH og hefur hann skorað í þeim 32 mörk.
Björn Daníel laus allra mála hjá AGF
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
