Martin og Hildur körfuknattleiksfólk ársins: Martin valinn þriðja árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 15:00 Hildur Björg Kjartansdóttir og Martin Hermannsson, Mynd/KKÍ KKÍ hefur valið Hildi Björgu Kjartansdóttur og Martin Hermannsson körfuknattleikskonu og körfuknattleikskarl ársins 2018 en þetta er í 21. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðsþjálfurum allra landsliða KKÍ í verkefnum á árinu 2018. Hildur Björg og Martin urðu einnig efst í kjörinu í fyrra og eru því að hljóta nafnbótina bæði annað árið í röð. Martin er ennfremur að fá þau þriðja árið í röð. Hildur Björg Kjartansdóttir hefur verið að gera góða hluti með íslenska landsliðinu og er að spila sem atvinnumaðir á Spáni. Martin er einnig í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu auk þess sem hann tók stórt skref á árinu þegar hann færði sig yfir til stórliðsins Alba Berlín í Þýskalandi. Hér fyrir neðan fara síðan úrslitin í kosningu KKÍ og auk þess rökstuðningur sambandsins á vali þeirra þriggja efstu í karla- og kvennaflokki.Val á körfuknattleikskonu ársins 2018:Körfuknattleikskona ársins 2018: 1. Hildur Björg Kjartansdóttir 2. Helena Sverrisdóttir 3. Þóra Kristín Jónsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Berglind Gunnarsdóttir Guðbjörg Sverrisdóttir Sara Rún Hinriksdóttir Thelma Dís ÁgústsdóttirHildur Björg Kjartansdóttir · Celta de Vigo (Spánn) Hildur Björg er hlýtur nafnbótina „Körfuknattleikskona ársins” í annað skipti og annað árið í röð. Hildur Björg hóf atvinnuferil sinn í fyrra með CB Leganés á Spáni þar sem hún stóð sig vel og bætti sinn leik. Í haust skipti Hildur Björg yfir til Celta de Vigo og hefur farið vel af stað með liði sínu á Spáni og liðinu gengið vel. Með landsliðinu lék Hildur Björg í undankeppni EM kvenna 2019 þar sem íslenska liðið lék sex leiki frá nóvember 2017. Hildur var ein af lykilleikmönnum landsliðsins þar sem hún var með 14.2 stig og 7.5 fráköst að meðaltali í leikjunum. Með landsliðinu er Hildur Björg orðin ein af lykilleikmönnum liðsins og mun án efa bæta sig meira sem atvinnumaður í körfuknattleik á næstu árum.Helena Sverrisdóttir · Haukar/CEKK Cegléd/Valur Helena Sverrisdóttir hefur verið valin „Körfuknattleikskona árins“ 11 sinnum á síðustu 14 árum og er í öðru sæti í kjörinu nú. Helena var lykileikmaður Hauka á síðustu leiktíð og leiddi lið sitt til Íslandsmeistaratitils sl. vor. Í haust hélt hún á ný í atvinnumennsku í Ungverjalandi. Hún tók þá ákvörðun að snúa heim fyrir skömmu og samdi við Val í Domino’s deild kvenna og leikur með þeim það sem eftir lifir tímabili. Með íslenska landsliðinu hefur Helena leikið mjög vel og leiðir liðið í stigum skoruðum, framlagi og teknum fráköstum auk þessa að hún var þriðji stigahæsti leikmaðurinn að meðaltali í undankeppninni sem lauk í nóvember.Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar Þóra Kristín Jónsdóttir varð þriðja í kjörinu í ár sem hennar hæðsta sæti í kjörinu til þessa. Hún átti mjög gott tímabili í fyrra þar sem Haukar urðu Íslandsmeistarar um vorið og þar skilaði hún stóru hlutverki sem byrjunarliðsmaður. Þóra Kristín hefur fengið stærra hlutverk að auki með íslenska kvennalandsliðinu og hefur verið byrjunarliðsbakvörður liðsins í undankeppninni sem nú var að ljúka í haust. Hún verður því áfram ein af lykilleikmönnum liðsins á næstu árum.Val á körfuknattleikskarli ársins 2018:Körfuknattleikskarl ársins 2018: 1. Martin Hermannsson 2. Haukur Helgi Pálsson 3. Tryggvi Snær Hlinason Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Hlynur Bæringsson Jón Arnór Stefánsson Jón Axel Guðmundsson Kári JónssonMartin Hermannsson · Alba Berlin (Þýskaland) Martin er orðin einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins á sínu 24. aldursári og hefur sýnt framfarir í leik sínum undanfarin ár á undan. Martin er einn af framtíðarleikmönnum íslenska landsliðsins. Martin lék á síðsta tímabili með Châlons-Reims í efstu deild í Frakklandi, þar sem hann stóð sig frábærlega og það vel að stórlið Alba Berlínar samdi við hann fyrir núverandi tímabil. Þar hefur Martin verið lykilleikmaður leik eftir leik og byrjað vel. Í undankeppninni HM lék Martin einnig vel og alla sex leiki liðsins. Þar var hann stigahæstur í liðinu með 21.5 stig að meðaltali, stoðsendingahæstur með 3.7 stoðsendingar í leik og einnig framlagshæstur með 20.0 stig í leik. Við tók undankeppni EuroBasket 2021 og þar hélt Martin uppteknum hætti í fyrri leik liðsins af tveim og verður lykilmaður áfram með íslenska landsliðinu.Haukur Helgi Pálsson · Nanterre 92 (Frakkland) Haukur Helgi leikur sitt annað tímabil í efstu deild í Frakklandi í vetur. Hann átti gott tímabil í fyrra með Cholet í sömu deild og færði sig því um set í Frakklandi. Þar leikur hann mikilvægt hlutverk í sínu liði og hefur leikið vel það sem af er tímabili. Með landsliðinu átti Haukur Helgi að venju flotta leiki í undankeppni HM og verður einn mikilvægasti leikmaður þess á komandi árum.Tryggvi Snær Hlinason · Monbus Obradorio (Spánn) Tryggvi Snær hefur tekið miklum framförum ár eftir ár á síðastliðinum árum og leikur nú sitt annað ár sem atvinnumaður í efstu deild á Spáni, sem talin er sú besta í Evrópu en hann er samningsbundinn Valencia og er á láni hjá Monbus Obradorio en þar hefur hann fengið meiri spilatíma og stærra hlutverk í vetur og hefur því bætt sig um leið. Tryggvi Snær er framtíðarleikmaður af ungu kynslóðinni með landsliðinu en Tryggvi er fæddur árið 1997. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira
KKÍ hefur valið Hildi Björgu Kjartansdóttur og Martin Hermannsson körfuknattleikskonu og körfuknattleikskarl ársins 2018 en þetta er í 21. skipti sem valið er tvískipt milli karla og kvenna. Körfuknattleikskona og karl ársins eru valin í kosningu af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðsþjálfurum allra landsliða KKÍ í verkefnum á árinu 2018. Hildur Björg og Martin urðu einnig efst í kjörinu í fyrra og eru því að hljóta nafnbótina bæði annað árið í röð. Martin er ennfremur að fá þau þriðja árið í röð. Hildur Björg Kjartansdóttir hefur verið að gera góða hluti með íslenska landsliðinu og er að spila sem atvinnumaðir á Spáni. Martin er einnig í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu auk þess sem hann tók stórt skref á árinu þegar hann færði sig yfir til stórliðsins Alba Berlín í Þýskalandi. Hér fyrir neðan fara síðan úrslitin í kosningu KKÍ og auk þess rökstuðningur sambandsins á vali þeirra þriggja efstu í karla- og kvennaflokki.Val á körfuknattleikskonu ársins 2018:Körfuknattleikskona ársins 2018: 1. Hildur Björg Kjartansdóttir 2. Helena Sverrisdóttir 3. Þóra Kristín Jónsdóttir Aðrar sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Berglind Gunnarsdóttir Guðbjörg Sverrisdóttir Sara Rún Hinriksdóttir Thelma Dís ÁgústsdóttirHildur Björg Kjartansdóttir · Celta de Vigo (Spánn) Hildur Björg er hlýtur nafnbótina „Körfuknattleikskona ársins” í annað skipti og annað árið í röð. Hildur Björg hóf atvinnuferil sinn í fyrra með CB Leganés á Spáni þar sem hún stóð sig vel og bætti sinn leik. Í haust skipti Hildur Björg yfir til Celta de Vigo og hefur farið vel af stað með liði sínu á Spáni og liðinu gengið vel. Með landsliðinu lék Hildur Björg í undankeppni EM kvenna 2019 þar sem íslenska liðið lék sex leiki frá nóvember 2017. Hildur var ein af lykilleikmönnum landsliðsins þar sem hún var með 14.2 stig og 7.5 fráköst að meðaltali í leikjunum. Með landsliðinu er Hildur Björg orðin ein af lykilleikmönnum liðsins og mun án efa bæta sig meira sem atvinnumaður í körfuknattleik á næstu árum.Helena Sverrisdóttir · Haukar/CEKK Cegléd/Valur Helena Sverrisdóttir hefur verið valin „Körfuknattleikskona árins“ 11 sinnum á síðustu 14 árum og er í öðru sæti í kjörinu nú. Helena var lykileikmaður Hauka á síðustu leiktíð og leiddi lið sitt til Íslandsmeistaratitils sl. vor. Í haust hélt hún á ný í atvinnumennsku í Ungverjalandi. Hún tók þá ákvörðun að snúa heim fyrir skömmu og samdi við Val í Domino’s deild kvenna og leikur með þeim það sem eftir lifir tímabili. Með íslenska landsliðinu hefur Helena leikið mjög vel og leiðir liðið í stigum skoruðum, framlagi og teknum fráköstum auk þessa að hún var þriðji stigahæsti leikmaðurinn að meðaltali í undankeppninni sem lauk í nóvember.Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar Þóra Kristín Jónsdóttir varð þriðja í kjörinu í ár sem hennar hæðsta sæti í kjörinu til þessa. Hún átti mjög gott tímabili í fyrra þar sem Haukar urðu Íslandsmeistarar um vorið og þar skilaði hún stóru hlutverki sem byrjunarliðsmaður. Þóra Kristín hefur fengið stærra hlutverk að auki með íslenska kvennalandsliðinu og hefur verið byrjunarliðsbakvörður liðsins í undankeppninni sem nú var að ljúka í haust. Hún verður því áfram ein af lykilleikmönnum liðsins á næstu árum.Val á körfuknattleikskarli ársins 2018:Körfuknattleikskarl ársins 2018: 1. Martin Hermannsson 2. Haukur Helgi Pálsson 3. Tryggvi Snær Hlinason Aðrir sem fengu atkvæði í stafrófsröð eru: Hlynur Bæringsson Jón Arnór Stefánsson Jón Axel Guðmundsson Kári JónssonMartin Hermannsson · Alba Berlin (Þýskaland) Martin er orðin einn af betri leikmönnum íslenska landsliðsins á sínu 24. aldursári og hefur sýnt framfarir í leik sínum undanfarin ár á undan. Martin er einn af framtíðarleikmönnum íslenska landsliðsins. Martin lék á síðsta tímabili með Châlons-Reims í efstu deild í Frakklandi, þar sem hann stóð sig frábærlega og það vel að stórlið Alba Berlínar samdi við hann fyrir núverandi tímabil. Þar hefur Martin verið lykilleikmaður leik eftir leik og byrjað vel. Í undankeppninni HM lék Martin einnig vel og alla sex leiki liðsins. Þar var hann stigahæstur í liðinu með 21.5 stig að meðaltali, stoðsendingahæstur með 3.7 stoðsendingar í leik og einnig framlagshæstur með 20.0 stig í leik. Við tók undankeppni EuroBasket 2021 og þar hélt Martin uppteknum hætti í fyrri leik liðsins af tveim og verður lykilmaður áfram með íslenska landsliðinu.Haukur Helgi Pálsson · Nanterre 92 (Frakkland) Haukur Helgi leikur sitt annað tímabil í efstu deild í Frakklandi í vetur. Hann átti gott tímabil í fyrra með Cholet í sömu deild og færði sig því um set í Frakklandi. Þar leikur hann mikilvægt hlutverk í sínu liði og hefur leikið vel það sem af er tímabili. Með landsliðinu átti Haukur Helgi að venju flotta leiki í undankeppni HM og verður einn mikilvægasti leikmaður þess á komandi árum.Tryggvi Snær Hlinason · Monbus Obradorio (Spánn) Tryggvi Snær hefur tekið miklum framförum ár eftir ár á síðastliðinum árum og leikur nú sitt annað ár sem atvinnumaður í efstu deild á Spáni, sem talin er sú besta í Evrópu en hann er samningsbundinn Valencia og er á láni hjá Monbus Obradorio en þar hefur hann fengið meiri spilatíma og stærra hlutverk í vetur og hefur því bætt sig um leið. Tryggvi Snær er framtíðarleikmaður af ungu kynslóðinni með landsliðinu en Tryggvi er fæddur árið 1997.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Sjá meira