Krefjast enn fimm milljarða dala til að byggja vegg Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 21:05 Trump hefur sagt að hann muni stöðva rekstur um fjórðungs stjórnvalda Bandaríkjanna þar til hann fær fimm milljarða til að byggja vegg. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og ráðgjafar eru tilbúnir til að gera hvað sem er til tryggja að veggur verði byggður á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar á meðal er að stöðva rekstur hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna með því að neita að skrifa undir ný fjárlög. Trump-liðar vilja minnst fimm milljarða dala til byggingar veggjarins en lítill stuðningur virðist fyrir því á þingi. Hvorki meðal Demókrata eða Repúblikana. Ekkert útlit er fyrir lausn á deilunni og því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna verði lokað á föstudaginn. Þar á meðal Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, þjóðgarðar, landbúnaðarráðuneytið og samgönguráðuneytið. Stephen Miller, ráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Hvíta húsið myndi gera hvað sem er til að ná sínu fram. Þar kæmi meðal annars til greina að stöðva rekstur stjórnvalda.Báðum deildum þingsins er enn stjórnað af Repúblikanaflokknum en forsvarsmenn flokksins eiga þó við ákveðinn vanda að stríða. Flokkurinn tapaði tugum þingmanna í kosningunum í síðasta mánuði og þeir þingmenn sem eru að missa störf sín og aðrir sem höfðu ákveðið að hætta, hafa sýnt því einkar lítinn áhuga hjálpa Trump að ná markmiði sínu og að taka þátt í atkvæðagreiðslum.Repúblikanar höfðu fengið Trump til að láta af kröfum sínum í kjölfar kosninganna í síðasta mánuði. Nú er Trump hins vegar harður á því að fá peninga svo hann geti staðið við kosningaloforð sitt um að byggja vegg. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn. Þeir neituðu hins vegar að borga. Þingið hefur lagt til að veita 1,6 milljörðum dala í aukið eftirlit á landamærunum og viðgerðir á grindverkum. Það er hins vegar tekið fram í frumvarpi þingsins að enginn hluti þeirrar fjárveitingar megi fara í byggingu veggjarins. Þingmenn eru, samkvæmt AP fréttaveitunni, sammála um að næsta skref þurfi að koma frá Hvíta húsinu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51 Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 „Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, starfsmenn hans og ráðgjafar eru tilbúnir til að gera hvað sem er til tryggja að veggur verði byggður á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Þar á meðal er að stöðva rekstur hluta alríkisstofnanna Bandaríkjanna með því að neita að skrifa undir ný fjárlög. Trump-liðar vilja minnst fimm milljarða dala til byggingar veggjarins en lítill stuðningur virðist fyrir því á þingi. Hvorki meðal Demókrata eða Repúblikana. Ekkert útlit er fyrir lausn á deilunni og því er útlit fyrir að hluta alríkisstofnanna verði lokað á föstudaginn. Þar á meðal Heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna, þjóðgarðar, landbúnaðarráðuneytið og samgönguráðuneytið. Stephen Miller, ráðgjafi Trump, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Hvíta húsið myndi gera hvað sem er til að ná sínu fram. Þar kæmi meðal annars til greina að stöðva rekstur stjórnvalda.Báðum deildum þingsins er enn stjórnað af Repúblikanaflokknum en forsvarsmenn flokksins eiga þó við ákveðinn vanda að stríða. Flokkurinn tapaði tugum þingmanna í kosningunum í síðasta mánuði og þeir þingmenn sem eru að missa störf sín og aðrir sem höfðu ákveðið að hætta, hafa sýnt því einkar lítinn áhuga hjálpa Trump að ná markmiði sínu og að taka þátt í atkvæðagreiðslum.Repúblikanar höfðu fengið Trump til að láta af kröfum sínum í kjölfar kosninganna í síðasta mánuði. Nú er Trump hins vegar harður á því að fá peninga svo hann geti staðið við kosningaloforð sitt um að byggja vegg. Í kosningabaráttunni lofaði Trump að Mexíkó myndi borga fyrir vegginn. Þeir neituðu hins vegar að borga. Þingið hefur lagt til að veita 1,6 milljörðum dala í aukið eftirlit á landamærunum og viðgerðir á grindverkum. Það er hins vegar tekið fram í frumvarpi þingsins að enginn hluti þeirrar fjárveitingar megi fara í byggingu veggjarins. Þingmenn eru, samkvæmt AP fréttaveitunni, sammála um að næsta skref þurfi að koma frá Hvíta húsinu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Tengdar fréttir Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51 Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32 „Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50 Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00 Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Sjá meira
Þúsundir hafa dáið eða horfið á leið til Bandaríkjanna Margir þeirra voru á flótta frá ofbeldi og glæpum og urðu fórnarlömb þessa á leiðinni til betra lífs. 4. desember 2018 16:51
Stál í stál á þinginu og útlit fyrir lokun ríkisstofnana Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og þingmenn Repúblikanaflokksins, eiga nú í störukeppni við Demókrata í fulltrúadeildinni. 21. nóvember 2018 18:32
„Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps“ Jakelin Caal Maquin lést í haldi landamæravarða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum. 16. desember 2018 20:50
Donald Trump íhugar að loka landamærunum að Mexíkó Forseti Bandaríkjanna segir ástandið í Tijuana stjórnlaust vegna flóttamannalestar. 23. nóvember 2018 07:00
Trump og Demókratar reyna að finna lausn á fjárlagadeilu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og leiðtogar Demókrataflokksins vinna nú að því að komast hjá því að loka þurfi hluta opinberra stofnanna. 11. desember 2018 12:41