Sigurmark Cristiano Ronaldo fyrir Juventus gegn nágrönnum sínum í Torino í gærkvöldi var 5000. mark Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni.
Juventus og Torino mættust í gær í baráttunni um Tórínó-borg og reyndist mark Ronaldo vera eina mark leiksins.
Með markinu náði Juventus einnig þeim merka áfanga að verða fyrsta lið í sögu deildarinnar til þess að skora 5000 mörk.
Juventus hefur farið frábærlega af stað í vetur og hafa unnið 15 af 16 leikjum sínum í deildinni.
Fótbolti